RÚV er ekki íslensk menning

RÚV var stofnað fyrir bráðum 90 árum til að varðveita og efla íslenska menningu þegar þjóðin stóð frammi fyrir fjölmiðlabyltingu þar sem talað mál keppti við ritað. Fyrir hálfri öld þótti ástæða til að efla RÚV enda sjónvarpsbyltingin í algleymi.

Útvarp og sjónvarp í árdaga voru í eðli sínu fákeppnismiðlar. Aðeins með stönduga bakhjarla var hægt að reka slíka miðla. Netbyltingin, sem staðið hefur yfir í áratug eða svo, jafnar aðstöðuna. Það þarf enga peninga að ráði til að stofna fjölmiðil.

Að því leyti sem RÚV er enn menningarstofnun, en ekki rafrænt götublað, er stofnunin ekki betur í stakk búin en aðrir að efla íslenska menningu.

Það er hárrétt hjá Brynjari Níelssyni að RÚV er fremur til trafala í menningarviðleitni ríkisvaldsins fremur en að stofnunin styrki menninguna. 


mbl.is Tími stuðnings við einn miðil löngu liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launin - tvöfalt bókhald VR

VR er uppreisnarfélag í verkalýðshreyfingunni, að sögn. En VR rekur tvöfalt bókhald um laun sinna félagsmanna.

Í fyrsta lagi er eru það samningsbundin laun. Þar má lesa að sérþjálfaður starfsmaður verslunar fær eftir fimm ára reynslu kr. 289.577,00 í laun á mánuði. 

Í öðru lagi tekur VR saman markaðslaun. Þar kemur fram að mánaðarleg meðalheildarlaun VR-félaga eru á síðasta ári kr. 630 þúsund. 

Markaðslaunin eru sem sagt rúmlega tvöföld samningsbundin lágmarkslaun.

Hverju sætir þessi munur? 

Meginskýringin er að samningsbundin laun eru lágmarkslaun. Markaðslaun er raunlaun, launin sem fyrirtæki eru tilbúin að borga. Að meðaltali, vel að merkja.

Hvernig er hægt að breyta þessu? Jú, með því að verkalýðshreyfingin semji um laun sem hvorttveggja í senn eru hámarks- og lágmarkslaun.

Er það hægt miðað við núverandi vinnumarkað? Nei, það er ekki hægt.

Er þá ekki einfaldast að verkalýðshreyfingin hætti að semja um laun? Svari hver fyrir sig.

 


mbl.is Skammist sín ekki fyrir léleg kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingin gegn Gylfa - óvinveitt yfirtaka lífeyrissjóða

Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, boðar byltingu gegn Gylfa Arnbjörnssyni formanni ASÍ. Þess vegna styður Ragnar Þór uppreisnarframboð í Eflingu. Í frétt um þann stuðning segir: ,,Hann [þ.e. Ragnar Þór] bend­ir á að ef ný stjórn Efl­ing­ar verði kos­in sé sitj­andi for­seta ASÍ Gylfa Arn­björs­syni ekki stætt leng­ur." 

Gylfi stendur fyrir samfelluna í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór og félagar vilja að lífeyrissjóðirnir verði notaðir til að niðurgreiða húsnæðiskostnað félagsmanna. Það verður ekki gert nema með því að taka fjármuni frá eldri félagsmönnum, sem eiga inneign í lífeyrissjóðum. Til þess þarf að afnema verðtrygginguna.

Fyrsta skref uppreisnarmanna er að losna við Gylfa Arnbjörnsson. Næsta skref er að ná tökum á lífeyrissjóðunum og millifæra fjármuni frá lífeyrisþegum til lántakenda. Þannig verður byltingin fjármögnuð. Ef um væri að ræða fyrirtæki yrði byltingin kölluð óvinveitt yfirtaka.

 


mbl.is Afskipti formanns VR fordæmalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband