Ungt fólk flýr ESB-ríki

Ungir Írar sjá ekki framtíð fyrir sig í ESB-ríki sem býr við evru og er stjórnað frá Brussel. Jafnaldrar ungra Íra í löndum Suður-Evrópu eru iðulega útskrifaðir úr skóla og inn á atvinnuleysisbætur.

Evrópusambandið virkar einfaldlega ekki. Efnahagskerfi sem býður ekki upp á atvinnu heldur jafna og stöðuga kreppu er ekki á vetur setjandi. Illu heili fyrir íbúa ESB-ríkja er ekki svo auðveldlega undið ofan af samrunaþróun álfunnar.

Efnahagshörmungar Grikkja eiga rætur að rekja til evrunnar, gjaldmiðils sem hentar ekki Grikklandi. Engu að síður þora Grikkir ekki fyrir sitt litla líf úr myntsamstarfinu sem ætlar þá lifandi að drepa. Ástæðan er sú að auðsstéttin í Grikklandi heimtar evru-aðild til að eiga sem hægast að flytja fjármagnið úr landi.

Unga fólkið greiðir atkvæði með fótunum og flýr ESB-ríki, sé þess kostur.


mbl.is Unga fólkið flýr frá Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband