Reykjavíkurlýðveldi Samfylkingar

Breiðholtið yrði ekki með í Reykjavíkurlýðveldi Samfylkingar, landamærin væru Elliðaárnar. Úthverfin eiga lítið sameiginlegt með samfylkingarfólki í 101.

Reykjavíkurlýðveldið yrði algerlega ósjálfbært, þyrfti að flytja alla nauðsynjavöru frá Íslandi. Flugsamgöngur við útlönd færu í gegnum Keflavík, enda yrði Vatnsmýrin tekin undir byggingarland. Þá væri samfylkingarlýðveldið háð landsbyggðinni um raforku - gamla rafstöðin tilheyrir Breiðholti.

Þjóðardrykkur nýja lýðveldisins yrði café latté og þjóðsöngurinn Litlir kassar á lækjarbakka.

 


mbl.is Viltu að Reykjavík verði borgríki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helga: ESB-aðild gæfi okkur Vinstra-Ísland

Vinstriflokkarnir binda trúss sitt við ESB-umsóknina. Íslenskt samfélag yrði stokkað upp með aðild. Völd færu frá almenningi og kjörnum fulltrúum til skrifræðisins í Brussel. Íslenska embættismannakerfið myndi ekki vera ábyrgt gagnvart þjóðinni heldur framkvæmdastjórn ESB.

Egill Helgason orðar framtíðarsýnina um Vinstra-Ísland í ESB með þessum orðum

Ég er reyndar með þá kenningu að ef við færum í ESB yrði það game changer, eins og það kallast, það myndi breyta öllum forsendum og viðmiðum. Við myndum upplifa tækifæri og nýtt hugarfar. Það yrði óumræðanleg lyftistöng fyrir íslenskt þjóðlíf.

Vinstra-Ísland væri notalegur staður fyrir háskólafólkið og opinbera starfsmenn sem ættu reglulega erindi til höfuðborgarinnar í Belgíu. Auðlindunum væri stjórnað frá Brussel og þaðan kæmu reglugerðir og lög sem segðu okkur hvernig við ættum að búa Ísland. Samskipti Íslands við önnur lönd, líka nágrannaþjóðir okkar, færu í gegnum Brussel.

Vinstra-Ísland er 21. aldar útgáfan af Sovét-Íslandi sem vinstrimenn óskuðu sér einu sinni.

 


mbl.is Telur Ísland enn umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa, And-Evrópa og smáræði kallað lýðræði

Evrópusambandið er að klofna á milli ESB-sinna og And-Evrópusinna, segir Joschka Fischer, fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands og einn helsti talsmaður ESB-sinna. Yfirvofandi er að Grikkland hrökkvi úr ESB vegna evru-kreppunnar og Bretland segi sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja ára.

Fischer segir ESB standa frammi fyrir meiri tilvistarvanda en nokkru sinni á 60 ára ferli.

ESB-sinninn Fischer er ekkert að nefna þetta smáræði sem kallast lýðræði, þegar hann stillir upp valkostunum Evrópu (les: Evrópusambandið) og And-Evrópu (les: þjóðríkin).

Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, er aftur áhyggjufullur fyrir hönd lýðræðisins í Evrópusambandinu. Hann skrifar grein í Le Monde þar sem hann segir grísku þjóðina hafa í lýðræðisslegum kosningum ákveðið að setja stopp á aðhald í ríkisfjármálum, sem haldið hefur Grikklandi í sjö ára kreppu.

Gríski forsætisráðherrann talar skýrt þegar hann segir valið standa á milli lýðræðis þjóðríkja eða yfirþjóðlegt vald stofnana einsog framkvæmdastjórnar ESB, seðlabanka ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

In other words, this means the complete abolition of democracy in Europe, the end of every pretext of democracy, and the beginning of disintegration and of an unacceptable division of United Europe.

This means the beginning of the creation of a technocratic monstrosity that will lead to a Europe entirely alien to its founding principles.

Lýðræði kemur ekki við sögu í greiningu Fischer vegna þess að í samrunaferli Evrópu er ekkert pláss fyrir lýðræði.

Þeir Fischer og Tispras eru sammála um rökrétta niðurstöðu samrunaferlis ESB. Lýðræðið mun víkja fyrir stofnanavaldi sem hefur vit fyrir almenningi.


Bloggfærslur 1. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband