Samfylkingin stýrir BHM

Páll Halldórsson, fráfarandi formaður BHM, er náinn samverkamaður Jóhönnu Sigurðardóttur til margra ára. Þórunn Sveinbjarnardóttir var lengi þingmaður og ráðherra Samfylkingar.

Er eðlilegt að Samfylkingin ákveði hvort BHM semji eða semji ekki?


mbl.is „Það er okkar réttur að semja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarlandið Ísland - pólitísk yfirborðsókyrrð

Samhengi er á milli tekjujafnaðar og samheldni samfélaga. Almennt gildir að eftir því sem tekjuójöfnuður er meiri er minni samheldni. Skortur á samheldni lýsir sér í pólitískri ólgu og jafnvel óeirðum, í versta falli borgarastríði.

Ísland skorar hátt á þjóðríkjalista yfir jöfnuð. 10% ríkustu hér á landi eru að jafnaði með 5,6 sinnum hærri laun en þeir 10% fátækustu, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu. Eftir hrun jókst tekjujafnrétti til muna og allar líkur eru á að jafnréttið haldist.

Með traust tekjujafnrétti að baklandi er líklegt að sá hávaði sem nú einkennir stjórnmálaumræðuna verði skilgreindur sem pólitísk yfirborðsókyrrð, svona þegar moldin hættir að rjúka í logni.


Bloggfærslur 7. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband