Ólæsir Píratar; upplausn á alþingi

Píratar geta ekki lesið óstytta útgáfu af rannsóknaskýrslum alþingis um hrunið og fóru fram á að framkvæmdavaldið léti gera styttri útgáfu fyrir treglæsa.

Þjark stóð yfir á alþingi í gær þar sem Píratar neituðu að skilja að það væri ekki hlutverk stjórnarráðsins að bæta upp vangetu þingmanna.

RÚV greinir ítarlega frá uppákomunni og ratast aldrei þessu vant satt orð í munn þegar sagt er í fyrirsögn og inngangi fréttar að fyrirspurn ,,væri beint gegn röngum ráðherra."

Í siðuðu samfélagi er fyrirspurnum beint til einhvers en ekki gegn einhverjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Var það ekki gegn” vitlausum” ráðherra..?

Helgi Rúnar Jónsson, 25.1.2018 kl. 11:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar Píratar voru 3 á þingi höfðu þeir það fyrir afsökun að greiða ekki atkvæði. Nú eru eru þeir 6 og allir ólæsir.

Hver kýs eiginlega þetta ósjálfbjarga lið?

Ragnhildur Kolka, 25.1.2018 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband