Eyþór er leiðtogaefni

Eyþór Arnalds er athafnastjórnmálamaður sem jöfnum höndum sinnir fyrirtækjarekstri og sveitastjórnmálum. Hann lætur einnig til sín taka í pólitík á breiðara sviði, var t.d. einn af stofnendum Heimssýnar.

Til að leiða borgarstjórnarframboð Sjálfstæðisflokksins þarf mann sem gæti gengt borgarstjóraembættinu með sóma.

Eyþór Arnalds er slíkur maður.


mbl.is Eyþór vill leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oprah styður Trump

Eins og Donald Trump er Oprah Winfrey sjónvarpsstjarna. Bæði hún sjálf og fjölmiðlar, sem boða forsetaframboð hennar, styðja þá kenningu að Donald Trump búi yfir þeim eiginleika sem skiptir máli í embættið - að vera frægur.

Trump notaði frægð sína til að verða frambjóðandi með sigurlíkur. Sem frambjóðandi sagði hann það sem stór hluti kjósenda vildi heyra. Þannig varð hann forseti.

Verkefni Oprah Winfrey er að finna orðræðu sem selur í pólitík. Ólíklegt er að henni takist það. Oprah er holdtekja stjórnmála sem Bandaríkjamenn höfnuðu með kjöri Trump.


mbl.is Oprah sögð íhuga forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur eru sterkara kynið

Lífsþróttur kvenna er meiri en karla. Konur lifa fremur af erfiðar aðstæður en karlar, eru niðurstöður danskrar alþjóðlegrar rannsóknar. Íslenskar konur lifðu til að mynda fremur en karlar af mislingafaraldur á 18. öld.

Telegraph segir frá rannsókninni sem studdist við fjölda samantekta á dánartíðni vegna sjúkdóma og hungursneyða.

Getum er leitt að því að erfðaefni kvenna geri þær hæfari til að komast af við lífshættulegar aðstæður en einnig koma við sögu þættir eins og áhættuhegðun, sem karlar fremur en konur sýna.

 

 


Bloggfærslur 9. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband