Kjaraviðræður voru strandaðar - lögin eru nauðsyn

Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga voru nauðsyn þegar sem kjaraviðræður skiluðu engri niðurstöðu. Eftir að opinberir starfsmenn höfnuðu leiðsögn samninga ASÍ-SA strandaði samningaferlið.

Forysta opinberra starfsmanna lagið upp með væntingar sem ekki var von til að næðu fram að ganga. Forystan var ekki með varaáætlun sem hægt var að grípa til þegar almennu samningarnir lögðu línurnar.

Nú gefst tími til að meta aðstæður upp á nýtt og finna leið að samkomulagi.


mbl.is Segir lagasetningu niðurlægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave hefði kostað 67 milljarða króna

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. reyndi í þrígang að þvinga þjóðina til að axla ábyrgðina á Icesave-skuldum fallins einkabaka. Ódýrasta útgáfan, Lee Bucheit-samningarnir, hefðu kostað þjóðina 67 milljarða króna, samkvæmt mati á Vísindavefnum.

Vinstristjórnin tók skakkan pól í hæðina í Icesave-málinu og þjösnaðist áfram og þurfti tvær þjóðaratkvæðagreiðslur til að stöðva flumbruganginn.

Ísland vann Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þar með fékkst formlegur dómsúrskurður um að fyrsta hreina vinstristjórnin í sögu lýðveldisins hafði rangt fyrir sér í afdrifaríkasta dómsmáli lýðveldisins.

Ef eitt mál öðrum fremur stöðvaði Brusselför vinstristjórnarinnar þá var það Icesave. Í Icesave kristallaðist staða smáþjóðar gagnvart stórþjóðum. Smáþjóð með fullveldi getur staðið á rétti sínum gagnvart yfirgangi stórþjóða. Innan Evrópusambandsins stendur stendur smáþjóðin illa að vígi. Spyrjið bara Grikki.


mbl.is Hefðu kostað 20 milljörðum meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband