Gapir Helga tvisvar á dag?

,,Maður bara gap­ir,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag þegar henni var sagt að RÚV væri fíllinn í stofunni á fjölmiðlamarkaði.

Í kvöld birtist frétt um að nánasti samverkamaður hennar um karllæga dómstóla, Jakob R. Möller, fer með fleipur þegar hann segir engin fordæmi fyrir því að einhverjir lýsi sig ósammála niðurstöðu hæstaréttar.

Gin Helgu Völu lokast varla fyrir miðnætti.


mbl.is Fleiri ósammála Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk upplausn í ASÍ-félögum

Verkalýðs- og sjómannafélag Grindavíkur sagði sig úr ASÍ. VR íhugar úrsögn. Hallarbylting er boðuð í einu af stærsta ASÍ-félaginu, Eflingu.

Pólitísk upplausn lék flokkakerfið grátt, flokkum fjölgaði og stjórnmálin urðu óreiðuástand með stjórnarkreppu og tíðum kosningum.

Verkalýðshreyfingin er á leið í sömu hremmingar.


RÚV-milljarðar til fjölmiðla

RÚV fær 4 milljarða króna frá ríkinu árlega og tekur til sín einn milljarð í auglýsingar. Ef áhugi er að styrkja einkarekna fjölmiðla er nærtækast að leggja niður RÚV í núverandi mynd.

Milljarðarnir sem sparast gætu orðið stofn að samkeppnissjóði fjölmiðla, ef áhugi er fyrir.

Starfsmannafjölmiðill og ríkisframfæri, eins og RÚV, er arfleifð frá þeim tíma þegar aðeins fjársterkir aðilar gátu stofnað fjölmiðil. Nú er öldin önnur.


mbl.is Leggja til endurgreiðslu fyrir fréttamiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólæsir Píratar; upplausn á alþingi

Píratar geta ekki lesið óstytta útgáfu af rannsóknaskýrslum alþingis um hrunið og fóru fram á að framkvæmdavaldið léti gera styttri útgáfu fyrir treglæsa.

Þjark stóð yfir á alþingi í gær þar sem Píratar neituðu að skilja að það væri ekki hlutverk stjórnarráðsins að bæta upp vangetu þingmanna.

RÚV greinir ítarlega frá uppákomunni og ratast aldrei þessu vant satt orð í munn þegar sagt er í fyrirsögn og inngangi fréttar að fyrirspurn ,,væri beint gegn röngum ráðherra."

Í siðuðu samfélagi er fyrirspurnum beint til einhvers en ekki gegn einhverjum.


Bloggfærslur 25. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband