Reykjavíkurflugvöllur er á réttum stað - í höfuðborginni

Hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar út í Hvassahraun eru óraunhæfar. Þeir 50 til 90 milljarðar sem fyrirtækið myndi kosta eru líklegir vaðlaheiðarpeningar og það eru takmörk fyrir hve ríkissjóður þolir af slíkum tilfæringum.

Ef Reykjavíkurflugvelli verður lokað tæki Keflavíkurflugvöllur við innanlandsflugi. Það er svo einfalt.

Reykjavíkurflugvöllur á vitanlega heima í Vatnsmýrinni um ókomna framtíð.


mbl.is „Verið að vekja upp gamlan draug“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð leiðindanna og heimur Pírata

Björt framtíð var flokkurinn sem boðaði öðruvísi stjórnmál. Eins og nafn flokksins gefur til kynna átti að höfða til kósí fólksins sem nennti engum leiðindum. Björt framtíð stundaði ekki það sem hún predikaði heldur voru þingmenn flokksins með málþófi stjórnarandstöðunnar á alþingi.

Afleiðingin er fylgishrun Bjartar framtíðar. Þingmaður flokksins segist umboðslaus á alþingi enda stefnir hann á biðlaun atvinnulausra þingmanna eftir næstu kosningar.

Píratar boða einnig öðruvísi stjórnmál. Þingstörf Pírata ganga út á að taka ekki afstöðu til þingmála og mæta helst ekki á þingfundi. Þingmenn Pírata stæra sig af þekkingu á tölvuleikjum og finnst kjötheimar fremur leiðinlegir.

Píratar eru dálítið annars heims og munu ekki falla í sömu gryfju og Björt framtíð. Hrekklausa nördayfirbragð Pírata gerir þá hugþekka kjósendum. En það er langt til kosninga.


mbl.is Píratar enn stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarnorkurafmagn til sölu á Íslandi, segir Brussel

Allir vita að hér eru engin kjarnorkuver, en samt er kjarnorka orðinn óumbeðinn hluti af orkukaupum íslenskra heimila. Ef menn vilja ekki raforku sem skilgreind er með uppruna í kjarnorku þá verða menn eins og fyrr segir að kaupa sig frá því með sérstöku gjaldi. Þannig eru orkufyrirtækin búin að koma hér upp sjálfvirkri peningavél sem byggir á að gjaldfella sannleikann um orkuframleiðslu og um leið að gjaldfella hreinleikaímynd Íslands.

Tilvitnunin hér að ofan er úr umfjöllun Bændablaðsins um svikamyllu orkufyrirtækja í skjóli tilskipunar frá EES.

Orkufyrirtækin bjóða garðyrkjubændum að kaupa sig frá þeirri áþján að framleiða grænmeti með kjarnorkurafmagni.

Embættismenn í Brussel eru duglegir að búa til martröð handa almenningi.


Bloggfærslur 25. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband