Vinstriflokkarnir og ónýta Reykjavík

Þeir sem syntu í haust í Nauthólsvík eða rápuðu í fjörunni urðu fyrir skólpmengun; ekki er óhætt að drekka vatn úr krana í borginni í janúar vegna hættu á saurgerlum.

Ónýta Reykjavík, myndu vinstrimenn hrópa hástöfum.

En þeir þegja enda vinstriflokkarnir sem stjórna borginni.


mbl.is Engin vísbending um E-coli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stone, Atwood, þjóðkirkjan og #metoo

Leikkonan Sharon Stone sprakk úr hlátri þegar hún var spurð um kynferðislega áreitni. Rithöfundurinn Margaret Atwood fær yfir sig holskeflu gagnrýni þegar hún biður #metoo-hreyfinguna að fara varlega í galdrabrennur meintra áreitara - menn séu saklausir uns sekt er sönnuð.

Viðbrögð Stone við spurningu fréttamanns og hremmingar Atwood er tvær af mörgum birtingarmyndum #metoo-byltingarinnar.

Frumleikaverðlaun byltingarinnar hljóta þó að falla íslensku þjóðkirkjunni í skaut. Þar koma við sögu naktar tær og bandaskór.


Nató-svikin við Rússa 1990

Bandarísk leyniskjöl, sem voru gerð opinber í desember, afhjúpa svik bandarískra stjórnvalda við Rússland í lok kalda stríðsins. Árið 1990 lofaði þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, að Nató yrði ekki stækkað í austur.

Loforðið var gefið til að fá Sovétríkin/Rússland að samþykkja sameiningu Þýskalands sem hafði verið klofið í tvö ríki allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Bandaríska hægriútgáfan, American Conservative, segir frá skjölunum. Í Nation, sem er útgáfa á vinstri væng bandarískra stjórnmála, er útskýrt hvers vegna skjölin fá ekki umfjöllun í stórum fjölmiðlum eins og Washington Post og New York Times. Þau samrýmast ekki ritstjórnarstefnu þessara fjölmiðla sem leggur áherslu á Rússaandúð.

Svikin fólu í sér að hernaðarbandalagið Nató var stækkað þegar Sovétríkin féllu 1991. Nató-herstöðvar liggja að öllum vesturlandamærum Rússlands. Rússar líta á stækkun Nató sem ógn við öryggi ríkisins.

Stríðið í Úkraínu, sem staðið hefur frá 2014, er bein afleiðing svikinna loforða frá 1990. Stríðið í Sýrlandi, þar sem Rússar styðja Assad forseta en Bandaríkin/Nató uppreisnarmenn, er önnur afleiðing útþenslu Nató eftir fall Sovétríkjanna.

Við lok kalda stríðsins stóðu vonir til að samskipti kjarnorkuveldanna, Bandaríkjanna og Rússlands, yrðu friðsamleg. Fall Sovétríkjanna þýddi að vofa kommúnismans var kveðin í kútinn. Svikin loforð um að stækka ekki Nató í austur eitruðu samskiptin við Rússland. Og gera enn.


Bloggfærslur 16. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband