Dómur um ónauðsynlega opinbera starfsmenn

Þegar líf og heilsa er í veði annars vegar og hins vegar meiriháttar efnahagslegir hagsmunir er ríkisvaldinu heimilt að grípa til lagsetningar vegna verkfalla. Um þessa meginreglu þarf ekki að deila.

Þeir eru fjölmargir opinberir starfsmenn sem hvorki sinna lífi og heilsu fólks né störfum sem varða meiriháttar efnahagslega hagsmuni. Í þessum hópi eru opinberir starfsmenn ekki sérstaklega duglegir að mæta í vinnuna.

Lögfræðingar opinberra starfsmanna telja þessi hópur ætti ekki að fá á sig lög um stöðvun verkfalla.

En er sniðugt að fá dóm sem staðfestir að hluti opinberra starfsmanna sinnir ónauðsynlegum störfum og megi þess vegna vera í verkfalli til eilífðarnóns án þess að nokkur verði þess var?

Maður spyr sig.


mbl.is Ástæða til að láta reyna á málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Króna, fullveldi og heimilisvandinn á Íslandi

Verkföll opinberra starfsmanna, sem alþingi bannaði með lögum, er heimilisvandi Íslendinga. Ríkisstjórn okkar átti um tvo vonda kosti að velja. Í fyrsta lagi að fallast á kröfur opinberra starfsmanna og setja þar með nýgerða kjarasamninga ASÍ-félaga í uppnám. Í öðru lagi að taka tímabundið verkfallsréttinn af opinberum starfsmönnum.

Ríkisstjórnin tók skárri kostinn af tveim vondum. Fullvalda þjóð með sjálfstæðan gjaldmiðil virkar þannig að málamiðlunin er innlend. Það er þjóðin sjálf sem tekur ákvörðun, í gegnum þjóðþing og ríkisstjórn, og situr uppi með afleiðingarnar.

Vandamálin á Íslandi eru lúxusvandin í samanburði við þjóðir sem búa við skert fullveldi og framandi gjaldmiðil: Írland, Portúgal, Grikkland, Spánn, Finnland eru meðal þeirra.

Evrópusambandið hvorki skýlir þjóðum fyrir efnahagslegum mistökum né kemur í veg fyrir ytri áföll. En eitraða blandan, ESB-aðild og evra, sýnir sannanlega að leiðin úr efnahagsvanda er erfiðari en fyrir fullvalda þjóðir með eigin mynt.

Heimilisvandi Grikkja er evrópskt vandamál. Grikkir fá ekki tækifæri til að finna innlenda málamiðlum á sínum vanda. Grikkir eru ósjálfbjarga með ESB-aðild og evru sem lögeyri.

Óskiljanlegt er að á Íslandi skuli stjórnmálaafl, Samfylkingin, berjast fyrir því að við framseljum fullveldið til Brussel.


mbl.is Vill breyta alþjóðlega fjármálakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran býr til ruslríki úr Grikklandi

Grikkir þora ekki úr evru-samstarfinu en þeir geta ekki heldur starfað innan myntsamstarfsins. Grískir kjósendur kusu sér ríkisstjórn róttæklinga sem hóta að sprengja upp evru-samstarfið ef ekki verður gengið að kröfum Grikkja um að fá niðurgreidd lífskjör.

Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hótar berum orðum að Grikklandi verði vikið úr evru-samstarfinu ef stjórnin í Aþenu fellst ekki á víðtæk inngrip í grísk innanríkismál, s.s. hvernig lífeyrismálum skuli háttað og hve margir opinberir starfsmenn haldi vinnu sinni.

Grikkland er lítilsvirt og smánað og verður það um fyrirsjáanlega framtíð - þökk sé evrunni og ESB-aðild.


mbl.is Fjármagnshöft líkleg í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband