Árangurstengt orðfæri

Þátttakendur í opinberri umræðu virðast telja stóryrði skila árangri. Sá sem rífur mestan kjaftinn er talinn líklegastur að fá sínu framgengt.

Stóryrði eru þó beggja handa járn. Þau eiga það til að minnka þann kjaftfora og valda málefninu tjóni.

Að því sögðu eru sjómenn vel að því komnir að búa við öfluga þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar. 


mbl.is „Nýtt Alþingi skítur upp á bak“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir afhendi ríkinu eigur sínar

ASÍ vill að skattakerfið eyði launaójöfnuði í landinu. En skattkerfið er ekki hannað til að minnka eða auka launamun heldur til að afla ríki og sveitarfélögum tekna til að standa undir samneyslu.

Ef ASÍ er í raun áhugasamt um að sem mestur launajöfnuður ríki í landinu ættu samtökin að berjast fyrir því að lífeyrissjóðirnir afhendi ríkissjóði allar eigur sínar, þ.m.t. ráðandi hlut í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins.

Laun eru ákveðin með kjarasamningum. Lífeyrissjóðum, sem ASÍ stjórnar í félagi við Samtök atvinnulífsins, væri í lófa lagið að móta jafnlaunastefnu í stærstu fyrirtækjum landsins.

Þegar það liggur fyrir að ójafnræði launa á vinnumarkaði sé of mikið, að mati ASÍ, er nærtækast að ríkisvaldið fái ráðandi hlut lífeyrissjóðanna í stórfyrirtækjum og keyri í gegn jafnlaunastefnu. 

Ef það er í raun jafnlaunastefna sem ASÍ berst fyrir. En um það má efast.

 


mbl.is Hátekjuhópar fái sexfalt meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosti borgarstjóri

Borgarlína vinstrimanna verður aðeins að veruleika ef fólk er þvingað úr einkabílum yfir í almenningssamgöngur. Þvingunin verður í formi verri þjónustu við almenning, færri og dýrari bílastæði, álögur á bíla og eldsneyti.

Borgarlína vinstrimanna verður stærsta málið í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrum þingmaður er maðurinn til að stöðva borgarlínuna. Hann þarf að verða borgarstjóri. 


mbl.is Kostar heimili 1-2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband