Vantraust einleikur örfárra þingmanna

Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata var send alþingi að næturlagi, rétt eins og Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi síðustu ríkisstjórnar á næturfundi. 

Sitjandi ríkisstjórn er mynduð með umboði kjósenda. Tilefni vantraustsins, skipan landsréttardómara, varð til í fyrri ríkisstjórn. Kjósendur sögðu álit sitt um málið í haust.

Þingmenn Pírata og Samfylkingar telja að skoðanir örfárra þingmanna skipti meira máli en dómur kjósenda. Með tillögunni sýna þingmenn þjóðinni fyrirlitningu. 

 


mbl.is Telur sig njóta stuðnings meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki ætla ég að ætla þessu fólki djúp klókindi, en ég held að þetta útspil sé eingöngu til að bjarga egin skinni eftir móðursýki og stóryrði undanfarinna vikna. Þeir eru að forða sér undan skömminni sem fylgir endanlegum niðurstöðum í málinu og vita vel að vantraust verður fellt og losar þau þarmeð úr þessari sjálfheldu.

Að setja stjórn og stjórnskipun í uppnám í þessari sjálfsþóknun er ekkert tiltökumál fyrir þetta fólk. Bíð spenntur eftir því að vita hvað það er næst sem næra á þessi endalausu egótripp.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2018 kl. 12:42

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sitjandi ríkisstjórn er mynduð með umboði viðkomandi þingflokka en ekki kjósenda, svo við höfum það á hreinu.  Og Sigríður Á Andersen er ekki ráðherra vegna óskoraðs trausts kjósenda í Reykjavík suður. Það þurfti að hliðra til reglum um uppröðun á lista til að Sigríður fengi fyrsta sætið. Með réttu átti Brynjar Níelsen að færast upp í fyrsta sætið við fráfall Ólafar Nordal. 

Ekki að ég sé að lýsa yfir trausti á Brynjari.  Af tvennu illu held ég að Sigríður sé betur að embættinu komin úr því sem komið er. En þótt vantraustið verði fellt er málinu síður en svo lokið. Hæstiréttur á eftir að segja sitt um hæfi Arnfríðar og ef sá dómur snýr við dómi Landsréttar þá er stjórnskipunin komin í uppnám. En ekki vegna viðleitni Pírata eða Samfylkingar til að siðvæða stjórnsýsluna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.3.2018 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband