Sjálfala sérfræðingaveldi

Íslensk lögfræði er heimskasta háskólagreinin norðan Alpafjalla, aðeins kennd í fásinninu á Fróni. Þegar niðurstöður íslenskra dómara sæta endurskoðun erlendis, t.d. fyrir mannréttindadómstól Evrópu er oftar en ekki gerðar athugasemdir við úrlausnir þeirra.

Skýtur skökku við að dómarar og nefndir á þeirra vegum telji sig hafna yfir það að svara lögmætum spurningum almannavaldsins um tillögur á dómaraefnum. Skörin færist hærra upp á bekkinn þegar dómaranefndir þykjast upp á prómill vita hverjir séu hæfastir í embætti dómara, líkt og gerðist í alræmdu landsdómsmáli.

Dómarar virðast líta á sig sem sjálfala sérfræðiveldi sem komi lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum ekki við - það á bara að borga og skaðabætur ef útaf bregður.

Dómarar og samfélag lögfræðinga ættu að temja sér ögn meiri virðingu fyrir stjórnvöldum og taka ekki reglulega frekjukast heimalningsins. Það þjónar ekki almannahagsmunum að umboðslausir sérfræðingar setji sig á háan hest trekk í trekk.


mbl.is Lýtur ekki boðvaldi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldisglæpir flóttamanna staðfestir

Aukinn viðtaka flóttamanna hækkar tíðni ofbeldisglæpa, samkvæmt nýrri rannsókn þýskra stjórnvalda. Rannsóknin tók til ofbeldisglæpa í Neðra-Saxlandi árin 2014 til 2016.

Ofbeldisglæpum fjölgaði um rúm tíu prósent á tímabilinu. Yfir 90 prósent aukningarinnar er vegna ofbeldisglæpa flóttamanna, einkum karlmanna á aldrinum 14 til 30 ára.

Flóttamennirnir koma nær allir frá múslímaríkjum. Þeir sem helst fremja ofbeldisglæpi eru frá Marokkó, Túnis og Alsír.


Diplómatískur sigur Trump

Fjölmiðlar eru svo uppteknir við að útmála Trump Bandaríkjaforseta sem kjána að þeir taka ekki eftir diplómatískum stórsigrum hans. Norður-Kórea og Suður-Kórea boða viðræður sín á milli en þær hafa lengið niðri í tvö ár.

Norður-Kórea snýr þar með af vegi kjarnorkuvopnaskaks og leitar eftir samtali. Ástæðan fyrir viðsnúningi kommúnistaríkisins getur ekki verið nema ein. Trump gaf ekki eftir hótunum Norður-Kóreu heldur svaraði hann í sömu mynt.

Staðfesta en ekki eftirgjöf gagnvart yfirgangi skilar árangri. Í deilunni á Kóreuskaga stendur Trump með pálmann í höndunum.

 


mbl.is Minn er stærri en hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband