Smábæjarlöggan og uppgjörið við bankaglæpi

Bankamenn settu Ísland því sem næst á hausinn. Fjármálagjörningar íslensku bankamannanna voru margir ekki réttu megin við mörk siðferðis og laga.

Smábæjarlöggan sem er í framlínunni í uppgjörinu við bankaglæpi útrásarinnar nær þessum árangri vegna þess að almenningur styður uppgjörið.

Við sem samfélag getum verið stolt af.


mbl.is Sjö Kaupþingsmenn sakfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkir Grikkir vilja evru - vinstristjórnin líka

Forstjórar mótmæltu á aðaltorgi Aþenu að Grikkir hyrfu úr evru-samstarfinu. Ríkir Grikkir eru hlynntir evru þótt hagkerfi þjóðarinnar líði fyrir. Breska vinstriútgáfan Guardian segir að efnaðir Grikkir óttist eignarýrnun upp á 50% verði evrunni fórnað fyrir drökmu.

Tæplega fjórðungur Grikkja er fátækur eða við fátæktarmörk. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu er efnahagslegur ójöfnuður meiri í Grikklandi en nokkru öðru Evrópulandi, að Spáni undanskildu. (Ísland er með næsta minnsta ójöfnuðinn, á eftir Noregi).

Til að Grikkland komist úr viðvarandi kreppu þarf þjóðin að losna við evruna. Ríkir Grikkir beita sér af afi gegn því. Vinstristjórn Syriza hallast að sjónarmiðum efnafólksins í afstöðunni til evru.


mbl.is Þurfa að semja á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband