Tsipras: ESB hafnar vinstripólitík

Forsætisráðherra Grikklands segir Evrópusambandið ætla að velta ríkisstjórn landsins úr sessi enda þoli ESB ekki vinstristefnu ríkisstjórnarflokksins, Syriza. Spiegel birtir þessi ummæli í frásögn af sífellt erfiðari stöðu stjórnarinnar í Aþenu.

Tsipras forsætisráðherra og vinstrabandalagið Syriza fengu í janúar umboð grísku þjóðarinnar til að binda endi á aðhaldsaðgerðir í efnhagsmálum, sem lánveitendur krefjast.

Lýðræði og afborganir af lánum eru ólíkir hlutir, þótt það kunni að þjóna pólitískum hagsmunum heima fyrir að blanda þessu tvennu.

Líklega veit Tsipras að dagar ríkisstjórnar Syriza eru taldir ef hann fellst á skilyrði erlendu lánadrottnanna. Og þá er þénugt að kenna öðrum um en sjálfum sér.


mbl.is Tími Grikklands á þrotum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli, reiða fólkið og 17. júní

Enginn kostnaður fylgir boðun mótmæla. Samfélagsmiðlar eru ókeypis auglýsingamiðlar og á allra færi að boða mótmæli.

Síðustu misseri dúkka reglulega upp svokallaðir aðgerðasinnar, boða mótmæli og halda tölu um ömurlega tilveru Íslendingsins, sem öll skrifast vitanlega á ríkisstjórnina.

Mótmælin lifa í fjölmiðlum í tvo til þrjá daga með fréttum af hve margir haka við ,,ég mæti" á fésbókarsíðu mótmælenda. Mótmæladaginn sjálfan er rifist um hve margir mættu.

Aðgerðasinnarnir standa ekki fyrir pólitísk stefnumál heldur aðgerðum, sem felast í því að mæta á Austurvöll, sýna sig þar og sjá aðra. Tillögur um annað og betra Ísland er hverig að finna; aðeins útlistun á meintri eymd okkar. 

Sýndarstjórnmál af þessu tagi veita fólki útrás fyrir persónulega reiði. Mótmælin eru meðferðarúrræði reiða fólksins.

Það fer vel á því að 17. júní verði miðborgin vettvangur úrræða þeirra vanstilltu. Börn að skemmta sér með fjölskyldunni minnir reiða fólkið á að Íslendingar eru flestir hverjir hamingjuhrólfar. Kannski sjatnar einhverjum reiðin.

 


mbl.is Fyrstu mótmælin á 17. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögregluvernd á þvingað hjónaband

Samkvæmt Guardian voru tvær af horfnu systrunum þrem í þvinguðu hjónabandi. Önnur af þeim er fráskílin en hin aðskilin frá eiginmanninum.

Þvinguð hjónabönd tíðkast meðal múslíma. Þvingunin felst í því að fjölskylda, oftast fjölskyldufaðirinn, ákveður fyrir hönd dóttur sinnar hver maki hennar skuli vera.

Samfélag múslíma í Bradford, þaðan sem konurnar eru, gerir kröfu að breska lögreglan hindri för kvennanna til Sýrlands enda leikur grunur á um að þær ætli að ganga Ríki íslams á hönd.

Það er ekki hlutverk lögreglu í lýðræðisríki að hindra frjálsa för einstaklinga. Burtséð frá því er krafa múslíma um lögregluafskipti af systrunum framlenging af feðraveldinu sem þær undu illa.

Vestræn gildi og múslímamenning samræmast illa.

 

 


mbl.is Feðurnir vissu ekki af ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband