Oddi starfar í hálaunalandi

Oddi þoldi ekki tvöfalda launahækkun sterkrar krónu og prósentuhækkun í kjarasamningum og segir upp 86 starfsmönnum.

Verkefni Odda verða flutt til láglaunalanda enda Ísland hálaunaland.

En launin eru of lág á Íslandi er viðkvæðið, við búum í þrælakistu.

Ef Oddi ætti kost á láglaunafólki hefði ekki verið gripið til uppsagna.


mbl.is 86 sagt upp hjá Odda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi í verkó og félagsauður

Verkalýðshreyfingin fær óbeina aðkomu að ákvörðunum ríkisvaldsins í krafti félagsauðs. Þá er verkalýðshreyfingunni treyst fyrir aðkomu að lífeyrissjóðum, sem ávaxta ævisparnað þjóðarinnar.

Félagsauður verkalýðshreyfingarinnar safnaðist upp í áratugi, ASÍ er ekki nema rétt rúmlega 100 ára. Það er hægt að sóa þessum félagsauði á altari hugmyndafræði eins og sósíalisma, sem margsannað er að virkar ekki; hvorki í Sovétríkjunum í gær eða Venesúela í dag.

Ísland er eitt mesta jafnlaunalandið í allri heimsbyggðinni. Það er ekki hægt að finna jafnari dreifingu launatekna en einmitt á Íslandi.

Uppreisnin í verkalýðshreyfingunni er hreinn og klár popúlismi, sprottinn úr sama jarðvegi og reyndi að umbylta stjórnmálakerfinu eftir hrun. Popúlisminn elur á óánægju annars vegar en lofar hins vegar gulli og grænum skógum.

Ef uppreisnaröflin sigra mun ríkisvaldið þvo hendur sínar af verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðirnir verða settir beint undir stjórn ríkisins.

Á meðan félagsauður verkalýðshreyfingarinnar brennur upp skemmta sósíalistarnir sér, - líklega á borgaralaunum.


mbl.is Sósíalistaflokkurinn bjóði fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundin og stolna kjötið

Blaðamaður Stundarinnar höndlaði með stolið kjöt, að því er kemur fram á visir.is Blaðamaðurinn segist hafa selt ritstjóra stolna kjötið.

Böndin berast að ritstjóra Stundarinnar. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar langa færslu á Facebook í gær og segir þetta um kjötkaupin: ,,Nú þarf varla að taka fram að ég hef ekki keypt neitt stolið kjöt..."

Það liggur í orðunum að Jón Trausti keypti kjöt eftir óhefðbundnum leiðum, um leið og hann neitar að vera þjófsnautur. Hvernig vissi hann að kjötið væri ekki stolið? Hélt hann kannski kjötið væri smyglað? Fékk Jón Trausti kvittun fyrir kjötkaupunum? Getur hann framvísað kvittun?

Stundin rekur blaðamennsku sem kenna má við heilaga vandlætingu. Er kjötsúpa elduð í glerhýsi ritstjórans?

 


Bloggfærslur 30. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband