Femínisminn fellur á eigin bragði - tilfellið Hildur L.

Ein algengasta baráttuaðferð femínista er að finna dæmi um kvenfyrirlitningu, vekja athygli á dæminu og segja það sýna hve karllægt samfélag komi illa fram við konur. Hildur Lillendahl notaði þessa aðferð kerfisbundið í verkefninu ,,Karlar sem hata konur" og hlaut lof fyrir frá femínistum.

Hildur er margverðlaunaður femínisti. Í starfi sínu í þágu femínisma skýtur Hildur stundum yfir markið, stundum reyndar svo langt að hún er eiginlega ekki á vellinum þegar hún tekur skotið.

Þegar svo ber undir,t.d. þegar hún óskar sér að nauðga konu með tjaldhæl eða fullyrðir að sjómenn séu drykkfelldir ofbeldismenn sem berji konur, heyrist fjarska lítið frá femínistum. Það er eins og femínistar hugsi með sér 'æi, nú stendur illa á hjá Hildi, blessaðri.'

Aðrir benda á að skot Hildar yfir markið séu engin tilviljun og ekki misskilningur heldur hluti af hugmyndafræði femínismans. Jafnvel eru til þeir femínistar sem stíga opinberlega fram og segja hingað og ekki lengra: ég er ekki lengur femínisti

En þorri femínista þegir. Og bíður eftir því að Hildur finni nýtt dæmi um skelfilega kvenfyrirlitningu í karllægum heimi.

 

 

 


Katrín vill svipu, Karl kylfu

Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingar vill svipu með sinni gulrót en Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins kylfu með kanínufóðrinu.

Þá er að setja sér fyrir sjónir að þau Katrín og Karl, hvort í sínu lagi, auðvitað, hitti erlendu kröfuhafana.

Hvort ætli gagnaðist þjóðinni betur?


mbl.is Töluðu um „svipur og gulrætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinberir starfsmenn: aumingjar eða hysknir?

Ef ekki er hægt að útskýra tvöfalt meiri fjarveru opinberra starfsmanna en starfsfólks í einkageiranum með breytum eins og aldri eða kyni liggur beint við að álykta að annað tveggja eru þeir heilsulitlir vesalingar eða svikulir.

Hvort heldur sem er geta opinberir starfsmenn ekki farið fram á sömu laun og starfsfólk á almennum vinnumarkaði.

Aumingjagæska leiðir til ófarnaðar með líkum hætti og í orðtakinu um að kálfurinn launi ekki ofeldið.

Til að stemma stigu við aumingjavæðingunni er nærtækt að setja á fót launakerfi hjá hinu opinbera sem verðlaunar iðna starfsmenn - t.d. þá sem mæta í vinnu.

 


mbl.is Veikindi tvöföld hjá hinu opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konum leyfist, körlum ekki

,,Hún seg­ir nokkra karl­menn hafa reynt að fá aðgöngu í hóp­inn en að þeim sé sparkað öf­ug­um út enda sé það ein af grund­vall­ar­regl­um hóps­ins að þar séu aðeins kon­ur."

Tilvitnunin hér að ofan er í konu sem stofnaði félagsskap fyrir konur að ræða sín mál. Fréttin er með á þriðja hundrað ,,læk" og enginn andmælir með bloggi um að framtakið sé kvenrembulegt og andjafnréttissinnað.

Þegar konur stofna til samtaka um sín hugðarefni þykir það hið besta mál.

En þegar karlar gera sér félagsskap um sín málefni eru þeir einatt sakaðir um ójafnrétti ef ekki beina kvenfyrirlitningu.

Þetta er mótsögn. Og konur eiga auðvelt með að lifa við mótsagnir, einkum ef þær eru þeim í vil, en karlar síður, þótt þær kynnu að hygla þeim.


mbl.is Gráta og láta menn verða ástfangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband