Trump - friðarverðlaun Nóbels

Endist Donald Trump aldur til fær hann friðarverðlaun Nóbels. Með kjarnorkuknúnum járnhnefa kenndi hann kommúnistaríkinu Norður-Kóreu mannasiði og mætir friðarvilja með afslætti af heræfingum lýðfrjálsra ríkja sunnan landamæranna.

Trump hættir að borga undir hryðjuverkamenn Palestínuaraba og brátt samþykkja þeir Jerúsalem sem höfuðborg Ísrels gegn því að þriðja kynslóð fyrirfólksins í Al Fatah fái áfram bandaríska dúsu. Friðarsamningar koma í kjölfarið.

Brjálaður heimur þarf a.m.k. hálfbrjálæðinga til að koma skipulagi á óreiðuna. Trump er réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Líklega fær hann ekki viðurkenningu í lifandi lífi. Eins og mörg önnur stórmenni.


mbl.is Fresta heræfingum vegna Ólympíuleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og kenningin um brjálaða stjórnandann

Í pólitík er til kenning um brjálaða stjórnandann (takk, GPR) sem segir að sá óútreiknanlegi nái árangri þegar fyrirsjáanlegir yfirmenn rekast á vegg.

Nixon Bandaríkjaforseti er sagður hafa reynt að hrinda kenningunni í framkvæmd í samskiptum við Sovétríkin. Reagan forseti var á sömu nótum þegar hann talaði um kommúnistaríkin sem öxulveldi hins illa.

Trump býr að náttúruhæfileikum á merkingarsviði kenningarinnar um brjálaða stjórnandann.


mbl.is Jákvætt tíst hjá Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttir, sjónarhorn og sannindi

Einu ,,sönnu" falsfréttirnar eru þær sem eru uppspuni frá rótum, t.d. að Elvis Prestley sé lifandi. Fréttir sem segja hálfsannleika, eru ýkjur eða styðjast við vafasamar heimildir geta einnig verið falsfréttir.

Fréttir eru sagðar með fyrirsögn og inngangi, þar myndast sjónarhorn fréttarinnar - það sem höfundur telur mikilvægast. Og sjónarhorn eins getur verið falsfrétt annars.

Í meiðyrðamálum tíðkast, bæði hér og í Evrópu, að líta á sjónarhorn/ályktanir sem réttmæta frjálsa orðræðu. Ályktunin ,,Trump er kjáni" er frjáls orðræða. Staðhæfing um staðreynd, þar sem einhver er ásakaður um glæpsamlegt athæfi, t.d. ,,Trump er nauðgari" er aftur lögbrot samkvæmt viðurkenndum viðmiðunum.

En persónuvernd er aðeins lítill hluti vandans sem stafar af falsfréttum. Iðulega eru meintar falsfréttir stórpólitískar þótt ekki komi við sögu staðhæfing sem meiðir æru einstaklings. Þar er tekist á um túlkun/ályktanir af pólitískri stefnu.

Lög til höfuðs falsfréttum eru líklegri til að hefta frjálsa orðræðu en þau bæti umræðuna. Þá er betur heima setið en af stað farið.


mbl.is Undirbýr lagasetningu gegn falsfréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband