Björt framtíð eyðileggur Samfylkingu, en átti að bjarga vinstripólitík

Björt framtíð var stofnuð með stuðningi forystumanna Samfylkingar, t.d. Össurar Skarphéðinssonar. Björt framtíð skyldi þjóna Samfylkingunni á tvennan hátt. Í fyrsta lagi að breikka stuðninginn við ESB-umsókn Samfylkingar.

Andstæðingum ESB-aðildar tókst að einangra Samfylkinguna í umræðunni. Össur utanríkisráðherra átti erfitt með að útskýra fyrir ráðamönnum í Brussel hvers vegna aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi væri fylgjandi umsókninni. Björt framtíð skyldi tvöfalda þá flokka sem studdu ESB-leiðangurinn.

Í öðru lagi átti Björt framtíð að taka við óánægjufylgi frá Samfylkingu - til að það færi ekki á Vg, Hreyfinguna eða annað.

Þegar þingmaður Samfylkingar, Róbert Marshall, gekk til liðs við Bjarta framtíð gaf hann út yfirlýsingu sem smellpassaði málstað Samfylkingar. Í yfirlýsingunni segist Róbert hlynntur ESB-umsókninni og ennfremur að hann ætli að styðja ríkisstjórn Samfylkingar og Vg.

Vinstrimenn eins og Össur Skarphéðinsson töldu sér trú um að með því að fjölga stjórnmálaflokkum á vinstri vængnum væri hægt að safna fylgi á ólíkum forsendum. Björt framtíð átti að höfða til ,,kósi fólksins" sem leiddist harkan í pólitíkinni.

Plan Össurara og félaga gerði ekki ráð fyrir að flokkur eins og Píratar kæmi á sjónarsviðið. Píratar reru á þau mið að Samfylkingin, Björt framtíð og alli hinir væru klækjastjórnmál uppmáluð.

Árni Páll, sem er formaður Samfylkingar með einu atkvæði, þorir ekki að brydda á þeirri hugsun að tímabært sér að sameina vinstriflokkana. Hann veit sem er að Katrín Jakobsdóttir yrði fyrsti kostur til formanns. Árni Páll getur ekki snúið við blaðinu þótt við blasi að taktíkin ,,margir flokkar, mörg atkvæði" sé algerlega misheppnuð.

Björt framtíð reyndist vinstrimönnum ekki sá happafengur að var stefnt. Þvert á móti. Í kosningum til sveitastjórna sveik Björt framtíð vinstrimennskuna og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í tveim stórum bæjarfélögum, Kópavogi og Hafnarfirði.

Í stað þess að styrkja Samfylkinguna er Björt framtíð fleinn í flokksholdinu og tappar fylgi og lífsþrótti úr móðurflokknum. Klækjastjórnmál skila aldrei öðrum árangri en eymd og volæði.

 


mbl.is Hætti að tala sem „gamaldags flokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2 endursýnir sjálfa sig í samkeppni við RÚV

Áskriftarsjónvarp eins og Stöð 2 er deyjandi fyrirbrigði. Fólk kaupir ekki lengur að dagskrárstjórar ákveði hvað er sýnt hverju sinni þegar valkosturinn er að vera sinn eigin dagskrárstjóri í gegnum netsjónvarp.

Skylduáskriftarflykki eins og RÚV eru undir sömu sökina seld.

Það er við hæfi að Stöð 2 endursýni sjálfa sig í samkeppni við gamalt efni frá RÚV.


mbl.is „Forrest Gump í þúsundasta skipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaáhlaup í evrulandi - Grikkir velja gjaldþrot

Bankaáhlaup í einu af 19 þjóðríkjum sem nota evru fyrir lögeyri á ekki að geta gerst. Samkvæmt ESB er sameiginlegum gjaldmiðli tæplega 340 milljóna Evrópumanna stýrt í þágu sameiginlegra hagsmuna.

Og hvers vegna eru Grikkir ekki hluti af sameiginlegum hagsmunum evru-ríkjanna 19? Jú, Grikkir lentu í fjármálakreppu, fengu lán en stóðu ekki við skilyrði lánadrottna. Eftir margra mánaða samningaþóf datt grísku ríkisstjórninni það ,,snjallræði" í hug að setja skilyrði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin svaraði með áhlaupi á bankanna. Grískur almenningur áttaði sig strax á því að ríkisstjórnin í Aþenu er búin að gefast upp.

Á mánudag vakna hin evrulöndin 18 upp við þann vonda draum að bankaáhlaupið í Grikklandi gæti endurtekið sig í öðru evru-ríki.

Evran er búin að tapa tiltrú.

 


mbl.is Bankaáhlaup í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Einarsson hafnar réttarríkinu

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings er iðinn við kolann að gera réttarríkið tortryggilegt. Sigurður fær reglulega tækifæri að sýna iðrun vegna sannaðra og dæmdra brota.

Í stað þess að játa og viðurkenna misgjörðir er Sigurður einbeittur í þeirri málsvörn að segjast saklaus þótt dómstóll dæmi sekt. Sigurður telur sig hafinn yfir réttarríkið.

Hugarfar Sigurðar veitir innsýn í heim íslensku auðmannanna frá tímum útrásar. Og minnir okkur á að trúa þeim aldrei fyrir einu eða neinu. Upp til hópa eru þetta menn sem sagt hafa sig úr lögum við samfélagið. Slíkir menn eru hættulegir.


mbl.is Segir niðurstöðuna vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlar aðeins með 30% stúdentsprófa - kvenvæðing samfélagins

Ef fyrsta gráða í háskóla, BA/BS, er hið nýja stúdentspróf þá eru konur þar í miklum meirihluta. Samkvæmt fréttaskýringu í Sunnudagsmogga útskrifar Háskóli Íslands 2.615 manns fyrri hluta árs og eru konur 68% en karlar aðeins 32%.

Þar sem HÍ útskrifar fólk með BA/BS sem og meistara- og doktorsnema, þar sem konur eru enn sterkari en karlar, má gera ráð fyrir hlutfall karla með grunngráðuna sá 30% eða minna.

Að baki tölum um yfirtöku kvenna á háskólum glittir í stærri þjóðfélagsbreytingar en flesta grunar. Hatrömm kjaradeila BHM við ríkið, þar sem krafist er að menntun (kvenna) skili hærri tekjum en það sem ómenntaðir (karlar) fá í kaup, er aðeins ein birtingarmynd þjóðfélagsbreytinganna.

Menntun og mannaforráð haldast í hendur. Fari sem horfir verða konur ráðandi í samfélaginu á líkan hátt og karla réðu um miðja síðustu öld. Kvenvæðing samfélagins gæti einnig birst í gengisfellingu menntunar. Kennarastarfið var t.d. gengisfellt samhliða kvenvæðingu þess.

Kvenvæðing þjóðfélagsumræðunnar er þegar hafin. Allir fimm heimildarmenn í fréttaskýringu Sunnudagsmogga um hrakfarir karla í skólum eru konur. Skilaboðin voru þessi: karlar vita ekkert hvað amar að karlkyninu, konurnar vita það miklu betur. Fáir ef nokkrir munu fetta fingur út í þetta kynjaða val á heimildamönnum. Ef hlutunum væri snúið við, fimm karlar fengnir til að greina þjóðfélgasstöðu kvenna, myndi ábyggilega heyrast hljóð úr horni.


mbl.is Háskólamenntun líkist stúdentsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tsipras gefst upp á pólitík - lýðræði sem versti kosturinn

Tsipras forsætisráðherra Grikkja fékk kosningu í janúar út á loforð um að binda endi á sparnaðarkröfur ESB annars vegar og hins vegar að halda Grikkjum innan evru-samstarfsins og í ESB.

Tsipras gat aldrei fengið hvorttveggja; lánum fylgja skilyrði og neyðarlánum fylgja neyðarskilyrði. Eina leiðin til að komast hjá skilyrðum lánadrottna er að lýsa gríska ríkið gjaldþrota og taka upp nýjan gjaldmiðil í stað evru og það fæli í sér útgöngu úr ESB.

Í stað þess að velja skárri kostinn af þeim slæmum vísar Tispras málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir viku.

Það heitir að gefast upp á pólitík.

Með þjóðaratkvæðagreiðslunni gerist annað tveggja:

a. Grikkir samþykkja skilmála lánadrottna til að halda í evruna og ESB-aðild. Í framhaldi geta lánadrottnar gert en harðari kröfur á hendur Grikkjum enda komnir með lýðræðislegt lögmæti fyrir málstað sinn. Gríska ríkisstjórnin yrði í reynd umboðsstjórn Brussel.

b. Grikkir höfnuðu skilmálum lánadrottna og kysu sig út úr evru-samstarfi og ESB. Ríkisstjórnin yrði að bregðast við niðurstöðunni án þess að vera með pólitíska stefnumótun um framtíð peninga- og efnahagsmála landsins. Ríkisstjórnin væri rúin trausti bæði heima og erlendis, einmitt vegna þess að hún gafst upp á ögurstundu, sagði pass og vísaði málinu til almenna atkvæðagreiðslu með sama og engum fyrirvara.

Það mun koma í hlut Grikkja, þar sem lýðræðið varð til í fyrstu útgáfu, að sýna fram á að stundum er lýðræði versti kosturinn.


mbl.is Tsipras boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smábæjarlöggan og uppgjörið við bankaglæpi

Bankamenn settu Ísland því sem næst á hausinn. Fjármálagjörningar íslensku bankamannanna voru margir ekki réttu megin við mörk siðferðis og laga.

Smábæjarlöggan sem er í framlínunni í uppgjörinu við bankaglæpi útrásarinnar nær þessum árangri vegna þess að almenningur styður uppgjörið.

Við sem samfélag getum verið stolt af.


mbl.is Sjö Kaupþingsmenn sakfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkir Grikkir vilja evru - vinstristjórnin líka

Forstjórar mótmæltu á aðaltorgi Aþenu að Grikkir hyrfu úr evru-samstarfinu. Ríkir Grikkir eru hlynntir evru þótt hagkerfi þjóðarinnar líði fyrir. Breska vinstriútgáfan Guardian segir að efnaðir Grikkir óttist eignarýrnun upp á 50% verði evrunni fórnað fyrir drökmu.

Tæplega fjórðungur Grikkja er fátækur eða við fátæktarmörk. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu er efnahagslegur ójöfnuður meiri í Grikklandi en nokkru öðru Evrópulandi, að Spáni undanskildu. (Ísland er með næsta minnsta ójöfnuðinn, á eftir Noregi).

Til að Grikkland komist úr viðvarandi kreppu þarf þjóðin að losna við evruna. Ríkir Grikkir beita sér af afi gegn því. Vinstristjórn Syriza hallast að sjónarmiðum efnafólksins í afstöðunni til evru.


mbl.is Þurfa að semja á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurflugvöllur er á réttum stað - í höfuðborginni

Hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar út í Hvassahraun eru óraunhæfar. Þeir 50 til 90 milljarðar sem fyrirtækið myndi kosta eru líklegir vaðlaheiðarpeningar og það eru takmörk fyrir hve ríkissjóður þolir af slíkum tilfæringum.

Ef Reykjavíkurflugvelli verður lokað tæki Keflavíkurflugvöllur við innanlandsflugi. Það er svo einfalt.

Reykjavíkurflugvöllur á vitanlega heima í Vatnsmýrinni um ókomna framtíð.


mbl.is „Verið að vekja upp gamlan draug“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð leiðindanna og heimur Pírata

Björt framtíð var flokkurinn sem boðaði öðruvísi stjórnmál. Eins og nafn flokksins gefur til kynna átti að höfða til kósí fólksins sem nennti engum leiðindum. Björt framtíð stundaði ekki það sem hún predikaði heldur voru þingmenn flokksins með málþófi stjórnarandstöðunnar á alþingi.

Afleiðingin er fylgishrun Bjartar framtíðar. Þingmaður flokksins segist umboðslaus á alþingi enda stefnir hann á biðlaun atvinnulausra þingmanna eftir næstu kosningar.

Píratar boða einnig öðruvísi stjórnmál. Þingstörf Pírata ganga út á að taka ekki afstöðu til þingmála og mæta helst ekki á þingfundi. Þingmenn Pírata stæra sig af þekkingu á tölvuleikjum og finnst kjötheimar fremur leiðinlegir.

Píratar eru dálítið annars heims og munu ekki falla í sömu gryfju og Björt framtíð. Hrekklausa nördayfirbragð Pírata gerir þá hugþekka kjósendum. En það er langt til kosninga.


mbl.is Píratar enn stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband