Vinstri grænir, Björn Valur og stjórnarslit

Björn Valur fyrrum varaformaður Vinstri grænna boðaði stjórnarslit á flokksráðsfundinum sem haldinn var í dag.

En þegar til átti að taka heyrðist ekki múkk frá þeim fyrrverandi. Sá núverandi kvað aftur allt í himnalagi.

Er ekkert að marka Björn Val?


mbl.is Flokksráðsfundur VG gekk eins og í sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á botninum í fjölmiðlum og stjórnmálum

Á Íslandi er lítið traust á fjölmiðlum og stjórnmálum í alþjóðlegum samanburði, eins og glöggt kemur fram í Viðskiptablaðinu. Ísland er þar í hópi vanþróaðra ríkja.

Hvorki áfengisauglýsingar í fjölmiðlum né borgaralaun til blaðamanna munu bæta íslenska fjölmiðlun. Vandinn er ekki fjárhagslegur heldur siðferðilegur.

Fjölmiðlar bæta ekki stjórnmálaumræðuna heldur gera þeir hana illskeyttari og ósvífnari. Að bæta við ríkisfé ofan í þá hít er að æra óstöðugan.


mbl.is Beinist að ungu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaralaun fyrir blaðamenn? Nei, takk

Morgunblaðið er eini almenningsfjölmiðillinn á Íslandi. Tugir þúsundir manna kaupa blaðið i áskrift. Enginn kaupir áskrift að RÚV, fólk er neytt til að borga. Enginn kaupir Fréttablaðið, það er auglýsingablað. Sama gildir um Kjarnann, Stundina, Eyjuna og aðra netmiðla.

Þeir sem krefjast ríkisfjár til styrktar fjölmiðlum eru í raun að biðja um að opinbert fé verði notað til að niðurgreiða skoðanir einstaklinga og smáhópa hér og hvar í samfélaginu. En hvers vegna í ósköpunum ætti ríkið að niðurgreiða útgáfur eins og Eyjuna, Kjarnann og Stundina? Eða starfsmannamiðilinn RÚV?

Fjölmiðlar kosta sama og ekkert, mælt í útgáfukostnaði. Hver og einn getur stofnað heimasíðu eða blogg og þar með er orðinn til fjölmiðill.

Fréttir sem fjölmiðlar flytja eru meira og minna skoðanir skreyttar staðreyndum. Og staðreyndirnar eru allar ókeypis, þær liggja á netinu og bíða eftir að vera gúgglaðar.

Til hvers í veröldinni á ríkið að borga fólki til að segja öðru fólki skoðanir sinar?

Blaðamenn eru upp til hópa ómenntaðir, kunna enga sérfræðigrein og eru fyrst og fremst áhugamenn um stjórnmál með ríka þörf að segja öðrum sína skoðun á málefnum líðandi stundar.

Ríkisstyrkur til fjölmiðla eru í raun borgaralaun til blaðamanna. Allir fréttamenn RÚV eru í reynd á borgaralaunum. Nú vilja Stundin, Kjarninn, Eyjan og jafnvel eins manns miðill Sigurjóns M. Egilssonar, Miðjan, líka fá borgaralaun.

Dæmi um blaðamann á borgaralaunum er Egill Helgason. Hann er á ríkislaunum hjá RÚV og starfar einnig á Eyjunni sem umræðuvaki. Þetta er spillingin holdi klædd. RÚV er á framfæri ríkisins en Eyjan á að heita einkarekinn miðill. Egill auglýsir RÚV á Eyjunni og Eyjuna á RÚV. Og vill komast á tvöföld borgaralaun.

Ríkið á ekki að halda uppi skoðanamyndun í landinu með borgaralaunum til blaðamanna. Almenningur er fullfær um að mynda sér skoðun á málefnum líðandi stundar án þess að ríkið fjármagni skoðanamyndun. Það er háttur alræðisríkja að eiga og fjármagna fjölmiðla, ekki frjálsra þjóðfélaga.


mbl.is Auglýsendur vara við breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband