Rökin fyrir breyttri stjórnarskrá drepin 17. júní 2015

Ný stjórnarskrá var verkefni vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Stjórnarskráin var flokkspólitískt verkefni vinstriflokkanna sem rakst á vegg almannaviljans í þingkosningum 2013: Samfylking fékk 12,9 prósent fylgi og Vg 10,9 prósent.

Aðgerðasinnar úr röðum vinstrimanna létu ekki segjast við niðurstöðu lýðræðislegra kosninga og halda áfram að krefjast nýrrar stjórnarskrár.

Núverandi stjórnarskrá er að grunni frá 1874 og fylgt þjóðinni frá torfkofum inn í tækniöld. Engin rök standa til þess að hún sé úrelt.

Aðgerðasinnar í þágu nýrrar stjórnarskrár vanvirða þjóðhátíðardaginn með mótmælum á Austurvelli. Þjóðhátíð er til að minnast þess sem við eigum sameiginlegt. Fólk sem vanvirðir sameign okkar er ekki hæft til að setja þjóðinni stjórnarskrá.

Reynslan sýnir að eftirgjöf í meginmálum veit á uppgjöf. Í fyrirsjáanlegri framtíð á ekki undir neinum kringumstæðum að vekja máls á endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það væri uppgjöf fyrir þeim öflum sem vilja stjórnskipun okkar feiga.


mbl.is „Gagnrýnin byggð á misskilningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli gegn friðsæld, jafnrétti og velmegun

Á þjóðhátíðardegi friðsælasta lands í heimi, þar sem jafnrétti er meira en í viðri veröld og velmegun sömuleiðis, grípur hópur fólks til mótmæla.

Samfélagið sem mótmælendur óska sér getur ekki verið betra en það sem við höfum.

Líklega mun verra.


mbl.is Ísland friðsælast 5. árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og ártölin: 930 til 2015

Ártöl Íslandssögunnar stika vegferðina frá landnámi til samtíma. Merkilegustu ártölin eru eftirfarandi:

930, alþingi stofnað

1000, kristnitaka

1262, Gamli sáttmáli, endalok þjóðveldis

1550, siðaskipti, konungsvald Dana verður einrátt á Íslandi

1751, Innréttingarnar stofnaðar, fyrsta tilraunin til nývæðingar

1783, móðuharðindin, þjóðinni fækkar um fimmtung, landið varla talið byggilegt

1811, fæddur Jón Sigurðsson

1848, Hugvekja til Íslendinga, Jón Sigurðsson leggur grunninn að sjálfstæðisbaráttunni

1864, Danir tapa Slésvíkurstríðinu, verða smáþjóð, íhuga að bjóða Ísland Prússum

1874, Ísland fær stjórnarskrá

1904, heimastjórn

1918, Danir samþykkja íslenskt fullveldi, í skiptum fyrir danskar byggðir í Þýskalandi

1944, lýðveldi

1975, landhelgisstríðum lýkur með fullum sigri

2008, Guð-blessi-Ísland hrunið

2009 - 2013, misheppnaðasta stjórnmálatilraun Íslandssögunnar

2015, ESB-umsóknin afturkölluð

Gleðilega þjóðhátíð.


Bloggfærslur 17. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband