Benedikt og biðsalur dauðans

Einn helsti talsmaður ESB-sinna á Íslandi, stofnandi og fráfarandi formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, viðurkennir að EES-samningurinn sé biðsalur dauðans. Benedikt skrifar í blað Davíðs Oddssonar og endurbirtir á heimasíðu sinni:

EES var í upphafi hugsað sem biðstofa fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu,

ESB-sinnar neita þráfaldlega fyrir það að EES-samningurinn sé biðsalur. Þeir sem þekkja verklag ESB vita að samningurinn er í reynd tímabundinn. Annað tveggja ganga þjóðir fyrir björg, afsala sér fullveldinu og taka áhættuna af grískum harmleik, eða þær þakka fyrir sig og segja upp EES-samningnum.

Hrakfallabálkar vinna oft þurftarverk í óförum sínum. Takk, Benedikt.


Oflækningar eru menningarsjúkdómur

Lyf drepa fólk, ef rangt er með þau farið. Lyf eru breiðvirkt svar við ríkjandi menningarsjúkdómi sem mælir fyrir um líf án sársauka eða þjáninga.

Lyf eiga ekki aðeins að koma í veg fyrir sársauka heldur bæta andlega líðan okkar, jafn fáránlega og það hljómar.

Oflækningar leiða til þess að fólk lítur til lækna og lyfja sem ábyrgðaraðila fyrir eigin heilsu. Fólk í hrönnum framselur óviðkomandi ábyrgð á eigin lífi.

Nú hefur menningarsjúkdómnum oflækningum verið sagt stríð á hendur. Þá þarf að finna óvin til að berjast við. Óvinurinn þarf helst að vera af holdi og blóði enda erfitt að hatast út í sjúkdóm. Sackler-fjölskyldan býður bæði upp á nafn og auðæfi til að hatast út í.

 


mbl.is Hagnast á kvölum annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðiskonur stjórna Seltjarnarnesi

Fimm af sjö efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi eru konur. Rúmlega 700 greiddu atkvæði en flokkurinn fékk rúmlega 1100 atkvæði í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Á Seltjarnarnesi kýs fólk það sem virkar. Sjálfstæðisflokkurinn virkar svo langt aftur í tímann sem elstu menn muna. Þess vegna er prófkjör flokksins forkosning meirihluta.

Undir handleiðslu Ásgerðar Halldórsdóttur skorar Nesið hvað hæst bæjarfélaga í mælingu á ánægju íbúa með þjónustuna sem þeir fá. Kyn Ásgerðar skiptir þar engu máli. Þess vegna er fyrirsögnin á þessari færslu út í hött, aðeins sett þar til að minna á að konur eiga ekki erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Ásgerður skipar fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband