Ólæsir Píratar; upplausn á alþingi

Píratar geta ekki lesið óstytta útgáfu af rannsóknaskýrslum alþingis um hrunið og fóru fram á að framkvæmdavaldið léti gera styttri útgáfu fyrir treglæsa.

Þjark stóð yfir á alþingi í gær þar sem Píratar neituðu að skilja að það væri ekki hlutverk stjórnarráðsins að bæta upp vangetu þingmanna.

RÚV greinir ítarlega frá uppákomunni og ratast aldrei þessu vant satt orð í munn þegar sagt er í fyrirsögn og inngangi fréttar að fyrirspurn ,,væri beint gegn röngum ráðherra."

Í siðuðu samfélagi er fyrirspurnum beint til einhvers en ekki gegn einhverjum.


Björn Valur boðar stjórnarslit

Fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, boðar stjórnarslit þar sem flokkurinn muni krefjast afsagnar dómsmálaráðherra sem kemur úr röðum Sjálfstæðisflokksins.

Óljóst er hvaða trúnaðar Björn Valur nýtur enn í röðum Vinstri grænna en ef tekið er mark á honum má ætla að Vinstri grænir fari í smiðju Bjartar framtíðar að sprengja ríkisstjórn.

Bara ekki á næturfundi.


mbl.is Telur daga ráðherra í embætti senn talda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vigdís Hauks um hýenur á alþingi

Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi þingmaður skrifar facebook-færslu um ofsóknir Pírata og Samfylkingar á hendur dómsmálaráðherra:

- ég var alveg búin að gleyma grimmdinni sem einkennir málflutning vinstri manna og pírata - ég líkti þessari tegund af málflutningi eitt sinn við svangar hýenur þar sem vígtennur og klær eru óspart notaðar til að koma höggi á andstæðinginn - helst konu
Eitt er víst að fullyrðing mín um að þingið hafi ekki náð botninum er enn í fullu gildi.

 


mbl.is Býr til möguleika á einræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlaveldi dómara - Samfylking og Píratar

Alþingi samþykkti tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara í landsrétt. Ef alþingi vildi aðra niðurstöðu, t.d. fækka konum, eins og Píratar og Samfylkingin krefjast, þá hafði alþingi tækifæri til þess.

Alþingi ber ábyrgð á niðurstöðunni um skipan dómara í landsrétt. Í stað þess að horfast í augu við ábyrgðina vill stjórnarandstaðan að dómsmálaráðherra segi af sér - fyrir að koma ekki með tillögu að færri konum í landsrétt.

Samfylking og Píratar eru kappsamir um að halda konum frá dómarastöðu í landsréttarmálinu. Einu sinni þóttust þessir flokkar styðja kynjajafnrétti.


mbl.is Vald ráðherra fyrst og fremst formlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsmiðlar eru dóp - sem yfirmennirnir nota ekki

Samfélagsmiðlar eru ávanabindandi, þeir eru beinlínis hannaðir til að notendur verðir háðir þeim. Engir vita það betur en yfirmenn samfélagsmiðla - og þeir ýmist nota þá ekki eða setja sér strangar takmarkanir. Sama gildir um börnin þeirra.

Í grein í Guardian er samantekt á viðbrögðum nokkurra yfirmanna samfélagsmiðla, Mark Zuckerberg og niður úr, við þeirri æ almennari vitneskju að samfélagsmiðlar eru ávanabindandi.

Yfirmenn Facebook og Twitter eru ekki með viðveru á miðlum sínum líkt og almenningur. Stundum sjá aðrir um ,,prófílinn" fyrir yfirmennina eða að þeir sjást ekki.

Samfélagsmiðlar eru hannaðir til að gera notendur hugraða eftir viðbrögðum, ,,lækum" eða athugasemdum. Eftir því sem umferðin á miðlunum eykst verða þeir verðmætari sem auglýsingamiðlar.

Yfirmennirnir hafa hvorki áhuga að verða sjálfir háðir framleiðslu sinni né þeirra nánustu.


Helga frábiður sér pólitík, þorir ekki í vantraust

,,...ég frá­bið mér að vera sett í þá fá­rán­legu stöðu að ég sé hér uppi til þess að vera í póli­tísk­um leik,“ sagði Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á þingi í dag. Rétt áður spurði hún dómsmálaráðherra út í hversdagslegan fund ráðherra með nefndarformanni dómaranefndar gagngert í þeim tilgangi að gera fundinn tortryggilegan.

Píratar og Samfylking reyna að veikja ríkisstjórnina með því að krefjast afsagnar dómsmálaráðherra vegna ákvörðunar þingsins - ekki ráðherra - um hverjir skyldu fá embætti við landsrétt.

Píratar/Samfylking þora ekki að leggja fram vantraust enda yrði það fellt. Í staðinn er þyrlað upp moldviðri, þar sem látið er eins og dómsmálaráðherra beri ábyrgð á samþykktum alþingis. Fjölmiðlar eins og RÚV og Stundin leika undir.


mbl.is Pólitískur hávaði og skrípaleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pírata-plottið: engin rannsókn, bara aftaka

Píratar viðurkenna það í samtölum á facebook að þeir hafa engan áhuga á að rannsaka starfshætti alþingis, sem skipaði ranga dómara að mati Pírata, heldur vilja þeir pólitíska aftöku dómsmálaráðherra.

En til að ,,halda málinu lifandi", sem þýðir að fá RÚV og Stundina til að fjalla meira um málið, þá fallast þeir á að þingnefnd fái málið til skoðunar. Í leiðinni ætla Píratar að herja á þingmenn Vinstri grænna.

Svona vinna Píratar.


mbl.is Markmiðið að koma ráðherranum frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringrás hávaða fjölmiðla og stjórnmála

Hávaði úr samfélagsmiðlum og fjölmiðlum er endurunninn í umræðu á alþingi. Umræðan á alþingi er svo aftur endurflutt í sömu miðlum. Hringrás hávaðans er orðinn að mælikvarða á árangur í stjórnmálum.

Tvær meginástæður eru fyrir hringrás hávaðans. Í fyrsta lagi fjölmiðlar sem eru fleiri en nokkru sinni og hafa tileinkað sér ,,umræðuflutning" fremur en fréttaflutning. Umræðuflutningur er ódýr í framleiðslu; skoðanir á samfélagsmiðlum verða fréttir án þess að nokkur innistæða sé fyrir.

Í öðru lagi standa stjórnmálin veikt. Flokkakraðak er á alþingi og ríkisstjórnir falla á næturfundum smáflokka. Öfl utan stjórnmálanna, t.d. embættismannaveldi, nýta sér veikleikann í stjórnmálum og treysta stöðu sína.

Hringrás hávaðans skilar hvorki betri stjórnmálum né fjölmiðlum.

 


mbl.is Umræðan á Alþingi verði áhugaverðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarar geta ekki unnið í skóla

Nýr formaður grunnskólakennara segir í Kastljósi að kennarar geti helst ekki unnið alla sína vinnu í skólum, heldur þurfi þeir að vera meira heima.

Heima, segir formaðurinn, geti kennarar íhugað og hugsað, sem þeir geta illa gert í skólum.

Félag grunnskólakennara er í upplausn, þeir hafa fellt kjarasamninga í tví- eða þrígang. Nýr formaður útskýrir hvers vegna; kennarar vilja helst ekki vera í vinnunni en fá samt kaup.

Lausnin hlýtur að vera að senda nemendur heim til kennara. Formaður heildarsamtaka kennara, grunnskólakennarinn frá Tálknafirði, Ragnar Þór Pétursson, er ábyggilega til í það.


mbl.is Þorgerður Laufey formaður grunnskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækniafeitrun

Snjalltæki og (mis)notkun þeirra er lífsstílssjúkdómur sem rænir fólki sálarró, skerðir lífsgæði og getur leitt til heilsutjóns.

Telegraph mælir með tækniafeitrun þar sem fólk takmarkar aðgang snjalltækja að lífi sínu.

Ágætt að hafa í huga snemma árs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband