Blaðamenn sem gerendur - þöggun fjölmiðla

Fjölmiðlar, með RÚV í fararbroddi, reyndu að snúa fjárkúgunarmáli blaðasystranna upp í umræðu um Framsóknarflokkinn og meint ítök hans í fjölmiðlum. 

Skipulega er reynt að gera hlut systranna sem minnstan og nánast látið að því liggja að fjárkúgunin sé einhvers konar sjálfsbjargarviðleitni, sem ekki eigi að gera of mikið úr.

Fjölmiðlar og blaðamenn sem misnota upplýsingar til fjárkúgunar eru í sömu stöðu gagnvart fagi sínu og læknar sem nota fagkunnáttu sína til að pynta fólk.

Það segir heldur dapra sögu um blaðamennsku á Íslandi að ekki skuli farin í gang allsherjarumræða um meðferð upplýsinga, notkun nafnlausra heimilda, fjárkúgun og blaðamennsku. 

Eða er íslensk blaðamennska siðlaus?


mbl.is Lögreglan rannsakar aðra fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkja án ógnar trekkir ekki

Kirkja mótmælenda í vestrænum heimi er umburðarlynd, býður öllum faðminn og refsar hvorki né vandar um. Kirkjan er í margra augum eins og gömul meinlaus frænka sem vill öllum vel en er utan gátta í þjóðfélaginu.

Samanburðurinn við múslímatrú er nærtækur. Múslímatrú, a.m.k. sú útgáfa sem er mest áberandi, er herská, ágeng, krefst hlýðni og gerir kröfu um pólitískar aðgerðir hér á jörðu í nafni spámannsins.

Múslímatrú trekkir; mótmælendakirkjan ekki.


mbl.is Kirkjan á barmi útrýmingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband