RÚV er ekki međ nein gögn, en vantar svar viđ lykilspurningum

RÚV/Reykjavík Media lagđi aldrei fram nein gögn um Wintris-máliđ. Í viđtali viđ mbl.is ţann 14. júlí sl. kemur eftirfarandi fram:

Reykja­vík Media hef­ur ekki af­hent nein gögn úr Pana­maskjöl­un­um. Ţetta stađfest­ir Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son, rit­stjóri Reykja­vík Media, í sam­tali viđ mbl.is.

Í umfjöllun mbl.is kemur einnig fram ađ lögmađur RÚV/Reykjavík Media segir ,,ómögulegt" ađ afhenda gögn ţví ţau séu ekki handbćr.

Engu ađ síđur segir RÚV/Reykjavík Media ađ ákveđnum ,,lykilspurningum" sé ósvarađ. En ţessar lykilspurningar hljóta ađ vera reistar á gögnum - ţví annars vćri engum spurningum til ađ dreifa.

RÚV/Reykjavík Media nefna ekki einu orđi út á hvađ ţessar lykilspurningar ganga. Enda eru engin fyrirliggjandi gögn - samkvćmt játningu Jóhannesar og lögmanns RÚV/Reykjavík Media.

RÚV/Reykjavík Media eru međ öđrum orđum ekki međ neitt í höndunum til ađ réttlćta áróđursherferđina gegn Sigmundi Davíđ og Önnu Sigurlaugu. Ţetta heitir á íslensku faglegt og siđferđilegt gjaldţrot.


mbl.is Lykilspurningum aldrei svarađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

RÚV ćtlađi sér ađ fella Sigmund Davíđ

Ađför RÚV ađ forsćtisráđherra ţáverandi, Sigmundi Davíđ, var pólitísk. Allt frá alrćmdu viđtali verktaka RÚV viđ Sigmund Davíđ í ráđherrabústađnum 11. mars tók fréttastofa RÚV ađ sér ađ halda ,,lífi” í málinu fram ađ útsendingu Kastljóss rúmum ţrem vikum seinna.

RÚV hélt uppi rađfréttum af málinu í ţessar ţrjár vikur. Fréttaútsendingar RÚV ţekja allan sólarhringinn og fá dreifingu í gegnum útvarp, sjónvarp og netsíđu. Vegna fyrirferđarinnar á fjölmiđlamarkađi er RÚV í stakk búiđ ađ leggja línurnar um fréttaefni hvers dags.  Međ rađfréttum var skapađ neikvćtt andrúmsloft í kringum forsćtisráđherra og sú mynd dregin upp hann vćri skattsvikari, ósannindamađur og vanhćfur í embćtti.

Blađamenn breska dagblađsins Guardian höfđu ađgang ađ sömu gögnum og RÚV. Ţann 3. apríl fjallar blađiđ  ítarlega um Wintris  og forsćtisráđherrahjónin  og segir:

Guardian hefur ekki sé neinar sannanir fyrir skattaundanskotum, undabrögđum eđa óheiđarlegum ávinningi Sigmundar Davíđs, Önnu Sigurlaugar eđa Wintris.(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

Niđurstađa Guardian er algerlega í mótsögn viđ áróđursherferđina sem ţjóđarfjölmiđillinn á Íslandi keyrđi í ţrjár vikur. Blađamenn Guardian eru yfirvegađir, sanngjarnir og stunda hlutlćga fréttamennsku. Fréttamennskan á Efstaleiti er af allt annarri gerđ.

Í framhaldi af fyrirsátinni í ráđherrabústađnum birti Anna Sigurlaug fćrslu á fésbók sinni um Wintris. Í fćrslu frá 15. mars sagđi hún m.a. um Wintris

KPMG hefur haldiđ utan um skattamálin fyrir mig og mér hefur frá upphafi veriđ mjög mikilvćgt ađ ţau séu í fullkomnu lagi. Ţađ var ţví aldrei frestađ neinum skattgreiđslum eđa neitt ţess háttar ţó ađ möguleikar vćru til ţess samkvćmt lögum.

Ţegar viđ Sigmundur ákváđum ađ gifta okkur fygldi ţví ađ fara yfir ýmis mál, ţar á međal fjárhagsleg. Bankinn minn úti hafđi gengiđ út frá ţví ađ viđ vćrum hjón og ćttum félagiđ til helminga. Ţađ leiđréttum viđ á einfaldan hátt áriđ 2009 um leiđ og viđ gengum frá ţví ađ allt vćri í lagi varđandi skiptingu fjármála okkar fyrir brúđkaupiđ.


Ef RÚV stundađi heiđarlega fréttamennsku hefđi stofnunin sagt frá viđbrögđum Önnu Sigurlaugar og tilgreint hvers vegna ţau vćri komin til. Fréttastofan vissi fullvel hvers vegna Anna Sigurlaug birti ţessa fćrslu; ţađ var vegna fyrirsátar verktaka RÚV í ráđherrabústađnum. En fréttastofan var ekki ađ reyna ađ upplýsa heldur vekja grunsemdir og ala á tortryggni. Fréttir RÚV af Wintris-máli Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíđs nćstu daga voru allar ţví marki brenndar ađ sýna hjónin í neikvćđu ljósi.

Ţingmenn stjórnarandstöđu spiluđu vitanlega međ RÚV og voru uppfullir af reiđi, eins og Helgi pírati sagđi í fréttum.

Fyrstu dagana eftir fćrslu Önnu Sigurlaugar reyndi RÚV ađ finna heppilega skotlínu á ţau hjónin. Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingar, var kallađur í viđtal mánudaginn 21. mars. Ţá sagđi Árni Páll ađ ,,stóra spurningin" vćri ,,hvort forystumenn deildu ekki kjörum međ ţjóđinni." Árni Páll sagđi ekki eitt aukatekiđ orđ um mögulegt vanhćfi forsćtisráđherra í viđtalinu. Fimmtudagskvöld í sömu viku finnst RÚV kominn tími á annan snúning á forsćtisráđherra og kallar Árna Pál enn á ný til vitnis. Fréttafyrirsögnin er:,, Allt bendi til vanhćfis forsćtisráđherra.”  Á mánudag dettur Árna Páli ekki í hug vanhćfi. RÚV klukkar Árna Pál á fimmtudegi í sömu viku og vill fá yfirlýsingu um vanhćfi. Árni Páll spilar međ. Annars kćmist hann ekki í viđtal á RÚV. Nú skyldi hamrađ á vanhćfi. Seinna, ţegar áróđri RÚV um vanhćfi var hnekkt, kaus RÚV ađ ljúga međ ţögninni.

RÚV ól á tortryggni á milli ríkisstjórnarflokkanna međ hönnuđum fréttum ţar sem orđ viđmćlenda voru afflutt til ađ ţjóna tilganginum. Dćmi um ţađ er hádegisfrétt föstudaginn langa, 25. mars. Ţar endursagđi fréttamađur RÚVorđ ţingmanns Sjálfstćđisflokksins, Brynjars Níelssonar, ţannig ađ hann virtist vilja kalla til ţingflokksfund sjálfstćđismanna til ađ rćđa fjármál forsćtisráđherrahjónanna. Ţađ vćri stórpólitískt ef stjórnarţingmađur óskađi eftir ţingflokksfundi undir ţessum kringumstćđum. Ţađ eitt ađ kalla saman slíkan fund er yfirlýsing um vantraust. Í inngangi fréttarinnar segir orđrétt:

Brynjar Níelsson, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, segir ađ Wintris-máliđ sé óţćgilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfiđ, sérstaklega í ljósi samninga viđ kröfuhafa og afnáms hafta. Ţingflokkur Sjálfstćđisflokksins ţurfi ađ funda um máliđ og fá allar stađreyndir upp á borđ áđur en hćgt sé ađ taka afstöđu til ţess. (leturbreyting pv).

Ţetta er beinlínis rangt. Brynjar óskađi ekki eftir ţingflokksfundi. Brynjar var í sumarbústađ ţessa páskahelgi og hann sá sig knúinn ađ birta bloggfćrslu strax eftir hádegisfréttir til ađ taka af öll tvímćli vegna matreiđslu fréttamannsins á viđtalinu.  Brynjar skrifar:  

Vitnađ var í mig í fréttum RÚV fyrr í dag vegna eigna eiginkonu forsćtisráđherra og krafna hennar í slitabúin. Mér fannst ţađ ekki mikil frétt enda sagđi ég ekkert annađ en sem öllum er ljóst. Umrćđan um máliđ er óţćgileg fyrir ríkisstjórnina. Stjórnarflokkarnir komast ţví ekki hjá ţví ađ fara yfir máliđ og rćđa ţađ, sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á ţinginu.

Ég hef ekki opinberlega tekiđ efnislega afstöđu til málsins enda veit ég ekki allar stađreyndir ţess. Mér finnst hins vegar afar langsóttar kenningar um vanhćfi ráđherrans. Ţá er ekki hćgt ađ halda ţví fram ađ ráđherrann hafi misfariđ međ vald í framgöngu sinni gagnvart slitabúunum, hvađ ţá ađ ađrir hagsmunir hafi ráđiđ en almannahagsmunir, sem er auđvitađ ađalatriđiđ. Ég get hins vegar alveg skiliđ óánćgju margra ađ ţessar hagsmunaupplýsingar hafi ekki legiđ fyrir. Ég vil hins vegar taka ţađ fram, ef einhver skyldi vera í vafa eftir fréttina, ađ ég er mikill stuđningsmađur ţessarar ríkisstjórnar sem og forsćtisráđherra enda hefur ţessi ríkisstjórn unniđ ţrekvirki í stćrstu hagsmunamálum ţjóđarinnar.

Ţessa eindregnu stuđningsyfirlýsingu Brynjars viđ forsćtisráđherra hafđi RÚV ađ engu enda var dagskipun á fréttastofunni ađ keyra máliđ áfram ţannig ađ Sigmundur Davíđ vćri sekur mađur og nyti ekki trausts, ekki einu sinni hjá samstarfsflokknum í ríkisstjórn.

Loksins, loksins ţegar Kastljósţátturinn var sýndur sunnudaginn 3. apríl var allt til reiđu ađ greiđa forsćtisráđherra náđarhöggiđ. Í inngangi  tengdi Helgi Seljan Sigmund Davíđ viđ Pútín Rússlandsforseta og ţađ gaf tóninn. Fyrirsátinni í ráđherrabústađnum  var gert hátt undir höfđi og klippt ţannig til ađ forsćtisráđherra kom sem verst út. Vitanlega kom hvergi fram ađ viđtaliđ var fengiđ međ lygum og blekkingum.

Í hádegisfréttum daginn eftir, mánudaginn 4. apríl, tilkynnti RÚV ađ bein útsending yrđi frá mótmćlum sem bođuđ höfđu veriđ á samfélagsmiđlum á Austurvelli síđdegis sama dag. Til mótmćlanna var bođađ eftir Kastljósţáttinn. Ţjóđarfjölmiđillinn tók ţannig fullan ţátt í hámarkinu á múgćsingunni sem stofnunin kynti sleitulaust undir í rúmar ţrjár vikur.

Lögin um RÚV segja um markmiđ stofnunarinnar ađ hún skuli ,,stuđla ađ lýđrćđislegri umrćđu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi međ fjölmiđlaţjónustu í almannaţágu.”

Ţađ stuđlar ekki ađ lýđrćđislegri umrćđu ađ standa fyrir ađför ađ stjórnvöldum og svo sannarlega eykur ţađ ekki félagslega samheldni. Forsćtisráđherra og eignkona hans brutu engin lög. Ekkert stjórnvald, svo sem skatturinn eđa umbođsmađur alţingis, lögregla eđa ríkissaksóknari, sáu ástćđu til ađ efna til rannsóknar á fjármálum Sigmundar Davíđs og Önnu Sigurlaugar. Enda ekkert tilefni til. Anna Sigurlaug fékk föđurarf og geymdi peninginn á erlendum bankareikningi. Ţađ er allt og sumt. En međ ţví ađ efna til moldviđris, sem stóđ yfir í ţrjár vikur, tókst ađ láta líta svo út ađ forsćtisráđherrahjónin vćru stórglćpamenn.

RÚV nýtti sér almennt vantraust til stjórnmálanna og bjó til atburđarás sem leiddi til afsagnar forsćtisráherra 5. apríl. RÚV stundađi siđlausa fréttamennsku til ađ koma pólitísku höggi á Sigmund Davíđ ţáverandi forsćtisráđherra.


mbl.is Tóku ekkert tillit til upplýsinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfylking: málefnadauđi, síđan fámennsidauđi

Samfylkingin gerđist einsmálsflokkur ESB-sinna um miđjan síđasta áratug. ESB-umsókn Samfylkingar strandađi á skeri í tíđ Jóhönnustjórnarinnar og ţar međ fór málefniđ eina.

Einsmálsflokkur án málefna er ekki á vetur setjandi og ţađ gildir um Samfylkinguna. Fólk gefur ekki málefnalegu ţrotabúi gaum, eins og sést á vćntanlegu prófkjöri í Norđvesturkjördćmi: ţrír gefa kost á sér.

Saga Samfylkingar síđustu tíu árin er lexía um hvernig flokkar eiga ekki ađ haga sér í pólitík - vilji ţeir eiga framtíđ.


mbl.is Ađeins ţrír í frambođi i í NV-kjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skoski ţjóđarflokkurinn á Bifröst

Fyrrum ţingmađur Sjálfstćđisflokksins og formađur Viđskiptaráđs, Vilhjálmur Egilsson, bođar stofnun stjórnmálaflokks til höfuđs nýlendustefnu Reykjavíkur gegn landsbyggđinni.

Fyrirmynd Vilhjálms er skoski ţjóđarflokkurinn er vill slíta Skotland frá Bretlandi. Tilefni ţessara pólitísku tíđinda er ađ hérađsháskólinn á Bifröst, sem Vilhjálmur stýrir, fékk ekki lögregludeild á háskólastigi.

Lögreglunámiđ fór til háskólans á Akureyri. Samkvćmt Vilhjálmi er Akureyri ţar međ hluti af nýlenduvaldi höfuđborgarinnar. Ţjóđflokkur Vilhjálms hlýtur ađ sćkja í austur og vestur en ekki norđur og niđur. Í íslenskri pólitík er enginn munur á ţessu tvennu.


Viđreisn er Björt framtíđ Sjálfstćđisflokksins

Björt framtíđ var fyrir síđustu kosningar stofnuđ af forystu Samfylkingar til ađ fanga krataatkvćđi sem ekki rötuđu til móđurflokksins. Fyrir nćstu kosningar ţjónar Viđreisn sambćrilegu hlutverki fyrir Sjálfstćđisflokkinn.

Viđreisn er hćgrikrataflokkur er leitar á miđ borgaralegra ţenkjandi kjósenda sem hlynntir eru velferđ og gjalda varhug viđ ójöfnuđi.

Verkefni Viđreisnar er ađ soga til sín atkvćđi sem áđur voru Sjálfstćđisflokksins en lentu viđ hrun hjá Samfylkingu sem fékk 30 prósent fylgi áriđ 2009 en mćlist nú međ um 8 prósent. Fyrir kjósendur sem keyptu áróđurinn um ađ Sjálfstćđisflokkurinn vćri hrunvaldur nr. eitt er dálítiđ erfitt merkja X viđ D.

Vinstrimenn eins og Björn Valur, varaformađur Vinstri grćnna, hjálpa til međ ţví ađ útlista fyrir kjósendum ađ atkvćđi greitt Viđreisn sé á kostnađ Sjálfstćđisflokksins. En ţeir eru margir kjósendurnir sem einmitt vilja ađ atkvćđi sitt hafi ţau áhrif. En ţeir vilja ekki ađ vinstraslysiđ frá 2009 til 2013 endurtaki sig. Viđreisn er svariđ viđ vćntingum ţeirra.

 


Sigurđur Ingi: 80 Píratar drepa stjórnarskrárbreytingar

Sigurđur Ingi Jóhannesson forsćtisráđherra sagđi í hádegisfréttum RÚV ađ í innanflokkskosningum Pírata hefđu 80 sagt nei viđ breytingum á stjórnarskrá en 60 já.

Eftir innanflokkskosningu Pírata ákváđu Samfylking og Vinstri grćnir ađ fylgja stefnumótun ţessara 80 og hafna stjórnarskrárbreytingum.

Ţađ verđur munur, eftir kosningar, ţegar 80 Píratar stjórna landinu.


mbl.is Leggur til stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gleymum ekki kynlausa fólkinu

Kynlaust fólk, ţeir sem nenna ekki kynlífi og eru frábitnir rómantík, sendur illa í kynjađri réttindabarátu sem nćr öll gengur út á kynhneigđ.

Kynlausir eru fćddir í líkama međ ćxlulunarlíffćri en nota ţau eingöngu til ađ losna viđ úrgang. Kynlausir, asexual á útlensku, eiga međ sér samtök líkt og kynjađir.

Kynleysi er lífsstíll sem mun njóta vaxandi vinsćlda eftir ţví sem lífslíkur aukast.


mbl.is Berjast fyrir sýnileika intersex-fólks
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Brexit sameinar, spilaborgin ESB og Viđreisn

Breskir íhaldsmenn, sem deildu um hvort Bretland ćtti ađ halda áfram í ESB eđa hćtta, eru sameinađir eftir ţjóđaratkvćđagreiđsluna ţar sem ađild ađ Evrópusambandinu var hafnađ, segir í fréttaskýringu Politico.

Sérfrćđingar í málefnum Evrópusambandsins, t.d. í Eurointelligence, telja auknar líkur á hrađferđ Breta úr Evrópusambandinu. Ć minni líkur eru á ađ Bretar kjósi aukaađild ađ ESB í gegnum EES-samninginn, sem Ísland og Noregur eiga ađild ađ.

Ástćđurnar eru einkum tvćr fyrir ţví ađ Bretland virđist ćtla ađ sleppa fljótt og vel úr Evrópusambandinu en ekki međ eymd og langtímavolćđi. Í fyrsta lagi skall engin kreppa á Bretum eftir ađ ţeir ákváđu í sumar, međ ţjóđaratkvćđagreiđslunni, ađ ganga úr ESB. Margradda kór ESB-sinna á meginlandinu og í Bretlandi bođađi efnahagslega kollsteypu ef Bretland hrykki af ESB-hjörunum. Ekkert slíkt gerđist og Bretar eru í betri málum en stórţjóđirnar á meginlandinu í efnahagslegu tilliti.

Hin ástćđan fyrir Brexit án vandkvćđa er ađ stćrsta draumsýn Evrópusambandsins, evran, er óđum ađ breytast í martröđ. Nóbelshagfrćđingurinn Joseph Stiglitz kippur fótunum undan evrunni og ţađ afhjúpar Evrópu sem efnahagslegt hamfarasvćđi, skrifar Jeremy Warner í Telegraph.

Ţađ er svo sérstök pćling ađ um leiđ og Evrópusambandiđ er rúiđ trúverđugleika og án framtíđarsýnar ađ nýr flokkur ESB-sinna á Íslandi, Viđreisn, ćtlar ađ gera sig gildandi. En ţađ segir líklega meira um kreppu íslenskra stjórnmála en ástandiđ í Evrópu.

 

 


mbl.is Vilja fríverslun frekar en EES
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ráđuneytiđ stađfestir Guardian - RÚV laug upp á forsćtisráđherra

Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson ţáverandi forsćtisráđherra kom ekki ađ stjórnsýsluákvörđunum um nauđasamninga viđ föllnu bankana, segir í svari fjármálaráđuneytis viđ fyrirspurn á alţingi. Ráđuneytiđ stađfestir ţar međ orđ blađamanna breska blađsins Guardian sem skrifađi strax í apríl um fjármál forsćtisráđherra hjónanna  :

Guardian hefur ekki séđ neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eđa óheiđarlegum ávinningi Sigmundar Davíđs, Önnu Sigurlaugar eđa Wintris.
(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

RÚV skeytti hvorki um heiđur né skömm og ţverbraut eigin siđareglur í rađfréttaflutningi sínum um mál Sigmundar Davíđs og eiginkonu hans. Pólitískir andstćđingar Sigmundar Davíđs voru leiddir fram í röđum til ađ vitna um vanhćfi hans og jafnvel ađ forsćtisráherra grćfi undan efnahagslegu fullveldi landsins. RÚV hannađi fréttir til ađ rökstyđja ţá skođun ađ Sigmundur Davíđ stundađi stjórnmál til ađ hagnast persónulega á kostnađ almannahags.

RÚV laug ítrekađ upp á Sigmund Davíđ Gunnlaugsson og stuđlađi beint ađ afsögn hans sem forsćtisráherra. RÚV verđur ađ sćta ábyrgđ fyrir siđlausa misnotkun á fjölmiđlavaldi.

 


mbl.is Kom ekki ađ samskiptum viđ kröfuhafa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eygló í felum, bíđur könnunar

Eygló Harđardóttir félagsmálaráđherra sagđi sig frá ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks og undirbjó valdatöku vinstrimanna međ hjásetu í lykilmáli stjórnarinnar.

Eftir hjásetuna er Eygló einangruđ og hćtt ađ koma fram í fjölmiđlum, afbođađi m.a. áđur bókađa mćtingu á Hringbraut. Eygló og stuđningsmenn hennar keyptu spurningu í skođanakönnun Maskínu til ađ kanna stuđning almennings viđ hjásetuna.

Á međan Eygló bíđur niđurstöđu könnunarinnar, sem vitanlega verđur ekki birt nema hún sé félagsmálaráđherra hagfelld, skrifar ađalráđgjafi Eyglóar, vinstrimađurinn Stefán Ólafsson, varnarrćđu fyrir hana í Eyjuna.

Stefán segir Eygló standa vaktina međ ţví ađ grafa undan ríkisstjórn Sjálfstćđisflokksins og Framsóknar. Frá sjónarhóli vinstrimanna stendur Eygló sig fjarska vel.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband