Hringrás hávaða fjölmiðla og stjórnmála

Hávaði úr samfélagsmiðlum og fjölmiðlum er endurunninn í umræðu á alþingi. Umræðan á alþingi er svo aftur endurflutt í sömu miðlum. Hringrás hávaðans er orðinn að mælikvarða á árangur í stjórnmálum.

Tvær meginástæður eru fyrir hringrás hávaðans. Í fyrsta lagi fjölmiðlar sem eru fleiri en nokkru sinni og hafa tileinkað sér ,,umræðuflutning" fremur en fréttaflutning. Umræðuflutningur er ódýr í framleiðslu; skoðanir á samfélagsmiðlum verða fréttir án þess að nokkur innistæða sé fyrir.

Í öðru lagi standa stjórnmálin veikt. Flokkakraðak er á alþingi og ríkisstjórnir falla á næturfundum smáflokka. Öfl utan stjórnmálanna, t.d. embættismannaveldi, nýta sér veikleikann í stjórnmálum og treysta stöðu sína.

Hringrás hávaðans skilar hvorki betri stjórnmálum né fjölmiðlum.

 


mbl.is Umræðan á Alþingi verði áhugaverðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hárrétt ályktað! Fréttaflutningur hef gefið eftir fyrir skoðanaflutningi. Aðhald við valdið sem fréttastofum er ætlað að veita er ekki lengur til staðar. Í staðin höfum við illa dulbúnar áróðursstofur sósíalískra stefnumála.

Ragnhildur Kolka, 23.1.2018 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband