Björn Valur boðar stjórnarslit

Fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, boðar stjórnarslit þar sem flokkurinn muni krefjast afsagnar dómsmálaráðherra sem kemur úr röðum Sjálfstæðisflokksins.

Óljóst er hvaða trúnaðar Björn Valur nýtur enn í röðum Vinstri grænna en ef tekið er mark á honum má ætla að Vinstri grænir fari í smiðju Bjartar framtíðar að sprengja ríkisstjórn.

Bara ekki á næturfundi.


mbl.is Telur daga ráðherra í embætti senn talda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vigdís Hauks um hýenur á alþingi

Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi þingmaður skrifar facebook-færslu um ofsóknir Pírata og Samfylkingar á hendur dómsmálaráðherra:

- ég var alveg búin að gleyma grimmdinni sem einkennir málflutning vinstri manna og pírata - ég líkti þessari tegund af málflutningi eitt sinn við svangar hýenur þar sem vígtennur og klær eru óspart notaðar til að koma höggi á andstæðinginn - helst konu
Eitt er víst að fullyrðing mín um að þingið hafi ekki náð botninum er enn í fullu gildi.

 


mbl.is Býr til möguleika á einræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlaveldi dómara - Samfylking og Píratar

Alþingi samþykkti tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara í landsrétt. Ef alþingi vildi aðra niðurstöðu, t.d. fækka konum, eins og Píratar og Samfylkingin krefjast, þá hafði alþingi tækifæri til þess.

Alþingi ber ábyrgð á niðurstöðunni um skipan dómara í landsrétt. Í stað þess að horfast í augu við ábyrgðina vill stjórnarandstaðan að dómsmálaráðherra segi af sér - fyrir að koma ekki með tillögu að færri konum í landsrétt.

Samfylking og Píratar eru kappsamir um að halda konum frá dómarastöðu í landsréttarmálinu. Einu sinni þóttust þessir flokkar styðja kynjajafnrétti.


mbl.is Vald ráðherra fyrst og fremst formlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsmiðlar eru dóp - sem yfirmennirnir nota ekki

Samfélagsmiðlar eru ávanabindandi, þeir eru beinlínis hannaðir til að notendur verðir háðir þeim. Engir vita það betur en yfirmenn samfélagsmiðla - og þeir ýmist nota þá ekki eða setja sér strangar takmarkanir. Sama gildir um börnin þeirra.

Í grein í Guardian er samantekt á viðbrögðum nokkurra yfirmanna samfélagsmiðla, Mark Zuckerberg og niður úr, við þeirri æ almennari vitneskju að samfélagsmiðlar eru ávanabindandi.

Yfirmenn Facebook og Twitter eru ekki með viðveru á miðlum sínum líkt og almenningur. Stundum sjá aðrir um ,,prófílinn" fyrir yfirmennina eða að þeir sjást ekki.

Samfélagsmiðlar eru hannaðir til að gera notendur hugraða eftir viðbrögðum, ,,lækum" eða athugasemdum. Eftir því sem umferðin á miðlunum eykst verða þeir verðmætari sem auglýsingamiðlar.

Yfirmennirnir hafa hvorki áhuga að verða sjálfir háðir framleiðslu sinni né þeirra nánustu.


Bloggfærslur 24. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband