Þingmenn til liðs við fjárkúgara

Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir ganga til liðs við fjárkúgara þegar þau taka undir með blaðamannasystrunum sem reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu forsætisráherra.

Systurnar hótuðu ,,vægðarlausri umfjöllun" ef þeim yrði ekki greiddar milljónir króna.

Þingmenn, sem stuðla að því að hótun systranna nái fram að ganga, réttlæta fjárkúgun sem meðal í pólitískri umræðu.

Og það er sorglegt að Píratar og Björt framtíð eru komin á þetta plan.


mbl.is Pólitísk bellibrögð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goðsögnin um ónýtu krónuna og pólitísk hamskipti

Umræðan um íslensku krónuna er gjörbreytt. Nú er óttast að hún styrkist of mikið við losun hafta en áður var hræðslan við gengisfellingu. Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson slær út af borðinu í snjallri grein þau rök að krónan sé ónýt og því þurfi hún verðtryggingu.

Gjörbreytt krónuumræða kemur af þunga inn í pólitísku umræðuna þar sem vinstriflokkarnir, Samfylking sérstaklega, klifa á stefinu um ónýtu krónuna í hvert sinn sem efnahagsmál ber á góma. Trúverðuleiki vinstrimanna mun hverfa með höftunum.

Með haustinu verða hamskipti pólitískrar umræðu. Stjórnarflokkarnir ná frumkvæðinu og leggja traustan grunn að kosningavorinu 2017.


mbl.is Losun hafta að bresta á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband