Er innanríkisráðuneytið á móti málfrelsi?

Maður út í bæ fær peninga frá innanríkisráðuneytinu til að stefna embættismanna fyrir meiðyrði. Meint meiðyrði féllu í umræðu um hversu heppilegt væri að maðurinn ræki meðferðarheimili. Í fréttinni segir

Inn­an­rík­is­ráðuneytið hafði samþykkt að veita Tý gjaf­sókn og greidd­ist því all­ur kostnaður máls­ins og mál­flutn­ingsþókn­un lög­manns hans sem ákveðin er 600.000 krón­ur að meðtöld­um virðis­auka­skatti úr rík­is­sjóði.

Það er lyginni líkast að maður út í bæ fái gjafsókn frá innanríkisráðuneytinu til að þagga niður í embættismanni. Er virkilega ekki hægt að finna peningum ríkissjóðs verðugri verkefni?

 


mbl.is Sýknaður af kröfu um meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn tala upp illsku í kjaradeilum

Þingmenn vinstriflokkanna, t.d. Katrín Júlíusdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, tala upp illsku í kjaradeilur opinberra starfsmanna og ríkíssjóðs.

Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum eru búnir að leggja línuna fyrir efnahagskerfið i heild sinni. Ef ríkið samþykkti meiri kauphækkanir til opinberra starfsmanna væri friðurinn úti á vinnumarkaði.

Málflutningur Katrínar og Sigríðar er bæði ómálefnalegur og óábyrgur.

 


mbl.is Áhugaleysi í alvarlegum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðan kýs hægriflokka, háskólaelítan er til vinstri

Á seinni hluta síðustu aldar kepptu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag um hylli almenns launafólks. Forskeytið alþýða týndist þegar vinstriflokkarnir tóku hamskiptum um síðustu aldamót og urðu Samfylking og Vinstri grænir.

Vinstriflokkarnir sneru baki við fólki með grunnskólapróf og urðu flokkar háskólaborgara. Krafa háskólaborgara um aukið launamisrétti fær hljómgrunn hjá vinstriflokkunum.

Egill Helgason kallar það hægriöfga þegar alþýða manna verður fráhverf gömlu vinstriflokkunum og kýs hægriflokka, líkt og gerðist í nýliðnum kosningum í Danmörku. Sigurvegari kosninganna þar er Þjóðarflokkurinn sem er gagnrýninn á Evrópusambandið og flóttamannastrauminn til Danmerkur.

Fráhvarf alþýðunnar frá vinstriflokkunum er vegna þess að háskólaelítan sem stjórnar þeim er ekki í takt við almenning. Háskólaelítan óskar sér inngöngu í ESB til að auka starfsmöguleika sína og er tilbúin að fórna til ríkum almannahagsmunum, s.s. fiskveiðiauðlindinni.

Alþýða manna gefur lítið fyrir draumóra um Stór-Evrópu háskólaliðsins og kýs hægriflokka með þjóðlegar rætur.


Bloggfærslur 23. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband