Norður-Evrópa segir nei við auknu ESB-valdi

Fjármálaráðherrar átta Norður-Evrópuríkja skrifa undir yfirlýsingu gegn auknum valdheimildum Evrópusambandsins til að skipta sér af fjármálum einstakra ríkja í því skyni að bjarga evru-samstarfinu.

Frakkar hafa lagt til að ESB fái heimildir til aukinna afskipta af ríkisfjármálum evru-ríkja. Miðstýring frá Brussel er talin forsenda þess að evru-samstarfið gliðni ekki í sundur.

Die Welt segir frá sameiginlegri yfirlýsingu átta fjármálaráðherra Norður-Evrópuríkja. Þau eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Holland, Írland, Eistland, Lettland og Litháen. Í yfirlýsingunni er hvatt til þess að sérhvert evru-ríki taki til í eigin ríkisfjármálum, fremur en að farin verði leið miðstýringar frá Brussel.

Evru-samstarfið stendur á veikum grunni. 19 af 28 ESB-ríkjum nota gjaldmiðilinn. Til að skjóta sterkari stoðum undir evruna þarf að auka miðstýringuna, er viðkvæðið í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband