Össur og Þorbjörn hanna nýja atlögu að Sigmundi Davíð

Þegar Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra var ötull talsmaður hans, í ESB-málum sérstaklega, fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson á Stöð 2/365miðlum sem m.a. þáði boðsferðir til Brussel í því skyni að ,,dýpka" skilning sinn á Evrópusambandinu. Þeir félagar settu saman í dag fréttaatlögu að Sigmundi Davíð forsætisráðherra.

Þorbjörn undirbjó jarðveginn fyrir Össur með því að birta fréttaskýringu í viðskiptablaði Fréttablaðsins um meinta gleði kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna. Fréttaskýringin byggir ekki á neinum nafngreindum heimildum og er þar af leiðandi slúður í fréttabúningi.

Össur kemur í kjölfarið með Feisbúkk færslu þar sem hann mærir félaga sinn Þorbjörn fyrir að vera afburðablaðamaður og dregur síðan víðtækar afleiðingar af slúðurfréttaskýringunni og þær helstar að forsætisráðherra sé ömögulegur samningamaður. Eyjan endurbirtir með fyrirsögninni: Samdi Sigmundur Davíð af sér?

Össur og Þorbjörn endurtaka í þessari fréttahönnun gegn Framsóknarflokknum leikinn frá í fyrrasumar þegar þeir bjuggu til frétt um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að segja upp ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn vegna moskumálsins.

Blaðamenn sem stunda vinnubrögð þessu tagi hljóta að fá verðlaun - t.d. frá samtökum almannatengla.


Alþingi er aukaatriði - umræðan er á netinu, verkin í stjórnarráðinu

Algjört aukaatriði er hvort alþingi starfar eða ekki. Og enn minna atriði er hvort svokölluð starfsáætlun þingsins sé fyrir hendi eða ekki. Einu sinni var alþingi uppspretta stjórnmálumræðu. Þar voru lagðar fram upplýsingar og fitjað upp á nýmælum.

Á seinni árum er alþingi ekki vettvangur frumkvæðis og nýmæla. Yfirbragð þingstarfa er nöldursleg vanmetakennd. Þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja aldrei fram nýjar upplýsingar eða reifa fersk sjónarhorn eldri álitamála.

Pólitísk umræða fer fram í netútgáfum, fjölmiðlum og bloggi. Enginn þingmaður stendur reglulega fyrir umræðum á netinu. Fyrrverandi þingmenn, t.d. Björn Bjarnason og Björn Valur Gíslason, eru reglulegir þátttakendur auk nokkurra tuga áhugamanna um stjórnmál.

Þegar umræðunni sleppir og verkin tala verður hlutur alþingis enn minni. Framkvæmdavaldið er í höndum stjórnarráðsins. Samkvæmt stjórnskipuninni á alþingi að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. En það eftirlit kemur fyrir lítið þegar þingmenn gaspra dagana langa um fundarstjórn forseta.

Ríkisstjórnarmeirihlutinn ætti að leyfa stjórnarandstöðunni að grafa sína gröf fram eftir sumri. Það verða engin mótmæli á Austurvelli þótt alþingi sitji fram yfir verslunarmannahelgi.


mbl.is Samkomulag um þinglok ólíklegt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband