Rússahatur og rússabrandari

Breski varnarmálaráðherrann á fremur heima í gamanþætti eins og Monty Python fremur en stjórnmálum, segja yfirvöld í Mosvku eftir aðvörun þess breska um að Rússar gætu ráðist á innviði Bretlands.

Varnarmálaráðherrann er í sömu hljómkviðu og yfirmaður breska herráðsins og RÚV greindi frá. Rússar eru sem sagt að undirbúa heimsyfirráð.

Nema, óvart, það er kjaftæði. Fáir vita það betur en breski blaðamaðurinn og íhaldsmaðurinn Peter Hitchens, sem bjó í Rússlandi en er samt enginn vinur Pútín. Hitchens varar við ruglinu um að Rússar séu í árásarham. Rússar hafa enga burði til að ógna Vestur-Evrópu. Þar fyrir utan eru það Bandaríkin og Nató-þjóðir sem ógna öllum vesturlandamærum Rússlands.

 


Málaliðaher Tyrkja gegn Kúrdum

Stærstu hluti hers Tyrkja sem réðst inn Sýrland til að herja á Kúrda eru sýrlenskir uppreisnarmenn sem áður voru studdir af Bandaríkjunum.

Blaðamaður Guardian talaði við nokkra af foringjum sýrlensku uppreisnarmannanna. Einn þeirra sagði stríðið ,,alþjóðlegt", heimamenn hefðu minnst um það að segja.

Það er auðvelt að hefja stríð, nokkru snúnara að ljúka þeim. 


mbl.is Kúrdar biðla til Assads um vernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump, Norður-Kórea og Palestína

Trump náði árangri þegar hann sýndi Norður-Kóreu hörku í stað þess að bera fé á stjórnarherrana. Palestínumenn fá sömu meðferð og niðurstaðan er fyrirsjáanleg.

Í kalda stríðinu léku herskáir leiðtogar iðulega þann leik að hóta viðkvæmu valdajafnvægi stórveldanna til að fá mútur. Norður-Kórea og Palestína eiga það sameiginlegt að fámenn valdaklíka er með tögl og hagldir í viðkomandi ríkjum. Valdaklíkurnar kaupa sér stuðning innanlands með fégjöfum. Og til þess þarf ,,erlenda aðstoð."

Til að knýja fram ,,erlenda aðstoð" hóta valdaklíkurnar reglulega að hleypa öllu í bál og brand. Á tímum kalda stríðsins gaf þessi aðferð vel. Bandaríkin voru sérstaklega örlát að kaupa frið.

En kalda stríðinu er lokið og Trump lætur ekki hóta sér. Norður-Kórea reyndi að þvinga fram mútugjafir með kjarnorkuvopnaskaki. Gekk ekki. Palestínumenn settu á svið hávaða og læti vegna ákvörðunar um flutning á sendiráði Bandaríkjanna til Jerúsalem. Gengur ekki.


mbl.is Hótar að stöðva fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband