Hvort er Jakob raðfantur eða raðauglýsingin mín?

Ef bloggið hér vekur deilur, sem það gerir sjaldnast, má treysta því að blaðamaðurinn Jakob Bjarnar gerir deilunum skil og þó heldur þannig að bloggið líði fyrir.

Máni Pétursson útvarpsmaður er óhress með blogg á þessum vettvangi og skrifar fb-færslu. Jakob Bjarnar rennur á slóðina og bregst ekki frekar en fyrri daginn:

Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ

Máni kann að vera magnaður samstarfsmaður Jakobs Bjarnar en hann er ekki ,,megn".

En Jakobi tekst að búa til raðóánægju úr Mána. Snyrtilega gert.


mbl.is Hvernig þekkir þú raðfanta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BHM málar sig út í horn

Opinberir starfsmenn geta ekki lagt línuna um kaup og kjör i landinu. Það er ávísun á efnahagslegt stórslys. Raunhagkerfið sker úr um hvað er til skiptanna.

Ef atvinnurekendur semja um hærri laun en reksturinn leyfir fara þeir á hausinn. Ríkið býr ekki við slíkt aðhald og getur ekki leyft sér að fara fram úr raunhagkerfinu.

Nýlegar launahækkanir í raunhagkerfinu eru brattar og BHM býðst að skrifa undir sambærilega samninga.

Kröfur BHM um að fá umframhækkanir standast engin rök. Ef forysta BHM er svo skyni skroppin að hún skilur ekki stöðuna þá verður að setja lög á verkfallið.

 


mbl.is „Lög eru versta niðurstaðan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband