Svíar telja Norðmenn nasista - pólitísk rétttrúnaðarumræða

Norðmenn, líkt og Íslendingar, halda upp á þjóðhátíðardaginn sinn með fánum, skrúðgöngum og útileikjum. Svíum finnst fánahylling nasísk og átelja þjóðina vestan Kjalar fyrir að vera halla undir þýsku helstefnuna sem margir Norðmenn gáfu líf sitt að berjast gegn - en fáir Svíar.

Norskur rithöfundur búsettur í Svíþjóð, Karl Ove Knausgård, á ýmislegt vantalað við sænskt samfélag, sem hann segir einkennast af pólitískum rétttrúnaði.

Í grein í Dagens Nyheter segir Knausgård að sænska umræðan þoli hvorki frávik né margræðni. Aðeins ein skoðun opinber skal vera á öllum helstu samfélagsmálum. Nýr stjórnmálaflokkur, Svíþjóðardemókratarnir, fékk á annan tug prósenta í þingkosningum. En pólitíska flokkakerfið tók sig saman, kallaði nýja flokkinn nasískan, og myndaði þjóðstjórn beinlínis til að þagga niður í Svíþjóðardemókrötum.

Knausgård segir sænska umræðumenningu stjórnast af hræðslu. Rithöfundar þora ekki að tjá sig af ótta við að vera stimplaðir nasistar, kvenfjandsamlegir og eitthvað þaðan af verra.

Knausgård talar af reynslu. Í skáldsögu skrifar hann um ást kennara og 13 ára nemanda. Í opinberri umræðu sænskri er norski rithöfundurinn sagður barnaníðingur.


Framsókn er jafnaðarmannaflokkur, ekki Samfylking

Forsætisráðherra og Framsóknarflokkurinn báru fram til sigurs kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun, sem fékkst viðurkennd í nýjum kjarasamningum. Samfylkingin hundsaði kröfuna í fyrstu en tók seint og um síðir hjárænulega undir.

Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins rekur skilmerkilega hvernig Framsóknarflokkurinn ruddi brautina í þágu þeirra lægst launuðu.

Samfylking er flokkur langskólafólks sem krefst forréttinda vegna prófgráðu og óskar sér helst að starfa í skrifræðinu í Brussel.


Launajöfnuður, menntun og sanngirni

Nýir kjarasamningar stuðla að launajöfnuði í landinu. Þau tíðindi ættu að vekja jákvæð viðbrögð hjá þeim sem tíðast kenna sig við jöfnuð, þ.e. vinstriflokkana. En í stað fagnaðar kemur gagnrýni um að kjarasamningarnar séu ,,aðför að menntun í landinu."

Gagnrýnin byggir á þröngum skilningi á menntun, að hún sé til að fá hærra kaup. Menntun er annað og meira en klifur upp launatöflu. Menntun er tækifæri einstaklingsins að auðga sjálfan sig af skilningi, þekkingu og færni. Samfélagið nýtur góðs af menntun einstaklinganna með því að þeir skapa verðmæti, bæði óforgengileg á sviði menningar og efnisleg í formi tækni. Hvorttveggja stuðlar að bættum lífskjörum í viðum skilningi.

Það ber lýðveldinu fagurt vitni að jöfn tækifæri eru fyrir alla að afla sér menntunar með skólagöngu frá sex ára aldri til þrítugs.

Á hitt er engu að síður að líta að meðan einstaklingurinn menntar sig aflar hann ekki tekna, nema með aukastörfum. Allur þorri þeirra sem eiga að baki langskólanám eru stórskuldugir LÍN.

Sanngirnismál er að langskólafólk glími ekki við skuldaklafa í áravís eftir að námi lýkur. Til framtíðar ætti LÍN að verða SÍN - Styrktarsjóður íslenskra námsmanna. Þangað til gæti ríkisvaldið sýnt hug sinn til menntunar með því að greiða niður námsskuldir langskólafólks í tengslum við kjarasamninga.

Að þessu gefnu gætum við með góðri samvisku varið sjónarmið launajöfnuðar.


mbl.is Vigdís: Ekki aðför að menntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhöfn þjóðarskútunnar er landsbyggðarfólk

Hugmyndin um þjóðarskútuna og frænku hennar, þjóðarkökuna, er tamari fólki á landsbyggðinni en í höfuðborginni.

Á tímum útrásar varð til hugmyndin um borgríkið Ísland, í merkingunni að Reykjavík 101 væri fjármálaleg og menningarleg miðja en afgangur landsins fremur ómerkilegt jaðarsvæði.

Hrunið svipti hulunni af blekkingunni um borgríkið. Þeir atvinnuvegir sem lyftu landinu úr kreppunni eru fremur á landsbyggðinni en Reykjavík: ferðaþjónusta, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður.

Miðsvæði stjórnmálanna er enn Reykjavík. Enda eru þau föst kreppunni.


mbl.is Öll í báti sem heitir íslensk þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra-Skagafjarðarmálið og rústir reykvíska lýðveldisins

Stóra-Skagafjarðarmálið grípur á stöðu íslenskra stjórnmála. Dæmigerður fulltrúi reykvískra stjórnmála, Birgitta Jónsdóttir pírati, líkir Skagafirði við Sikiley, með þeim undirmálum að Íslandi stjórni skagfirsk mafía.

Skagafjörður er í þessu samhengi fulltrúi landsbyggðarinnar andspænis Reykjavík. Orð Birgittu lýsa örvæntingu reykvískrar stjórnmálamenningar sem geldur hvert afhroðið á fætur öðru.

Eftir búsáhaldabyltinguna réðu reykvískar stjórnmálaáherslur ferðinni. Öll stærri mál vinstristjórnar Jóhönnu Sig. eru reykvísk: ESB-umsóknin, kvótaumræðan og ný stjórnarskrá eru hugðarefni Reykvíkinga fremur en íbúa landsbyggðarinnar. Og öll fóru þessi mál á versta veg fyrir höfuðborgarliðið.

Eftir að Jón Gnarr brást sem foringi reykvískrar stjórnmálamenningar myndaðist tómarúm sem ekki hefur verið fyllt. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi, ætlaði sér í þetta tómarúm en fékk ekki til þess fylgi. Greining Gísla Marteins er að íslensk stjórnmál séu ónýt, en hann á vitanlega við að reykvísk stjórnmálamenning er í upplausn.

Aðrir spámenn án föðurlands að þessu leyti eru Benedikt Jóhannesson, sem vill stofna Viðreisn, og Gunnar Smári Egilsson er ætlaði sér að stofna Noregsflokk, til að Ísland yrði fylki Noregs. Gunnar Smári sér Ísland reykvískum gleraugum.

Birgitta Jónsdóttir er helsti samnefnari reykvískrar stjórnmálamenningar nú um stundir. Samlíking hennar á Skagafirði og Sikiley er í ætt við stórkarlalegar yfirlýsingar skoðanasystkina hennar um að Ísland ætti að ganga í ESB til að stjórna þar málum, selja útlendingum kvótann og stofna reykvískt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.

Draumurinn um reykvíska lýðveldið leið undir lok með borgarstjóraferli Jóns Gnarr. Birgitta er bara svolítið sein að kveikja á fattaranum.


mbl.is Vilja að Birgitta biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsókn Samfylkingar: tvöfaldur dauði

Umboðslaus ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 gildir ekki lengur í Brussel, höfuðborg Evrópusambandsins.

Stjórnmálaumræða næstu ára á Íslandi mun ekki vera með ESB-málið brennidepli enda er það dautt í tvöföldum skilningi.

Í fyrsta lagi tapaðist umræðan hér landi. Samfylkingin og ESB-sinnar stórtöpuðu þingkosningunum 2013, þar sem Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi. Boðaður ESB-flokkur hægrimanna, Viðreisn Benedikts Jóhannessonar og lögfræðings ungu stúlknanna, Sveins Andra Sveinssonar, er dautt fyrirbrigði.

Í öðru lagi verður ESB-umræðan í Evrópu næstu tvö árin, eða fram yfir næstu þingkosningar á Íslandi, mörkuð yfirvofandi úrsögn Bretlands annars vegar og hins vegar vandræðum evrunnar.

Samfylkingin gerði fullveldinu þann greiða að taka aðild Íslands alltof snemma á dagskrá og gjörtapa með þeim afleiðingum að ESB-aðild verður ekki til umræðu næstu 10 til 15 árin.


mbl.is Ísland af lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn breiðu millistéttarinnar

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs festir sig í sessi sem ríkisstjórn breiðu millistéttarinnar. Millistéttin fær bæði launahækkanir og skattalækkun. Sérúræði eru fyrir láglaunahópa, vegna húsnæðismála, og hátekjufólkið, með hærra skattþrepi eftir 700 þús. kr. mánaðarlaun.

Einhver hrossakaup fylgja samningum í tengslum við kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin færa peninga til að leika sér með í menntamálum. Þá fær verkalýðshreyfingin aðkomu að mót­un vinnu­markaðsstefnu og skipu­lagi vinnu­markaðsmá­la.

Töluverð áhætta er tekin með launahækkunum og skattalækkunum. Verðbólga gæti farið af stað, og mun gera það að einhverju marki, ásamt þenslu í atvinnulífinu. Hvorttveggja kallar á vaxtahækkanir.

Á móti kemur að kjarasamningarnir eru til rúmlega þriggja ára og skapa forsendur fyrir stöðugleika.

Ungir forystumenn ríkisstjórnarinnar mega vel við una. Í kjaradeilunni stóðu á þeim mörg spjót en þeir kiknuðu hvorki né hvikuðu frá markaðri stefnu.


mbl.is Lækka tekjuskatt einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun er hvorki skyndibiti né hagtala

Menntaskólaárin eru viðskilnaður unglingsins við barndóminn og fyrstu skrefin í fullorðinsárin. Skyldunám er að baki og unglingurinn stendur frammi fyrir vali sem oftar en ekki markar stefnu sem líf hans tekur.

Illu heilli sitjum við uppi með menntamálaráðherra sem lítur fyrst og fremst á menntun sem hagtölu. Ráðherrann fékk þá hagtölu frá Samtökum atvinnulífsins, sem eru jú háborg menntavísinda, eins og allir vita, að íslensk ungmenni væru of lengi í skóla. Ráðherra ákvað á grunni hagtölu að leggja til atlögu við framhaldsskólann og breyta honum til samræmis við menntastefnu SA.

Þaulreyndir skólamenn reyna að koma vitinu fyrir ráðherra. Atli Harðarson prófessor við HÍ og skólastjóri fjölbrautaskóla til margra ára skrifaði grein í Morgunblaðið í gær um að menntun væri ekki skyndibiti. Lárus H. Bjarnason rektor við MH er á sömu slóðum í skrifum á visir.is

Þjösnagangur ráðherra gagnvart framhaldsskólum og hlutverki þeirra í samfélaginu kippir stoðunum undan fyrirkomulagi sem í áratugi hefur tryggt ungu fólki aðgang að menntun.


mbl.is Mikilvægt að njóta menntaskólaára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur eldri og lærdómurinn af Hafskip

Björgólfur Guðmundsson átti Hafskip þegar Björgólfur Thor var unglingur. Hafskip fór í gjaldþrot og tröllreið viðskipta- og stjórnmálaumræðunni um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Björgólfur eldri fór slyppur og snauður frá Hafskipsmálum og með dóm á bakinu, sem hann reyndi síðar að fá hnekkt en fékk ekki.

Björgólfsfeðgar efnuðust í Rússaviðskiptum undir lok síðustu aldar. Þeir komu með fullar hendur fjár um aldamót, keyptu Landsbankann og Eimskip, samkeppnisaðila Hafskipa forðum daga, og eitt og annað sem var falt, t.d. Morgunblaðið.

Björgólfur eldri lærði fátt af Hafskipamálum og fór lóðbeint á hausinn með allt sitt í hruninu.

Núna segist Björgólfur yngri búinn að læra sína lexíu. Kannski er hann föðurbetrungur.


mbl.is „Fjármálaskúrkurinn snýr aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægja og andstyggð - tilfellið Gunnar Smári

Jákvætt fólk vinnur betur úr vandamálum en neikvætt. Ástæðan er sú að jákvæður hugur skynjar tækifæri og finnur úrlausnir. Neikvæð afstaða torveldar skilning og kæfir í fæðingu hugmyndir til bóta.

Eftir hrun var andstyggðin allsráðandi í samfélaginu. Oft var sama fólkið, sem lét öllum illum látum eftir hrun, og hafði farið giska hratt um gleðinnar dyr í útrásinni. Stórir draumar urðu að ösku í hruninu.

Gunnar Smári Egilsson er dæmi um hrunkvöðul sem varð að hamfaraspámanni eftir 2008. Gunnar Smári var aðalhöfundur að fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Baugsstjóra. Hann stýrði m.a. útrás í Englandi og Danmörku þar sem milljarðar króna, m.a. í eigu lífeyrissjóða, brunnu upp á loftkastalabáli Gunnars Smára.

Þrátt fyrir að sjö ár séu frá hruni er Gunnar Smára enn djúpt sokkinn í heimsósómann og dælir reglulega út tilkynningum um hve allt er handónýtt og ömurlegt. Hann ætlaði að stofna stjórnmálahreyfingu um að Ísland yrði fylki í Noregi en virðist hættur við það í bili, þegar hann sá að eftirspurnin var ekki fyrir hendi. En trúr andstyggðinni klifar Gunnar Smári á því að við höfum það skítt.

Sumum líður ekki vel nema í óánægju.


mbl.is „Ísland er bara nokkuð gott“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband