Forsetakjör

Einstaklingar eru í framboði til forseta, ekki stjórnmálaflokkar eða félagasamtök. Að því sögðu leita frambjóðendur hófanna hjá stjórnmálaflokkum og ýmsum félagasamtökum. Í stjórnmálum er þekking að reka kosningabaráttu. Félagasamtök, einkum lífsskoðunarfélög, kunna að framkalla umræðu er gæti skilað atkvæðum.

Kvartað er undan persónulegri kosningabaráttu, þar sem ,,farið er í manninn en ekki boltann." En það er aðeins maður til að fara í - enginn málefnabolti. Embætti forseta lýðveldisins er undanþegið dægurþrasi, snýst ekki um málefni heldur virðingu.

Forsetaembættið er staða þjóðhöfðingja, ekki vettvangur til að stunda stjórnmál eða berjast fyrir sérgreindum lífsskoðunum. Best fer á að embættið sitji maður sem kann eitthvað fyrir sér í stjórnskipum landsins, er boðlegur fulltrúi þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og búinn að hlaupa af sér hornin, er þroskaður einstaklingur hagvanur opinberu lífi.

Að öllu samanlögðu, og þrátt fyrir að vera hjartanlega ósammála pólitík viðkomandi, er tilfallandi þeirrar sannfæringar að einn forsetaframbjóðandi uppfylli best skilyrðin til forsetakjörs. Það er Katrín Jakobsdóttir. 


mbl.is Fylgið á hreyfingu tvist og bast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég er ekki viss um að hún Krístín bloggari sé sammála þér:

https://kristinthormar.blog.is/blog/kristinthormar/entry/2301037/

Dominus Sanctus., 1.5.2024 kl. 09:25

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég mun hafa að leiðarljósi að bera frambjóðendur saman við Elísabetu fyrrum Bretlandsdrottningu.
Fyrir utan að hafa þá hæfileika sem þú nefnir þá þurfa þeir að sannfæra mig um viljan til að gegna embættinu meðan heilsan leyfir
Því mér finnst eins og sumir frambjóðendur líti á þetta sem spennandi skammtíma verkefni. 

Grímur Kjartansson, 1.5.2024 kl. 09:38

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nei hættu nú alveg. Eigum við ekki að heyra hvað aðrir frambjóðendur hafa fram að færa áður en við ákveðum okkur. Katrín hefur lítið gert fyrir þjóðina (margir segja ógagn) sem VG og það breytist ekkert að mínu mati þó hún skipti yfir á Bessastaði. 

Sigurður I B Guðmundsson, 1.5.2024 kl. 09:42

4 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Páll Vilhjálmsson!

Júdas Ískaríod framdi sjálfsmorð. En ef hann hefði lifað lengur, hefðir þú valið hann sem höfuð kirkjunnar í stað Símonar Péturs?

Júdas var jú vanur maður. Jesús einn tók ákvörðun um Pétur.

Katrín Jakobsdóttir hefur framið pólitískt sjálfsmorð, en samt er hægt að kjósa hana sem Forseta Íslenska lýðveldisins.

Fyrir mér er aðeins einn Pétur til að velja, (ekki svarti Pétur), en sá heitir Arnar Þór Jónsson.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 1.5.2024 kl. 09:45

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Þú skýtur sjaldan yfir mark en gerir það núna.

Birgir Loftsson, 1.5.2024 kl. 10:28

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nei, nú er ég ekki sammála þér Páll. Ég get verið sammála þér varðandi það að Katrín uppfyllir þau skilyrði sem þú setur þarna fram, en hún ber auk þess í sér veiru WEF og sem slík stendur hollusta hennar ekki til Íslands heldur globalistanna. Við erum nú með stjórnmálaelítu sem að mestu ber í sér sama smit og ríkisstjórn sem hefur enga sjálfstæða hugsun. Fylgir blint forskriftinni frá Davos. Þess vegna þurfum við, sem þjóð, á forseta að halda sem sett getur bremsu á þau mál sem ekki þjóna hagsmunum Íslands. Það mun þá vera undir þjóðinni komið hvernig okkur reiðir af. Ekki kampavíns liðinu.

Ég mun ekki skorast undan skyldu minni að hugsa um hagsmuni Íslands þegar kemur á kjörstað. Þess vegna mun ég kjósa Arnar Þór Jónsson til forseta.

Ragnhildur Kolka, 1.5.2024 kl. 11:02

7 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Nu komast þú mér á óvart Páll. Eins mikið og þú hefur réttilega skrifað um loftslagsmal, þá styður þú eina harðasta loftlags manneskju á Íslandi sem er tilbúin að eyða endalausum peningum í loftlagsvitleysu

Haraldur G Borgfjörð, 1.5.2024 kl. 12:53

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er elst hér og reyndust í Forsetajöri og þess vegna kýs ég Arnar Þór Jónsson.

Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2024 kl. 15:59

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála. Kjósum Katrínu.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.5.2024 kl. 16:00

10 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Sammála þér Helga. 

Haraldur G Borgfjörð, 1.5.2024 kl. 16:01

11 Smámynd: Jónatan Karlsson

Öll verðum við að vinna fyrir salti í grautinn, svo Páli er nokkur vorkun. Annars tek ég líkt og oftar undir með þeim stöllum, Helgu og Ragnhildi, auk hinna óbundnu réttsýnu og treysti Arnari Þór öðrum fremur fyrir Bessastöðum.

Jónatan Karlsson, 1.5.2024 kl. 16:15

12 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þessu bjóst ég ekki við hjá þér Páll.

Manneskju sem svífst einskis og svíkur allt sem hún getur.?

Sammála Jónatan, Helgu og Ragnhildi. Eina manninum sem er treystandi

á Bessastapi er Arnar Þór. Því miður virðist RUV og Mbl.is vera búnir

að velja sýna frambjóðendur þannig að aðrir fá engva athygli. Nægir

að benda á fréttir af Baldri hvern einsta dag í tvær vikur hér á Mbl.is

Ekkert eðlilagt og hreint út sagt skammarlegt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.5.2024 kl. 16:41

13 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Katrín er ekki bara í loftslagsbransanum heldur styður hún einnig trans bullið.
Velsælarráðherra WHO er einmitt allt það; woke, loftslagstrúin o.fl.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/16/Forsaetisradherra-verdur-sendiherra-velsaeldarverkefnis-WHO/

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 2.5.2024 kl. 00:01

14 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hún styður fóstureyðingar fram á síðasta dag meðgöngu..

Guðmundur Böðvarsson, 2.5.2024 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband