Kennarar geta ekki unnið í skóla

Nýr formaður grunnskólakennara segir í Kastljósi að kennarar geti helst ekki unnið alla sína vinnu í skólum, heldur þurfi þeir að vera meira heima.

Heima, segir formaðurinn, geti kennarar íhugað og hugsað, sem þeir geta illa gert í skólum.

Félag grunnskólakennara er í upplausn, þeir hafa fellt kjarasamninga í tví- eða þrígang. Nýr formaður útskýrir hvers vegna; kennarar vilja helst ekki vera í vinnunni en fá samt kaup.

Lausnin hlýtur að vera að senda nemendur heim til kennara. Formaður heildarsamtaka kennara, grunnskólakennarinn frá Tálknafirði, Ragnar Þór Pétursson, er ábyggilega til í það.


mbl.is Þorgerður Laufey formaður grunnskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækniafeitrun

Snjalltæki og (mis)notkun þeirra er lífsstílssjúkdómur sem rænir fólki sálarró, skerðir lífsgæði og getur leitt til heilsutjóns.

Telegraph mælir með tækniafeitrun þar sem fólk takmarkar aðgang snjalltækja að lífi sínu.

Ágætt að hafa í huga snemma árs.


ESB þolir ekki lýðræði

Evrópusambandi þolir ekki lýðræði í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þolir sambandið ekki að lýðræðislegur vilji einstakra þjóða innan þess nái fram að ganga, ef sá vilji stendur gegn hagsmunum ESB. Dæmi: Katalónía, Brexit og Írland (sem hafnaði Lissabon-sáttmálanum en var knúið til að kjósa aftur).

Í öðru lagi þolir ESB ekki lýðræði vegna þess að sambandið uppfyllir ekki eina af frumforsendum lýðræðisins, sem er að iðkendur lýðræðisins tali sama tungumál.

Þess vegna er ESB fyrst og fremst embættismannaveldi.


mbl.is Frakkar færu líklega úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkland eða Kúrdistan

Innrás Tyrkja í Sýrland er til að koma í veg fyrir að nýtt ríki Kúrda, Kúrdistan, verði myndað á suðurlandamærum Tyrklands. Kúrdar eru taldir um 30 til 35 milljónir, dreifðir um Tyrkland, Sýrland, Írak, Íran og Armeníu.

Að nafninu til eru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna, enda Nató-þjóð. En Bandaríkin hafa stutt hersveitir Kúrda til að ryðja úr vegi sveitum Ríkis íslam sem gerðu tilraun til að stofna íslamskt trúarríki í Sýrlandi og Írak.

Í seinni tíð halla Tyrkir sér að Rússum, sem eru bakhjarlar Assad Sýrlandsforseta. Tyrkjum er í mun að kæfa Kúrdistan í fæðingu. Ef það tekst eykst áhrifavald þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. En Erdogan Tyrklandsforseti nær ekki markmiði sínu nema með a.m.k. vinsamlegu hlutleysi annarra tveggja stórveldanna, Bandaríkjanna eða Rússlands.


mbl.is Hersveitir Tyrkja ráðast inn í Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband