Helga frábiður sér pólitík, þorir ekki í vantraust

,,...ég frá­bið mér að vera sett í þá fá­rán­legu stöðu að ég sé hér uppi til þess að vera í póli­tísk­um leik,“ sagði Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á þingi í dag. Rétt áður spurði hún dómsmálaráðherra út í hversdagslegan fund ráðherra með nefndarformanni dómaranefndar gagngert í þeim tilgangi að gera fundinn tortryggilegan.

Píratar og Samfylking reyna að veikja ríkisstjórnina með því að krefjast afsagnar dómsmálaráðherra vegna ákvörðunar þingsins - ekki ráðherra - um hverjir skyldu fá embætti við landsrétt.

Píratar/Samfylking þora ekki að leggja fram vantraust enda yrði það fellt. Í staðinn er þyrlað upp moldviðri, þar sem látið er eins og dómsmálaráðherra beri ábyrgð á samþykktum alþingis. Fjölmiðlar eins og RÚV og Stundin leika undir.


mbl.is Pólitískur hávaði og skrípaleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pírata-plottið: engin rannsókn, bara aftaka

Píratar viðurkenna það í samtölum á facebook að þeir hafa engan áhuga á að rannsaka starfshætti alþingis, sem skipaði ranga dómara að mati Pírata, heldur vilja þeir pólitíska aftöku dómsmálaráðherra.

En til að ,,halda málinu lifandi", sem þýðir að fá RÚV og Stundina til að fjalla meira um málið, þá fallast þeir á að þingnefnd fái málið til skoðunar. Í leiðinni ætla Píratar að herja á þingmenn Vinstri grænna.

Svona vinna Píratar.


mbl.is Markmiðið að koma ráðherranum frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringrás hávaða fjölmiðla og stjórnmála

Hávaði úr samfélagsmiðlum og fjölmiðlum er endurunninn í umræðu á alþingi. Umræðan á alþingi er svo aftur endurflutt í sömu miðlum. Hringrás hávaðans er orðinn að mælikvarða á árangur í stjórnmálum.

Tvær meginástæður eru fyrir hringrás hávaðans. Í fyrsta lagi fjölmiðlar sem eru fleiri en nokkru sinni og hafa tileinkað sér ,,umræðuflutning" fremur en fréttaflutning. Umræðuflutningur er ódýr í framleiðslu; skoðanir á samfélagsmiðlum verða fréttir án þess að nokkur innistæða sé fyrir.

Í öðru lagi standa stjórnmálin veikt. Flokkakraðak er á alþingi og ríkisstjórnir falla á næturfundum smáflokka. Öfl utan stjórnmálanna, t.d. embættismannaveldi, nýta sér veikleikann í stjórnmálum og treysta stöðu sína.

Hringrás hávaðans skilar hvorki betri stjórnmálum né fjölmiðlum.

 


mbl.is Umræðan á Alþingi verði áhugaverðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband