Líkaminn og minningin

Ísraelski rithöfundurinn Aharon Appelfeld lést í byrjun árs hálfníræður. Hann fæddist inn í þýskumælandi gyðingafjölskyldu í landi sem nú er Úkraína. Appelfeld lifði af helförina og flutti til Ísrael, lærði nýtt tugumál til að komast undan máli morðingjanna.

Í formála sjálfsævisögu, Sögu af lífi, skrifar Aharon:

Meðvituð minning er takmörkum háð. En lófar handanna, iljar fótanna, hryggurinn og hné manns muna meira en hugurinn. Ef ég vissi hvernig ætti að endurheimta líkamsminninguna yrði það yfirþyrmandi. Við fáein tækifæri gat ég hlustað á líkamann og skrifað fáeina kafla en jafnvel þeir eru aðeins brot hvikuls myrkurs sem verður alltaf lokað innra með mér.

 


Trump, Jónas frá Hriflu og bilaður samtími

Jónas Jónsson frá Hriflu var sagður bilaður á geði. Í febrúar 1930 gerði Jónas litla bændablaðið Tímann að metsölublaði þegar hann skrifaði frægustu blaðagrein síðustu aldar, Stóru bombuna, sjálfum sér til varnar.

Donald Trump er bæði sagður bilaður og að hafa boðið sig fram til forseta, ekki til að sigra, heldur búa til vörumerki í fjölmiðlum.

Valdamenn, allt frá dögum rómverska lýðveldisins, eru reglulega sagðir geðveikir. Og líklega þarf einhvers konar geðveiki til að sækjast eftir völdum. Ekki síst þegar yfirlýstur tilgangur er að umbylta ríkjandi fyrirkomulagi.

Eftirspurn eftir biluðum byltingarmönnum vex í hlutfalli við vandræðaástand þeirra samfélaga sem í hlut eiga. Á millistríðsárunum var Ísland nýfrjálst ríki í umbreytingarferli. Jónas frá Hriflu var höfundur stjórnmálakerfis sem átti að taka við gamla kerfi sjálfsstæðisstjórnmála. Á einu og sama árinu, 1916, kom Jónas að stofnun tveggja stjórnmálaflokka, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, sem urðu höfuðandstæðingar. Jónas ætlaði hið gagnstæða, Alþýðuflokkurinn skyldi verða jafnaðarflokkur á mölinni en Framsókn sveitaútgáfa sömu stjórnmálastefnu. Það er auðvitað bilað.

Donald Trump er milljarðamæringur sem ætlar að bjarga bandarísku láglaunafólki frá auðhringum. Hann afturkallar alþjóðlegar skuldbindingar Bandaríkjanna, sem hafa gert landið að mesta heimsveldi er sögur fara af, undir því yfirskini að Bandaríkin verði máttug á ný. Hvorttveggja er bilað.

Biluð kerfi þurfa bilaða menn. Stóra í sniðum.

 


mbl.is Trump segist snillingur í góðu jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband