Ísland blómgast, ESB visnar

Efnahagskennitölur Íslands eru öfundsverđar; lág verđbólga, hagvöxtur og ríkisfjármál í góđu lagi.

Á evru-svćđinu er verđhjöđnun, lítill sem enginn hagvöxtur og ríkisfjármál í uppnámi hjá ţorra ţeirra 18 ţjóđa sem mynda ţetta efnahagssvćđi.

Ţađ sem verra er fyrir Evrópusambandiđ er útlitiđ er býsna dökkt, samanber ţessa samantekt Die Welt. 

ESB-sinnar á Íslandi vilja leiđa ţjóđina inn í bandalag sem skapar atvinnuleysi, kreppu og setur ríkisfjármál í uppnám.  


mbl.is Vatnaskil í ríkisfjármálum framundan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vinstripólitík í tilvistarklemmu

Samfylking međ 20%, Björt framtíđ međ 14% og Vg međ 12% eru ţeir ţrír flokkar sem mynda vinstri vćng stjórnmálanna. Engar líkur eru á ţví ađ ţessir flokkar nái meirihluta í fyrirsjáanlegri framtíđ.

Kannanir á kjörtímabilinu sýna ađ fylgisflćđi er á milli Samfylkingar og Bjartar framtíđar en Vg er pikkfastur međ stöđugt 12 prósent fylgi. Í kosningabaráttu eru áhrif formanna meiri en annars og ţar flaggar Vg sterkum leiđtoga en hvorki formađur Bf né Samfylkingar halda máli.

Ţegar dregur nćr kosningum munu vinstriflokkarnir, einkum Samfylking og Björt framtíđ, gera hosur sínar grćnar fyrir Sjálfstćđisflokknum, sem er eini turn íslenskra stjórnmála. Eftir bćjarstjórnarkosningarnar í vor stungu fulltrúar Bf undan félögum sínum í Samfylkingu og hoppuđu upp í međ Sjálfstćđisflokknum á lykilstöđum, s.s. Hafnarfirđi og Kópavogi.

,,Kósí-pólitík" Bf leitar sjálfkrafa í hlýju valdsins en er algerlega ófćr um ađ móta stefnu upp á eigin spýtur. Vinstripólitík mun ekki endurnýjast innan rađa Bjartrar framtíđar.

Samfylkingin mun leggja sig í líma fyrir nćstu ţingkosningar ađ verđa valkostur fyrir Sjálfstćđisflokkinn, m.a. fórna Evrópustefnu sinni og taka upp hćgripólitík í efnahagsmálum. Viđ ţađ opnast sóknarfćri frá vinstri fyrir Vg sem skartar formanni sem (oft) er tekiđ mark á. Vg er á hinn bóginn niđurnegldur minnihlutaflokkur sem ekki er í fćrum ađ komast yfir 15% - nema hrun komi til.

Viđ ţessar kringumstćđur verđur ekki til vinstripólitískur valkostur í landsstjórninni. Spurningin er ađeins hvort Sjálfstćđisflokkurinn muni starfa međ Framsóknarflokknum eđa hćgrivćddri Samfylkingu.

 


Hanna Birna styrkir Sjálfstćđisflokkinn

Snörp vörn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráherra, ţegar ómaklega var ađ henni sótt í lekamálinu, skilar sér í auknu fylgi Sjálfstćđisflokksins.

Hanna Birna var sá stjórnmálamađur sem mest var í fréttum síđustu vikur og landsmenn kunnu vel ađ meta frammistöđu hennar og sjá í henni stjórnmálamann sem lćtur ekki bilbug á sér finna í orrahríđinni.

Ţá skilar ţađ án efa Sjálfstćđisflokknum auknu fylgi ađ ţingflokkur og flokksforysta stóđ saman sem einn mađur ţegar lekahávađinn var hvađ mestur. Ţjóđin umbunar stađfestu en refsar hviklyndi. Spyrjiđ bara vinstrimenn.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstćđisflokksins 28%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pútín er ekki Hitler

Af ţýskum fjölmiđlum ađ dćma er Pútin í Rússlandi endurfćddur Hitler. Bćđi Welt og Spiegel keyra uppslátt byggđan á ţeim orđum Pútín ađ Rússar gćtu lagt undir sig höfuđborg Úkraínu á tveim vikum.

Stríđsćsingamenn austan hafs og vestan eru tilbúnir ađ mála Pútín sem einrćđissegg sem lćtur einskins ófreistađ ađ leggja undir sig lönd hér og lönd ţar. Yfirvegađir greinendur benda á hinn bóginn á ţá stađreynd ađ viđbrögđ Pútín eru varnarviđbrögđ viđ ásćlni ESB og Nató inn í Austur-Evrópu.

Rússland rekur ekki útţenslustefnu í ćtt viđ Hitlers-Ţýskaland. Engin yfirţjóđleg hugmyndafrćđi, í ćtt viđ nasisma eđa kommúnisma, er ráđandi í rússneskri orđrćđu. Rússland stendur frammi fyrir fólksfćkkun og ekki burđugt ađ leggja undir sig önnur ríki.

Á hinn bóginn eru tvö bandalög í vestri í örvćntingarfullri leit ađ tilgangi. Pútín sem Hitler er skálkur sem hressir upp á Evrópusambandiđ og Nató. Ef fólk kaupir áróđurinn.

 


mbl.is Vilja senda vopn til Úkraínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ensk fyrirmynd sjálfshaturs íslenskra vinstrimanna

Íslenskir vinstrimenn hatast viđ allt sem íslenskt er; ţeir vilja fullveldiđ feigt, annađ tveggja flytja ţađ til Osló eđa Brussel og tala sí og ć um ,,ónýta Ísland". Sjálfshatur vinstrimanna er einnig ţekkt á eyju suđaustur af landinu.

Breskir vinstrimenn eru ţjakađir af hatri á öllu bresku og sérdeilis er hatriđ magnađ á ţví sem telst enskt. Svo segir rithöfundurinn Sean Thomas og nefnir George Orwell sér til vitnis.

Sjálfshatur breskra vinstrimanna birtist m.a. í afstöđunni til Skotlands, ţeir vilja ađ Skotar brjóti upp Bretland, og til umburđarlyndis gagnvart ţví ađ múslímskir karlmenn nauđgi hvítum stúlkum, samanber fjöldanauđganir múslíma á hvítum stelpum í Rotherham.

Sjálfshatur íslenskra vinstrimanna mátti sjá í moskuumrćđunni ţar sem trítilóđir vinstrimenn líktu saklausum framsóknarmönnum viđ fasista sökum ţess ađ vildu ekki ađ múslímar byggi mosku í ţjóđbraut. 


Átökin í Úkraínu á ábyrgđ ESB og Nató

Evrópusambandiđ ćtlađi međ stuđningi Bandaríkjanna ađ gera Úkraínu ađ áhrifasvćđi sínu. Samkvćmt áćtluninni átti Úkraína ađ verđa ESB-ríki og ganga í Nató.

Áćtlunin tók ekki miđ af hagsmunum Rússa, sem telja sér, réttilega, ógnađ af hernađarbandalaginu Nató. Rússar eru í fullum rétti ađ verja ţjóđarhagsmuni sína međ ţví ađ reisa skorđur viđ útţenslu ESB/Nató í austurátt.

Á ţessa leiđ er greining John J. Mearsheimer í Foreign affairs, sem er tímarit bandarísku stjórnmálaelítunnar, á átökunum í Úkraínu. Mearsheimer er páfi raunsćismanna í pólitík, sem taka harđar pólitískar stađreyndir fram yfir óraunhćfar hugsjónir.

En ţađ eru einmitt holar hugsjónir ESB- og Nató-sinna sem komu Úkraínu í ţá stöđu sem landiđ er núna; rifiđ í sundur á milli austurs og vesturs.


mbl.is Pútin vill skipta Úkraínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svona skrifađi DV um Guđmund í Brimi

Baráttujaxlinn og útgerđarmađurinn Guđmundur Kristjánsson, sem kenndur er viđ Brim, hefur smám saman veriđ ađ fóta sig sem helsti og magnađasti talsmađur útgerđarmanna. Guđmundur hefur yfir sér blć kímni og visku sem ţykir tilbreyting frá hörkunni og áróđrinum sem ţykir einkenna LÍÚ.

 Ţetta er úr DV.

En auđvitađ er aukaatriđi ađ Guđmundur reddađi Reyni ritstjóra frá frá persónulegu gjaldţroti međ 15 milljón kr. láni. Ţessi lofgjörđ um Guđmund getur ekki veriđ keypt. Bara alls ekki. Og jólasveinar koma til byggđa á miđju sumri.


Reynir og DV í vasa Guđmundar í Brimi

Reynir Traustason ritstjóri og ađaleigandi DV átti allt sitt undir Guđmundi Kristjánssyni útgerđamanni í Brimi samtímis sem Reynir stýrđi fréttaflutningi af deilum Guđmundar um yfirráđin yfir Vinnslustöđinni.

Reynir viđurkennir ađ hafa ţegiđ margar milljónir króna frá Guđmundi til ađ forđa sér frá persónulegu gjaldţroti. Samtímis segir Reynir ađ sú stađreynd hafi ekki haft nein áhrif á fréttaskrif DV um Guđmund og deilurnar um Vinnslustöđina.

Engu ađ síđur faldi Reynir ţá stađreynd fyrir blađamönnum sínum og lesendum ađ Guđmundur í Brimi héldi útgáfunni á floti og Reyni frá gjaldţroti. Međ ţví ađ fela ţessar upplýsingar viđurkennir Reynir ađ ţćr skipta máli.

Allar fréttir í DV um Guđmund í Brimi eru litađar af ţví ađ hann er velgjörđarmađur blađsins og Reynis ritstjóra sérstaklega.

Hverjir ađrir hafa borgađi Reyni fyrir ađ taka upp einhver mál og ţegja um einhver önnur mál?

DV og Reynir ritstjóri eru eftir ţessa afhjúpun algerlega ómarktćkir ađilar í umrćđunni.


mbl.is Átökin um DV harđna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ofbeldisţreyta Palestínumanna

Hamas eru trúarvćdd ofbeldissamtök sem drepa mann og annan í ţágu Allah. Rökrétt niđurstađa af trúarvćddu ofbeldi Hamas sést í Sýrlandi ţar sem súnní-múslímar drepa sjíta-múslíma af ákefđ, um 200 ţúsund dauđir, og helmingur sýrlensku ţjóđarinnar á flótta.

Palestínumenn eiga um tvo kosti ađ velja. Ađ feta braut samninga, líkt og Abbas forseti Palestínu bođar, annars vegar og hins vegar ofbeldisvegferđ Hamas.

Tilgangslaust stríđ Hamas skilađi málstađ Palestínumanna engu. Tvö ţúsund lík, tíu ţúsund sćrđir og eyđilegging 50 ţúsund húsa er eftirtekjan.

Međ ţví ađ Abbas leggur ábyrgđ stríđsins á herđar Hamas hafnar forseti Palestínu ofbeldispólitík hryđjuverkasamtakanna. En á međan Hamas-samtökin stjórna Gasa-svćđinu er alltaf hćtta á ađ átök hefjist á ný.

 


mbl.is Vísađi ábyrgđinni á Hamas
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ er til sölu hjá Reyni og DV?

Sigurđur G. Guđjónsson lögfrćđingur segir ţá sögu ađ Reynir Traustason ritstjóri og ađaleigandi DV selji málafylgju blađsins. Af frásögn Sigurđar má ráđa ađ Reynir hafi selt Guđmundi útgerđarmanni í Brimi stuđning DV í baráttunni um yfirráđin í Vinnslustöđinni í Vestmannaeyjum.

Elliđi Vignisson bćjarstjóri í Eyjum er áhugamađur fyrirtćki í bćnum. Hann tekur upplýsingar Sigurđar og bćtir viđ hlekkjum á DV-fréttir sem renna stođum undir ţann grun ađ DV stundi útselda málafylgju einmitt í deilum Brims um yfirráđin yfir Vinnslustöđinni.

Reynir talar um ,,pönk" og ađ ,,taka fólk niđur" ţegar hann rćđir blađamennsku DV.

DV-pönk virđist vera til sölu.


mbl.is Ađalfundi DV frestađ um viku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband