Evran er pólitík, ekki hagfræði

Evran er pólitískt verkefni en ekki hagfræðilegt. Og þegar pólitík og hagfræði rekast á hlýtur pólitíkin að víkja.

Evran er svo stór mistök að það mun taka áratugi fyrir ábekinga hennar að viðurkenna þau.

Á meðan skilur evran eftir sig sviðið land í efnahagskerfum þeirra þjóða sem eru svo ólánsamar að búa við þennan lögeyri.


mbl.is „Evran var dauðadæmd frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er kraftaverkið á Íslandi

Krónan er ástæðan fyrir því að Ísland komst hratt og vel frá hruninu, segir grein í Washington Post eftir Matt O´Brien. Hann gerir samaburð á Íslandi með krónu og Írlandi með evru og niðurstaðan er ótvíræð: sjálfstæður gjaldmiðill gerir kraftaverk.

O'Brien lýkur greininni með því að spyrja hvort Grikkir hafi lært lexíu Íslands.

Á mmánudaginn fáum við svar við því. Kannski að bankar í Grikklandi opni með drökmur sem lögeyri í landi Sókratesar?


mbl.is Grikkir fá gálgafrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband