Píratar: verkföll eru úrelt, vinstriflokkar sömuleiðis

Verkföll þar sem hagsmunir þriðja aðila eru teknir í gíslingu eru úrelt. Píratar segja það upphátt sem vinstriflokkarnir hugsa í hálfum hljóðum en almenningur hefur fyrir satt.

Tímabært er að huga að lagasetningu á verkföll opinberra starfsmanna og hjúkrunarfræðinga, núna þegar stjórnmálaflið sem skorar hæst í skoðanakönnunum er búið að afhelga heilagan verkfallsrétt.

Vinstriflokkar, sem þora ekki að taka afstöðu gegn verkalýðsrekendum, eru vitanlega jafn úreltir og verkfallsrétturinn.


mbl.is „Lögbundin heimild til að valda skaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er vandamálið, ekki lausnin

ESB skiptir sér af smáatriðum í lífi borgaranna, með reglugerðum um ávexti og hvaða ljósaperur skuli nota, en finnur ekki lausn á stórum vandamálum, eins og fljóttamannastraumnum frá Mið-Austurlöndum.

ESB er ekki með lýðræðislegt umboð almennings. Evrópuþingið er valdalaust, þingmenn mega ekki leggja fram lagafrumvörp, þann rétt hafa embættismenn framkvæmdastjórnarinnar einir.

Engin sam-evrópsk hreyfing stendur að baki Evrópusambandinu. Í augum almennings er ESB í besta falli ill nauðsyn en í versta falli skrifræðisskrímsli sem rænir völdum frá þjóðþingum, þar sem fulltrúar almennings sitja.

Næstu ár verða til umræðu annmarkar og ókostir Evrópusambandsins. Og ESB er búið að tapa þeirri umræðu nú þegar.


mbl.is Vilja endurheimta völd frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband