Obama og ferlið frá morði til stríðs

Fyrir rúmri öld hófst fyrri heimsstyrjöld í kjölfar þess að krakkakjánar skutu ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands. Sumum finnst ódæðið hetjudáð. Bókin sem þykir best lýsa ferlinu frá morði til stríðs heitir Svefngenglar. Bókin tíundar dómgreindarskort ráðandi einstaklinga í stærstu ríkjum Evrópu í þær fáu sumarvikur þar sem örlög Evrópu réðust fyrir hundrað árum.

Orð Obama um að Pútin Rússlandsforseti ætli sér að endurreisa Sovétríkin eru dómgreindarlaus. Pútín getur ekki endurreist Sovétríkin. Þau byggðu á kommúnisma og forseti Rússa býr ekki að neinni þeirri hugmyndafræði sem er stærri en hann sjálfur. Pútín er maður en ekki hugmyndafræði.

Morð eru framin í Úkraínu þessa dagana. Vesturlöndum er betur þjónað með skilningi á eðli morðanna og samhengi þeirra við öryggishagsmuni Austur-Evrópu en vanþekkingu Obama forseta Bandaríkjanna. Sagan kennir að ferlið frá morði til stríðs getur verið stutt.


mbl.is Obama harðorður í garð Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríllinn og öfund klædd réttlæti

Makríllinn sýnir sig ekki í landhelginni það sem af er ári. Sagt er að þessi flökkstofn komi ekki í ár vegna sjávarkulda. Undirskriftarsöfnun stendur yfir sem mótmælir úthlutun kvóta til útgerða sem mynduðu veiðireynslu á makríl.

Rökin fyrir undirskriftasöfnuninni eru réttlæti. Þjóðin á réttinn til auðlindarinnar, segja talsmenn söfnunarinnar. Jú, jú og það eru íslenskar útgerðir og íslenskir sjómenn sem veiða og íslensk landvinnsla sem vinnur marílinn. En það er ekki nóg, segja undirskrifendur, það verður að bjóða upp veiðiréttinn, það er eina réttlætið.

En mæti makríllinn ekki á uppboðið, hvað verður þá um réttlætið? Varla getur réttlætið horfið með einni fisktegund.

Ef réttlæti er fyrst og fremst uppboð á afmarkaðri atvinnustarfsemi, hvers vegna er uppboði ekki beitt á öðrum vettvangi sameiginlegra hagsmuna okkar. Hvers vegna er ekki uppboð á rekstri leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla? Hvers vegna er heilbrigðisþjónustan ekki boðin upp?

Svarið við þessum spurningum er að uppboð er hvorki réttlæti né felur það í sér réttlæti. Í tilfelli makríls er uppboð aðferð til að hirða af þeim útgerðum ábatann sem þær einar bjuggu til með því að hefja veiðar á þessari fisktegund.

Ef enginn hefði veitt makrílinn þegar hann fyrst kom inn í landhelgina væri makríllinn ekki auðlind heldur glatað tækifæri.

Öfund býr hvorki til verðmæti né eykur hún réttlæti.


Bloggfærslur 9. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband