Evran eða Tsipras, ESB eða Grikkland

Grikkir standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir haldi áfram að vera hornkerling ESB, hrakin og smáð sem þiggur bitlinga eða kjósa tilbaka tapað fullveldi og verða herrar í eign húsi.

Innan evru-samstarfsins og í ESB eru Grikklandi allar bjargir bannaðar. Eftir sjö ára kreppu er Grikkland ofurskuldugt, án hagvaxtar og með almennt atvinnuleysi upp á 25% - um 50% atvinnuleysi ungmenna.

Grikkir munu kjósa á milli fullveldis og ESB-aðildar.


mbl.is Spurningin er: evra eða drakma?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn vilja mjólka sjúklinga ( og okkur)

Almenn samstaða er um það á Íslandi að heilbrigðiskerfið skuli rekið á opinberum forsendum. Það felur í sér að almenningur greiðir heilbrigðisþjónustuna með sköttum og allir fá sambærilega þjónustu.

Auðmenn klæjar í fingurna að komast inn í heilbrigðiskerfið til fá því sem næst áskrift af tekjum frá ríkissjóði.

Það er hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að vel sé farið með almannafé. Þess vegna ætti ekki að ljá máls á auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Dæmin sýna að einkarekin þjónusta er lélegri og kostar meira.


mbl.is Vilja hluta sjúkrahótels á leigumarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krugman: Ísland er fullvalda, Grikkland ekki

Ísland er fullvalda ríki með eigin mynt og gat spyrnt sig úr kreppunni eftir bankahrunið. Grikkland býr ekki við eigin gjaldmiðill og er varla fullvalda enda undir járnhæl útlendra embættismanna.

Á þessa leið er greining nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Paul Krugman, á stöðu Grikkja. Upphafssetningin í grein hans í New York Times tekur af allan vafa:

It has been obvious for some time that the creation of the euro was a terrible mistake. (Í nokkurn tíma hefur það verið augljóst að hræðileg mistök voru gerð þegar evran var búin til).

ESB-sinnar á Íslandi, með Samfylkinguna í farabroddi, vildu sturta fullveldinu ofan í göturæsin í Brussel til að við myndum fá evru í stað krónu.

Grikkland hrynur i beinni útsendingu vegna evrunnar og íslenskir ESB-sinnar hlaupa í felur.

 

 


mbl.is Grískir bankar lokaðir alla vikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband