Vor í verkó er ákall um ríkisforsjá, sósíalisma

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness síðustu 15 ár túlkar sigur B-listans í Eflingu sem ákall um stóraukna ríkisforsjá á vinnumarkaði. Hann skrifar sjö punkta yfirlýsingu um hverju standi til að breyta.

Þetta helst:

a. Ekki verði lengur samið um lágmarkslaun, heldur hámarkslaun. Sem þýðir að launalögga ASÍ/ríkisins fylgist með að atvinnurekendur yfirborgi ekki.

b. Ríkið setji launataxta, byggðan á framfærslukostnaði.

c. Ríkið,í samvinnu við verkalýðsfélög, byggi íbúðarhúsnæði.

d. Ríkið skipti sér af húsnæðisleigu, gefi út leiguverð.

e. Lífeyrissjóðirnir verði notaðir í þágu launþega í meira mæli, en ekki til að tryggja lífeyrisþegum sem hæstar greiðslur.

f. Verkalýðshreyfingin verði stjórnmálaafl til að vinna af ,,alefli gegn misrétti, óréttlæti og ójöfnuði í íslensku samfélagi."

g. Samstarf á vinnumarkaði, SALEK, verði sett í ruslatunnuna.

Krafan um ríkisforsjá er í raun uppgjöf verkalýðshreyfingarinnar. Uppreisnaröflin segja í raun ,,við getum ekki, við nennum ekki, ríkið á að sjá um okkur." Með öðrum orðum; sósíalismi.


mbl.is Sannfærður um sigur B-listans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki ætla ég að mæla með sósíalisma. En ég sé nú ekki að þessir punktar sem hér eru taldir upp séu nákvæmlega það sem Vilhjálmur segir í yfirlýsingunni sem hlekkurinn vísar á. þar er til dæmis ekkert að sjá um hámarkslaun eða að ríkið gefi út leiguverð. Hér eru punktarnir hans:

• Já, það er svo gríðarlega mikilvægt að það er komin meirihluti innan ASÍ sem hafnar algerlega samræmdri láglaunastefnu sem forysta ASÍ hefur barist fyrir á liðnum árum.

 

• Já, það er komin meirihluti sem vill berjast fyrir því að lágmarkslaun dugi fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út.

 

• Já, það er komin meirihluti innan ASÍ sem hafnar algerlega hugmyndafræðinni sem byggist á svokölluðu Salek samkomulagi.

 

• Já, það er komin meirihluti innan ASÍ sem hafnar okurvöxtum, verðtryggingu, og að húsnæðisliðurinn sé inni í lögum um vexti og verðtryggingu.

 

• Já, það er komin meirihluti innan ASÍ sem hafnar þeirri trylltu græðgisvæðingu sem á sér stað á íslenskum leigumarkaði.

 

• Já, það er komin meirihluti sem vill endurskoða og lýðræðisvæða lífeyrissjóðskerfið þar sem hagsmunir launafólks verði hefðir að leiðarljósi.

 

• Já, það er komin meirihluti innan ASÍ sem vill, getur og ætlar að berjast af afefli gegn misrétti, óréttlæti og ójöfnuði í íslensku samfélagi.

 

En rétt er að geta þess að VR, Efling, Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness eru samanlagt með tæp 53% atkvæða innan ASÍ.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2018 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband