16% byltingin er óánægja feitra þjóna

Tæp 16 prósent kjörsókn var í stjórnarkjöri Eflingar. Uppreisnarframboð fékk þorra atkvæða. 16 prósent eru líka efri mörk fylgis sem uppreisnarframboð til þingkosninga geta gert sér vonir um. Flest fá mun minna.

Á Íslandi ríkir velmegun og stöðugleiki en jafnframt botnlaust vantraust á stofnanir og forystu félagasamtaka. Vantraustið er virkjað í þágu uppreisnarframboða, fyrst í stjórnmálum og nú í verkalýðshreyfingunni.

Uppreisn með 16 prósent kjörsókn annars vegar og hins vegar 16 prósent fylgi er vitanlega engin uppreisn heldur óánægja sem kenna má við velmegun. Barinn þræll er meiri maður en feitur þjónn, kenndi nóbelsskáldið sem þekkti vel til fátæktar og kreppu.  


mbl.is Sólveig Anna nýr formaður Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband