Samanburður á skítaþjóðum

Í Japan eru Bandaríkin heimili skítaþjóðar. Þaðan koma hermenn sem kunna ekki japanska háttvísi og bandarískar sendingar dagsettar 6. og 9. ágúst 1945 gleymast ekki. Í Póllandi er þýska þjóðin skítleg fyrir yfirgang ár og síð.

Í fáum orðum sagt eru allar þjóðir skítlegar í augum einhverra annarra. Það er ekkert nýtt.

Aftur er nýtt að orðfæri ættað úr frumhvötinni ,,við" og ,,þeir" er orðið að talsmáta þjóðarleiðtoga. Milliliðurinn, sem fleytir talsmáta frummannsins inn í samtímann, heitir samfélagsmiðlar.

En samfélagsmiðlar eiga að færa okkur nær hvert öðru, auka skilning og mynda tengsl.

Eitthvað fór verulega úrskeiðis. 


mbl.is „Þetta fólk frá þessum skítalöndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arabíska vorið og takmörk lýðræðis

Túnis var upphaf og fyrirmynd arabíska vorsins 2011 þegar milljónir íbúa ríkja í Norður-Afríku og miðausturlöndum kröfðust breyttra stjórnarhátta. Í orði kveðnu var markmiðið að gera almenning sáttari við stjórnskipun ríkja sinna og skapa stöðugleika.

Í yfirliti Guardian um stöðu mála í þessum heimshluta kemur fram að arabíska vorið misheppnaðist alls staðar nema kannski í Túnis, þar sem úrslitin eru tvísýn í ljósi síðustu atburða.

Lýðræði var samnefnari arabíska vorsins. Í stað þess að verða sýnidæmi um kosti lýðræðisins umfram annað fyrirkomulag stjórnskipunar sýnir arabíska vorið takmarkanir þess. Það er ekki svo að lýðræðinu vegni betur í öðrum heimshlutum.

Í Austur-Evrópuríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi er ekki skriður á lýðræðinu. Nær væri að tala um hnignun þess. Í Vestur-Evrópu leiddi lýðræðið, Brexit-kosningarnar, beinlínis til þess að ríkjasamtök sem kenna sig við lýðræðislega stjórnskipum, þ.e. Evrópusambandið, eru komin í ógöngur. Jafnvel vagga lýðræðisins, Bandaríkin, sýnir einkenni upplausnar, með eftirmálum af kjöri Trump sem forseta.

Lýðræðið, eins og það hefur þróast í heiminum frá lokum seinni heimsstyrjaldar, virðist í hamskiptum. Fyrri einkenni þess, samfélagsfriður og efnahagslegur stöðugleiki, gefa eftir, einkum samfélagsfriðurinn, án þess að ný einkenni séu fyllilega búin að taka á sig mynd.


mbl.is Vaxandi spenna í Túnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband