ESB milli Grexit og Brexit

Grikkland gæti verið þvingað úr Evrópusambandinu eftir gjaldþrot, það er kallað Grexit. Bretland gæti kosið að yfirgefa sambandið - Brexit.

Bretar vilja ekki taka þátt í samrunaferli ESB í átt að sambandsríki Evrópu. Bretar sjá fyrir sér viðskiptabandalag en ekki ríkjabandalag.

Til að ná tökum á aðildarríkum eins og Grikklandi, sem hlaða upp skuldum og krefjast þess að ríkir nágrannar borgi, verður ESB að fá auknar valdheimildir til að hlutast til um innanríkismál aðildarríkja.

ESB mun freista þess að auka miðstýringuna en ekki koma til móts við Breta. Aðstæður í kjölfar Grexit gætu þó knúið Brussel til að endurskoða samrunaþróun ESB.


mbl.is Miklar breytingar nauðsynlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun og krafa vinstrimanna um ójöfnuð

Nær alla síðustu öld var menntun baráttumál jafnréttissinna. Bæði sígild jafnaðarstefna og kynjajafnrétti báru fram þá kröfu að menntun ætti að standa öllum til boða, án tillits til efna eða kynferðis.

Krafan um menntun fyrir alla náði fram að ganga. Nú ber svo við að jafnaðarmenn, t.d. Samfylkingarfólk, krefst þess að menntun verði ,,metin til launa", eins og það heitir. Krafan felur í sér að starfsstéttir langskólafólks fái hærra kaup en þær stéttir sem mannaðar eru fólki með grunnskólapróf.

Krafan um ójöfnuð birtist í hiki forystu Samfylkingar að lýsa stuðningi við 300 þús. kr. lágmárkslaun. Sígildir jafnaðarmenn sneru sér við í gröfum sínum, heyrðu þeir þau ósköp að jafnaðarmannaflokkur íslands styðji ekki lengur launajafnrétti.

Háskólafólk er ráðandi í vinstriflokkunum. Af því leiðir fær ójafnaðarkrafan um hærri laun handa háskólafólki hljómgrunn í Samfylkingu og Vg.

 


mbl.is Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband