Magna Carta og Gamli sáttmáli

Skilmálaskrá Englandskonungs viđ ađalsmenn og Gamli sáttmáli Íslendinga og Hákonar gamla Noregskonung eru 13. aldar skjöl um konungsvald og ţegna. 

Magna Carta er einar 60 greinar og tvćr viđbćtur. England er á ţröskuldi hámiđalda, ţegar kalţólska kirkjan og lénsveldiđ voru meginstólpar samfélagsins. Fyrsta grein skilmálaskrárinnar tekur til sjálfstćđis kirkjunnar og önnur greinin um erfđarétt lénsmanna.

Gamli sáttmáli segir ekkert um stöđu kirkjunnar. Íslenska gođakirkjan var rómversk ađ nafni en tćplega í reynd. Viđ kristnitökuna skiptu gođarnir um trú og innlimuđu kristni í heiđiđ samfélag.

Skilmálar Gamla sáttmála miđast viđ veraldlegt samfélag ţar sem rómarkirkjan var veik. Íslendingar vildu sex hafskip til Íslands, traustan erfđarétt í Noregi og undaţágu frá komugjöldum. Ţá áskildu gođarnir sér konungsembćtti sýslumanna og lögmanna og frábáđu sér útlendinga.

Magna Carta sýnir England á 13. öld dćmigert evrópskt miđaldasamfélag ţar sem kirkja, ađall og konungsvald réđu ferđinni. Ísland var samkvćmt Gamla sáttmála of fátćkt til ađ standa undir skipaferđum til og frá landinu. Eftir ófriđ Sturlungaaldar voru Íslendingar ekki í stakk búnir ađ gera ađrar kröfur en fá friđ og brauđ.

Magna Carta var skrifuđ á latínu, máli kirkjunnar. Gamli sáttmáli er á norrćnu, sameiginlegri tungu okkar og Norđmanna.


mbl.is Sýna upprunaleg eintök Magna Carta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samtal um norrćna módeliđ milli ASÍ og BHM (og hinna líka)

Verkalýđshreyfingarnar í landinu skiptast í meginatriđum í tvo flokka. ASí-félög eru međ ţorra launţega á almenna vinnumarkađnum og síđan eru ţađ BHM-félögin međ opinbera starfsmenn.

Ekkert samtal er á milli ASí-félaga og opinberra starfsmanna. Síđustu kjarasamningar leiddu fram sjónarmiđ um ađ einkageirinn leggi línuna fyrir kauphćkkun opinberra starfsmanna. Ţetta sjónarmiđ er kennt viđ norrćna módeliđ sem veit á ţjóđfélagssátt og efnahagslegan stöđugleika.

ASí og BHM, auk annarra félaga opinberra starfsmanna, ćttu ađ hefja samtöl um norrćna módeliđ í kjarasamningum. Ef verkalýđshreyfingin í heild sinni nćr ekki ađ stilla saman strengina er viđbúiđ ađ kjaradeilur verđi reglulega leystar međ lögum. Og ţađ er ekki heppilegt.


mbl.is Engir fundir hafa veriđ bođađir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslenska leiđin er utan ESB

Grikkir fara ekki íslensku leiđina nema segja sig hvorttveggja frá evrunni og ESB-ađild. Grikkir átta sig óđum á ţeirri stađreynd ađ fullveldi og ESB-ađild fara ekki saman annars vegar og hins vegar ađ velmegun og ESB-ađild haldast ekki í hendur.

Innan ESB eru kosningaúrslit í Grikklandi ómarktćk - nema úrslitin skili niđurstöđu sem er ESB ţóknanleg. Grikkir kusu til valda Syriza, flokk sem átti ađ stöđva innri gengisfellinguna í Grikklandi sem lánadrottnar kröfđust. Evrópusambandiđ samţykkti ekki niđurstöđu ţingkosninganna og síđan er stál í stál.

Eina leiđin fyrir Grikki ađ ná fullveldi sínu á ný er ađ segja sig úr Evrópusambandinu og taka upp nýja mynt. Fullveldi er alltaf betri kostur en ađ vera ósjálfbjarga hreppsómagi höfuđbólsins í Brussel.


mbl.is Vilja fara „íslensku leiđina“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 15. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband