Tyrkjarániđ, hvítur ţrćldómur og rétt sagnfrćđi

Ţann 16. júlí 1627 gerđu múslímskir sjórćningjar frá Alsír strandhögg í Vestmannaeyjum til ađ sćkja ţrćla og lausafé. Atburđurinn fékk nafniđ Tyrkjarániđ enda framinn af ţegnum soldánsins í Tyrklandi.

Alls voru 242 Eyjamenn hnepptir í ţrćldóm. Evrópa var á ţessum tíma í miđju 30 ára stríđi ţar sem mótmćlendur og kaţólikkar murkuđu líftóruna hvor úr hinum. Í sundurţykkri Evrópu áttu múslímar sóknarfćri.

Í bók um herleiđangra múslíma, Christian Slaves, Muslim Masters: White Slavery in the Mediterranean, the Barbary Coast, and Italy, 1500-1800, er leitt ađ ţví líkum ađ um ein milljón Evrópubúa hafi hlotiđ sambćrileg örlög og Eyjamennirnir fyrir tćpum 400 árum. Ţetta er all nokkur tala, t.d. í samanburđi viđ ađ 12 milljónir Afríkubúa voru fluttir sem ţrćlar vestur um haf.

Í ritdómi um bókina segir ađ ein ástćđa fyrir ţví ađ ekki sé talađ hátt um ţrćlahald múslíma á hvítum sé sú hún gangi í berhögg viđ ráđandi sagnfrćđi. Evrópumenn eru skrifađir í söguna sem nýlenduherrar en Afríkumenn ţrćlar. Frásagnir af hvítum ţrćlum undir oki afrískra múslíma rímar ekki viđ ,,rétta sagnfrćđi."

Kynţáttafordómar eru í ýmsum útgáfum.


Ţrír fangar viđ Gettysburg

Í ţessum mánuđi fyrir hálfri annarri öld og árinu betur var háđ orusta viđ Gettysburg í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Orustan var liđur í uppgjöri landshlutanna, norđur og suđur, um ţađ hvort Bandaríkin skyldu ein og óskipt eđa ađ einstök ríki mćttu segja sig úr sambandinu.

Um fimmtíu ţúsund ungir menn dóu, sćrđust, týndust eđa voru teknir til fanga í ţriggja daga vopnaskaki. Hálfu ári síđar flutti forseti Bandaríkjanna, Lincoln,  272-orđa ávarp á vígvellinum er ţykir međ ţeim merkari á enskri tungu.

Suđurríkjamenn fóru halloka í Gettysburg. Ljósmynd af ţrem suđurríkjaföngum eftir orustuna er sérstök fyrir ţćr sakir ađ hún sýnir ekki bugađa menn heldur stríđsglađa spjátrunga.


Lög Margrétar Pálu - ólög okkar

Margrét Pála byrjađi Hjallastefnuna fyrir áratugum á leikskólastigi. Međ elju, hugviti og snjallri markađssetningu er Margrét Pála búin ađ koma ár sinn svo vel fyrir borđ ađ hún fćr sérstakt lagafrumvarp samiđ fyrir sig í menntamálaráđuneytinu til ađ auđvelda stofnun fleiri Hjallastefnuskóla, sem hún rekur en almenningur borgar.

Margrét Pála er eflaust vel ađ nýjum lögum komin. Hvergi er á hinn bóginn gert ráđ fyrir ađ Hjallastefnan ein og sér verđi valkostur viđ ríkjandi rekstur sveitarfélaga á grunnskólum. Hćtt er viđ ađrir vilji í kjölfariđ komast í viđskipti viđ sveitarfélögin ađ reka skóla.

Skóli er bćđi rekstur og menntun. Ýmsir s.s. trúarvinglar, grćđgisgubbar og sérvitringar munu sjá sér leik á borđi og bjóđa sveitarfélögum ađ yfirtaka reksturinn. Stjórnir sveitarfélaga eru misjafnlega mannađar og einhverjar ţeirra munt taka skólatilbođi sem verđur til bölvunar.

Viđ rekum grunnskólakerfi sem virkar. Lög Margrétar Pálu munu bora gat á ţetta kerfi en bćta sáralitu viđ skólaţróun. Allar líkur eru á ađ viđbótin verđi dýrari, einkarekstur ţarf peningagróđa til ađ réttlćta sig. Eftirlit verđur kostnađarsamara enda mun almenningur gera kröfu um ađ ríkiđ verđi međ nefiđ ofan í koppi einkarekstursins sem fćr skattfé til ađ skóla börn.

 


Utanríkisráđherra Breta: yfirgefum ESB

Ef Evrópusambandiđ verđur ekki stokkađ upp eiga Bretar ađ yfirgefa sambandiđ, segir nýr utanríkisráđherra Bretlands, Philip Hammond. Hann segir nauđsynlegt ađ fá tilbaka fullveldi ţjóđa og ađ Evrópusambandiđ eigi ađeins ađ fara međ ţau mál sem eru ţjóđríkjum ofviđa.

Hammond talar fyrir gerbreyttu Evrópusambandi, nánast fríverslunarbandalagi, á međan ráđandi viđhorf í Brussel er ađ stóraukinn samruna ţurfi til ađ festa ESB í sessi og treysta evru-samstarfiđ.

Hammond, á hinn bóginn, vill nýtt fyrirkomulag innan Evrópusambandiđ sem tekur tillit til ţeirra ađildarríkja, ţau eru tíu, sem ekki eru í evru-samstarfinu. En ţađ er óvart opinber stefna ESB ađ allar ađildarţjóđir taki upp evru og fórni ţjóđargjaldmiđli.

Međ öđrum orđum: nýr utanríkisráđherra Bretlands segir á opinberum vettvangi ađ Bretar séu á leiđinni út úr Evrópusambandinu.


Gössur slúđrar til ófriđar í ríkisstjórnarflokkum

Gísli Baldvinsson, öđru nafni Gössur, er blogglúđur Össurar Skarphéđinssonar. Í kvöld slúđrar Gössur, samkvćmt heimildum Gróu á Leiti, um seđlabankastjóra.

Niđurlagiđ í slúđrinu er hannađ til ađ valda úlfúđ í röđum ţingflokka ríkisstjórnarinnar. Ţar segir

Heimildir segja einnig ađ ţađ eigi eftir ađ fjalla um ţetta í ţingflokkum stjórnarflokkana einungis ţröngur hópur viti um handsaliđ.

Ţegar ţingmenn og helsta stuđningsliđ stjórnarinnar fá ávćning af plotti af ţessari gerđinni eru gemsarnir rifnir upp til ađ afla frétta og taugatitringur vex.

Snjallt hjá Gössuri.


20-júlí samsćriđ gegn Hitler 70 ára

Eineygur og einarma ofursti í ţýska hernum, Claus von Stauffenberg, stóđ fyrir tilrćđi gegn Adolf Hitler á ţessum degi fyrir 70 árum. Stauffenberg skildi eftir tösku hlađna sprengiefni í herráđsherbergi Hitlers í Austur-Prússlandi. Einhver flutti tösku ofurstans á bakviđ sveran eikarfót fundarborđs og varđ ţađ einrćđisherranum sennilega til lífs.

Stauffenberg og félagar hans í samsćrinu voru skotnir í portinu á Bendler-Block í Berlín en ţar voru höfuđstöđvar hersins. Bendler-Block stendur enn enda varđ byggingin ekki fyrir skađa í styrjöldinni. Forseti Ţýskalands hélt minningarrćđu um Stauffenberg og 20-júlí samsćrismennina. Hann sagđi ţýska herinn standa í ćvarandi ţakkarskuld viđ ţá sem gripu til vopna gegn órétti nasismans.

Sonur Stauffenberg, Berthold, var tíu ára ţegar ţegar fađir hans reyndi ađ drepa Hitler. Berthold gerđist líkt og fađir sinn atvinnuhermađur. Í tilefni af tilrćđinu rćđir BBC viđ son bćklađa ofurstans sem freistađi ţess ađ binda endi á ţriđja ríki Hitlers tćpu ári áđur en ţađ féll fyrir óvinaherjum.


Frjálshyggja, samfélag og áfengi

Frjálshyggja í merkingunni lágmarksríkiđ sem tryggir eignaréttinn en fátt meira er í mótsögn viđ samfélag. Hvort heldur litiđ er til sögulegra dćma eđa röklegs samhengis gengur frjálshyggja ekki upp í samfélagi.

Í samfélagi verđa til lög og reglur um viđurkennd samskipti. Eftir atvikum eru lögin rćdd og túlkuđ. Međal forn-grískra borgríkja var umrćđan um hvađ vćri leyfilegt í samskiptum bandamanna og óvina í stríđi, samkvćmt frásögn Ţúkídídesar af Pelópsskagastríđinu.  Fyrir rúmum ţúsund árum var á alţingi Íslendinga tekist á um hvort tvennir siđir og tvenn lög mćttu gilda í landinu. Málamiđlun milli kristni og heiđni er lögđ Ţorgeiri Ljósvetningagođa í munn. Lykilsetning Ţorgeirs  er eftirfarandi

miđlum svo mál á milli ţeirra, ađ hvorir tveggju hafi nakkvađ síns máls, og höfum allir ein lög og einn siđ

Málamiđlun Ţorgeirs vísar til samfélags ţar sem margvísleg lög og reglur setja mönnum hömlur og mćla fyrir um hvernig skuli halda friđinn. Ţó var ekkert ríkisvald á Íslandi á ţjóđveldisöld og lifnađarhćttir fábrotnir í samanburđi viđ nútíma.

Ef Ţorgeir hefđi veriđ frjálshyggjumađur myndi hann hafa sagt eitthvađ á ţá leiđ ađ ef heiđnir og kristnir gćtu sameinast um ađ virđa eignaréttinn og um helstu reglur um verslun og viđskipti mćtti hver hafa sína trú.

Ţorgeir var trúlaus í bođskap sínum, sagđi ađ Íslendingar skyldu kristnir ađ nafninu til en leyfa iđkun heiđni, en hann var raunsćr í áherslu sinni ađ lög og reglur halda samfélaginu saman. 

Kjarninn í klassískri frjálshyggju er eignarétturinn. Hversdagsleg reynsla segir ađ önnur gćđi eru okkur ofar í huga en eignarétturinn, s.s. öryggi og heilbrigđi. Viđ sćttum okkur viđ margvíslegar takmarkanir á eignaréttinum. Bifreiđaeigendur mega til dćmis ekki aka bílum sínum hrađar en 30 km á klst. nćrri skólum og viđ takmörkum skotvopnaeign.

Frjálshyggju og einstaklingsfrelsi er oft splćst saman og látiđ eins og ţar falli flís viđ rass. En ţađ er rangt. Frjálshyggjan snýst um eignaréttinn en ekki einstaklingsfrelsi. Eignarétturinn er skilgreindur af samfélagi; einn mađur eyđieyju ţarf ekki á eignarétti ađ halda.

Endrum og sinnum gýs upp umrćđa um ađ ţessi og hin lögin takmarki einstaklingsfrelsi. Einatt eru frjálshyggju- og frelsisrök ţar tvinnuđ saman. Ţessa dagana eru ţađ áhugamenn um ađ dagvöruverslanir fái leyfi til ađ selja áfengi sem eru hávćrustu frjálshyggjumenn landsins.

Áfengi er vara sem hvorttveggja snertir gćđi eins og öryggi, sbr. umferđaröryggi, og heilbrigđi. Viđ búum viđ fyrirkomulag í áfengisverslun sem er ţrautreynt til áratuga. Fyrirkomulagiđ tryggir ađgengi neytenda ađ áfengi en einnig samfélagslegt eftirlit og öryggi, t.d. međ ţví ađ takmarka ađgang barna og unglinga.

Frjálshyggjurökin í áfengisumrćđunni undirstrika málefnafátćkt frjálshyggjumanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi lítilmótlegar hugsjónir frjálshyggjumann - brennivín í búđirnar - og í öđru lagi fyrirlitningu frjálshyggjumanna á almennt viđurkenndum gćđum samfélagsins um öryggi og heilbrigđi.

 

 

 

 


RÚV stađfestir stórveldi Framsóknar

Ađeins erlendar stórhörmungar ryđja umfjöllun um Framsóknarflokkinn úr fyrsta sćti frétta RÚV undanfarna daga. Međ ţví ađ RÚV gerir svona vel viđ Framsóknarflokkinn, ađ setja fréttir af flokksstarfinu í fremst í hvern fréttatíma á fćtur öđrum, stađfestir RÚV leiđandi hlutverk Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum.

Á vettvangi Framsóknarflokksins eru pólitísk hitamál sett á dagskrá, ţau rćdd í ţaula ţannig ađ neistar fljúga og mađur og annar hrekkur frá borđi. Enginn annar stjórnmálaflokkur getur státađ af jafn mikilli pólitískri gerjun og Framsóknarflokkurinn.

Ánćgjulegt er ađ RÚV sinni kraftmiklu pólitísku starfi Framsóknarflokksins jafn vel og raun ber vitni.


mbl.is „Ég skil ekki mennina“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristnir ljúga, bćnalaus fer til helvítis - um fordóma

Kristnir ljúga, konum sem veita eiginmönnum sínum ekki kynmök verđur refsađ, ef mađur fer ekki međ bćnirnar sínar ţá lendir mađur í helvíti.

Ofanritađ er á međal ţess sem grunnskólabörnum í nćst stćrstu borg Bretlands, Birmingham, var kennt í skólum sem múslímskir harđlínumenn yfirtóku. Í stađ almennrar menntunar komu trúarkreddur um ađ konur ćttu ađ klćđast kufli og hár ţeirra ekki sjást á almannafćri.

Menntamálaráđuneyti Breta gerđi rannsókn á tilraun múslímskra harđlínuafla ađ yfirtaka grunnskólakerfiđ í Birmingham. Alls voru 13 skólar taldir undir andlegri leiđsögn múslímsku öfgamannanna, segir í Telegraph, sem birti helstu niđurstöđur rannsóknarinnar.

Hvers vegna gripu menntayfirvöld í Birmingham ekki í taumana og komu í veg fyrir uppgang öfgaliđsins í grunnskólum? Afsökun borgaryfirvalda er afhjúpandi:

Viđ óttuđumst ađ vera ásökuđ um kynţáttafordóma.

Hrćđsla yfirvalda viđ ásökun um kynáttafordóma varđ til ţess ađ öfgamennirnir réđu ferđinni í starfsemi grunnskólanna. 

 

 

 

 

 

 


Moskumáliđ og pólitísk vankunnátta

,,Moskumáliđ" svokallađa í kosningabaráttunni til borgarstjórnar Reykjavíkur voriđ 2014 er međ tvćr skýrt ađgreindar hliđar.

Önnur hliđin snýst um ţađ hversu heppilegt sé ađ framandi trúarsöfnuđur fái lóđ undir tilbeiđsluhús í ţjóđbraut. Moska í Sogamýri međ níu metra háum bćnaturni yrđi eitt af kennileitum höfuđborgar Íslands og gćfi alranga mynd af menningu okkar og siđum. Umrćđa á ţessum forsendum er algerlega lögmćt og snýst ekki um fordóma gagnvart trú eđa uppruna fólks.

Hin hliđin á moskumálinu lýtur ađ pólitískri umrćđuvenju. Ţađ ţjónađi hagsmunum Samfylkingar og vinstrimanna ađ setja ummćli forystumanns Framsóknarflokksins um afturköllun lóđaloforđs til félags múslíma sem fordóma gagnvart trúarhópi. En ţađ var á hinn bóginn meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins sem hafđi dregiđ lappirnar viđ ađ úthluta međ formlegum hćtti umrćddri lóđ til múslíma. Ef útspil oddvita Framsóknarflokksins var merki um fordóma ţá hlýtur dráttur á úthlutun lóđarinn til safnađar múslíma ađ vera ţađ líka. Og ekki eru múslímar enn búnir ađ fá lóđina.

Fjölmiđlar elta netumrćđuna og stukku strax á ţađ sjónarhorn vinstrimanna um ađ Framsóknarflokkurinn vćri á móti múslímum og stundađi kynţáttafordóma. Fyrir utan hefđbundna hneigđ fjölmiđla til vinstrislagsíđu var fordómasjónarhorniđ fjörugri fréttir en skipulagssjónarhorniđ. Ţegar val fjölmiđla stendur á milli ţess fjöruga og hins hversdagslega er fyrri kosturinn ávallt tekinn.

Tilgangur vinstrimanna međ ásökunum um fordóma var vitanlega ađ fćla fylgi frá Framsóknarflokknum. Eins og stundum ţegar hátt er reitt til höggs mistekst atlagan. Moskumáliđ jók fylgi Framsóknarflokksins.

Til ađ taka ţátt í stjórnmálum af einhverri alvöru ţarf ađ skilja pólitíska umrćđu og samspiliđ viđ fjölmiđla. Ţorsteinn Magnússon skilur ekki hvernig kaupin gerast á fjölmiđlaeyrinni. Hann skrifar um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum

Umrćđan sem fram­bođiđ efndi til var ađ mínu mati til­efn­is­laus, meiđandi í garđ múslima og til ţess fall­in ađ ýta und­ir for­dóma og mis­mun­un. [...] Formađur og flest annađ lyk­ilfólk í for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins lét hjá líđa ađ gera op­in­ber­lega at­huga­semd­ir viđ fram­göngu fram­bođsins í Reykja­vík međan á kosn­inga­bar­átt­unni stóđ.

Framsóknarflokkurinn efndi ekki til umrćđu um fordóma - heldur andstćđingar flokksins. Fjölmiđlar endurvörpuđu ţeirri umrćđu. Ef forystufólk flokksins á landsvísu hefđi fariđ ađ ráđum Ţorsteins og tekiđ undir ásakanir vinstrimanna vćru framsóknarmenn ađ grafa sína gröf. En til ţess var gildran spennt af hálfu vinstrimanna. 

Ţorsteinn Magnússon er ekki vel skynugur á pólitík. Ţegar hann tilkynnti frambođ sitt í 2. til 3. sćti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík kynnti hann sig sem ,,frjáls­lynd­an miđju­mann" og fékk óđara á sig stimpil ađ vera ESB-sinni. Ţorsteinn varđ ađ senda frá sér leiđréttingu sem hann hefđi ekki ţurft ađ gera ef hann kynni undirstöđuhugtök stjórnmálaumrćđunnar annars vegar og hins vegar hefđi haft rćnu á ađ taka fram afstöđu sína til helsta deilumáls samtímastjórnmálanna, - afstöđuna til ađildar ađ ESB.

Ţorsteinn gerir vel í ţví ađ draga sig úr pólitísku starfi. Hann og stjórnmál eiga ekki vel saman.

 

 

 

 

 


mbl.is Hćttir í Framsókn vegna moskumáls
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband