Föstudagur, 9. mars 2018
ESB krefst aðgangs að fiskimiðum Breta
Þrátt fyrir að breska þjóðin ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr Evrópusambandinu, Brexit, gerir sambandið kröfu um aðgang að fiskveiðilandhelgi Bretlands.
ESB rekur sameiginlega fiskveiðistefnu. Almenna reglan er að fiskimið séu sameiginleg auðlind allra ESB-ríkja. Ef ríki gengur úr sambandinu skyldi ætla að sjálfkrafa öðlist það ríki forræði yfir fiskveiðilandhelgi sinni.
En nei, ESB setur fram kröfu um áframhaldandi aðgang að fiskimiðunum. Í Brussel gildir lögmálið um hrátt vald - burtséð frá öllum meginreglum um jafnræði og sanngirni.
![]() |
ESB vill óbreyttar veiðar við Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 8. mars 2018
Krossapróf, þekking og blekking
Annmarkar krossaprófa eru þær helstar að höfundar þeirra standa frammi fyrir tveim öfgum. Í fyrsta lagi að gera rétta svarið, af 4 eða 5 valkostum, svo augljóst að það beinlínis æpir á þann sem þreytir prófið. Í öðru lagi að setja saman valkosti sem eru nauðalíkir og þar með blekkja nemandann.
Krossaprófsspurning sem spyrði um fæðingarár Jóns Sigurðssonar forseta (1811) og gæfi sem valkosti, auk rétta svarsins, 1809, 1810, 1814, væri í raun að kanna minni námsmannsins en ekki sögulega þekkingu. Ef valkostirnir væru 1211, 1662, 2004, auk rétta svarsins, væri könnuð ályktunarhæfni - en ekki söguleg þekking.
Ef nota á krossapróf til að kanna annað en harðar staðreyndir, t.d. málsskilning, vandast málið enn frekar þar sem huglægni kemur inn í spilið.
Þegar kurlin koma öll til grafar eru krossapróf mest mæling á kunnáttu að taka krossapróf.
![]() |
Við erum á rauðu ljósi mjög víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. mars 2018
Sigríður tók stöðu með konum - fékk vanþakklæti og vantraust
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra breytti tillögu hæfisnefndar í landsréttarmálinu. Tillaga hæfisnefndar um skipan 15 dómara gerði ráð fyrir að konur yrðu 30 prósent dómara, eða 5.
Sigríður leiðrétti hlut kvenna, sjö konur urðu dómarar, en ekki 5.
Fékk Sigríður lof og prís? Neibb, vanþakklæti og vantraust.
![]() |
Af átta dómurum er ein kona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 8. mars 2018
Norður-Evrópa segir nei við auknu ESB-valdi
Fjármálaráðherrar átta Norður-Evrópuríkja skrifa undir yfirlýsingu gegn auknum valdheimildum Evrópusambandsins til að skipta sér af fjármálum einstakra ríkja í því skyni að bjarga evru-samstarfinu.
Frakkar hafa lagt til að ESB fái heimildir til aukinna afskipta af ríkisfjármálum evru-ríkja. Miðstýring frá Brussel er talin forsenda þess að evru-samstarfið gliðni ekki í sundur.
Die Welt segir frá sameiginlegri yfirlýsingu átta fjármálaráðherra Norður-Evrópuríkja. Þau eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Holland, Írland, Eistland, Lettland og Litháen. Í yfirlýsingunni er hvatt til þess að sérhvert evru-ríki taki til í eigin ríkisfjármálum, fremur en að farin verði leið miðstýringar frá Brussel.
Evru-samstarfið stendur á veikum grunni. 19 af 28 ESB-ríkjum nota gjaldmiðilinn. Til að skjóta sterkari stoðum undir evruna þarf að auka miðstýringuna, er viðkvæðið í Brussel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. mars 2018
Vor í verkó er ákall um ríkisforsjá, sósíalisma
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness síðustu 15 ár túlkar sigur B-listans í Eflingu sem ákall um stóraukna ríkisforsjá á vinnumarkaði. Hann skrifar sjö punkta yfirlýsingu um hverju standi til að breyta.
Þetta helst:
a. Ekki verði lengur samið um lágmarkslaun, heldur hámarkslaun. Sem þýðir að launalögga ASÍ/ríkisins fylgist með að atvinnurekendur yfirborgi ekki.
b. Ríkið setji launataxta, byggðan á framfærslukostnaði.
c. Ríkið,í samvinnu við verkalýðsfélög, byggi íbúðarhúsnæði.
d. Ríkið skipti sér af húsnæðisleigu, gefi út leiguverð.
e. Lífeyrissjóðirnir verði notaðir í þágu launþega í meira mæli, en ekki til að tryggja lífeyrisþegum sem hæstar greiðslur.
f. Verkalýðshreyfingin verði stjórnmálaafl til að vinna af ,,alefli gegn misrétti, óréttlæti og ójöfnuði í íslensku samfélagi."
g. Samstarf á vinnumarkaði, SALEK, verði sett í ruslatunnuna.
Krafan um ríkisforsjá er í raun uppgjöf verkalýðshreyfingarinnar. Uppreisnaröflin segja í raun ,,við getum ekki, við nennum ekki, ríkið á að sjá um okkur." Með öðrum orðum; sósíalismi.
![]() |
Sannfærður um sigur B-listans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. mars 2018
16% byltingin er óánægja feitra þjóna
Tæp 16 prósent kjörsókn var í stjórnarkjöri Eflingar. Uppreisnarframboð fékk þorra atkvæða. 16 prósent eru líka efri mörk fylgis sem uppreisnarframboð til þingkosninga geta gert sér vonir um. Flest fá mun minna.
Á Íslandi ríkir velmegun og stöðugleiki en jafnframt botnlaust vantraust á stofnanir og forystu félagasamtaka. Vantraustið er virkjað í þágu uppreisnarframboða, fyrst í stjórnmálum og nú í verkalýðshreyfingunni.
Uppreisn með 16 prósent kjörsókn annars vegar og hins vegar 16 prósent fylgi er vitanlega engin uppreisn heldur óánægja sem kenna má við velmegun. Barinn þræll er meiri maður en feitur þjónn, kenndi nóbelsskáldið sem þekkti vel til fátæktar og kreppu.
![]() |
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. mars 2018
Stjórnmál, samkeppni um frásögn
Stjórnmál eru að stórum hluta samkeppni um hvaða frásögn verði ofaná. Þess vegna er samstarf stjórnmálaflokka og fjölmiðla miðlægt. Fjölmiðlar búa til fréttafrásagnir, velja staðreyndir og túlka þær, úr hráefni sem þeim er skaffað.
Vantraust á dómsmálaráðherra var frá upphafi barátta um frásögn. Vinstriflokkarnir í samstarfi við ráðandi öfl í stétt dómara/lögfræðinga bjuggu til þá frásögn að dómsmálaráðherra hefði, með því að hnika til huglægu mati dómnefndar á umsækjendum um embætti í landsrétt, stefnt réttarríkinu í voða. Einbeittir vinstrifjölmiðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn, studdu frásögnina með völdum fréttum.
Aðrar frásagnir, t.d. að dómsmálaráðherra leiðrétti kynjahalla dómnefndar og gerði dómarareynslu hærra undir höfði en nefndin, voru kaffærðar. Það tókst sökum þess að vinstriflokkarnir eru með einbeitta fjölmiðla á sínum snærum á meðan hægrimenn hafa enga slíka.
![]() |
Leið í leikjafræði gagnvart ríkisstjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2018
Flokkspólitísk niðurstaða: ríkisstjórnin styrkist
Vantraust á dómsmálaráðherra var vantraust á ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar viðurkenndu það í ræðustól á alþingi.
Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkspólitík. Tveir þingmenn Vinstri grænna, Rósa Björk og Andrés, studdu ekki myndun sitjandi ríkisstjórnar og festu sig í sessi sem stjórnarandstöðuþingmenn með því að lýsa vantrausti á stjórnina.
Vantraustið styrkir ríkisstjórnina. Flokkarnir sem standa að stjórninni stóðu saman og létu ekki fjölmiðla stjórnandstöðunnar, RÚV/Stundina, slá sig útaf laginu.
![]() |
Vantrauststillagan gegn ráðherra felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. mars 2018
Þung spor að gera sig að kjána
Vantrauststillaga hluta stjórnarandstöðunnar er tilraun til að fella sitjandi ríkisstjórn, byggð á embættisfærslu í tíð síðustu ríkisstjórnar.
Vantrauststillagan er flokkspólitík í sinni tærustu mynd.
![]() |
Ábyrgð þingmanna mikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. mars 2018
Vantraust einleikur örfárra þingmanna
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata var send alþingi að næturlagi, rétt eins og Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi síðustu ríkisstjórnar á næturfundi.
Sitjandi ríkisstjórn er mynduð með umboði kjósenda. Tilefni vantraustsins, skipan landsréttardómara, varð til í fyrri ríkisstjórn. Kjósendur sögðu álit sitt um málið í haust.
Þingmenn Pírata og Samfylkingar telja að skoðanir örfárra þingmanna skipti meira máli en dómur kjósenda. Með tillögunni sýna þingmenn þjóðinni fyrirlitningu.
![]() |
Telur sig njóta stuðnings meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)