Bankaáhlaup í evrulandi - Grikkir velja gjaldþrot

Bankaáhlaup í einu af 19 þjóðríkjum sem nota evru fyrir lögeyri á ekki að geta gerst. Samkvæmt ESB er sameiginlegum gjaldmiðli tæplega 340 milljóna Evrópumanna stýrt í þágu sameiginlegra hagsmuna.

Og hvers vegna eru Grikkir ekki hluti af sameiginlegum hagsmunum evru-ríkjanna 19? Jú, Grikkir lentu í fjármálakreppu, fengu lán en stóðu ekki við skilyrði lánadrottna. Eftir margra mánaða samningaþóf datt grísku ríkisstjórninni það ,,snjallræði" í hug að setja skilyrði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin svaraði með áhlaupi á bankanna. Grískur almenningur áttaði sig strax á því að ríkisstjórnin í Aþenu er búin að gefast upp.

Á mánudag vakna hin evrulöndin 18 upp við þann vonda draum að bankaáhlaupið í Grikklandi gæti endurtekið sig í öðru evru-ríki.

Evran er búin að tapa tiltrú.

 


mbl.is Bankaáhlaup í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sagðir þú ekki það sama um Kýpur Páll. Þetta er svo heimskuleg von af þinni hálfu, að það hálfa er nóg. 

Jónas Ómar Snorrason, 28.6.2015 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband